— GESTAPÓ —
Næturdrottningin
Heiðursgestur.
Dagbók - 1/11/06
Brosið þitt

Það virðast allir vera að missa sig í ástarljóðum. Svo ég ákvað að henda einu fram úr erminni. Auðvitað er þetta tileinkað elskunni minni. Elska þig ástin mín

Það var í morgun,
ég lá vakandi í rúminu mínu og aðeins eitt
aðeins eitt komst fyrir í huga mér.
Það varst þú sem hafðir komið inn í nóttina til mín.
Þú tókst í höndina á mér og brostir.
Þú brostir til mín og dróst mig til þín
Þú brostir til mín, kysstir mig og fórst svo.

Það var í dag,
Ég horfði út um gluggann og beið
ég beið þess að þú kæmir aftur.
Rigningin barði á rúðuna
og ekkert gerðist.
Ég sá andlit þitt á rúðunni.
Þú vildir komast inn
Brosið fór
þú fórst

Það var í kvöld
Ég lá sofandi í sófanum
Þú komst til mín og kysstir mig á ennið.
þú komst aftur.
Þú komst aftur til mín og brostir.
Þú brostir til mín
Ég brosti til þín
Sálir okkar bráðnuðu og urðu eitt

   (11 af 17)  
1/11/06 06:01

Dula

Hugljúft og myndrænt.

1/11/06 06:01

Offari

<Brosir>

1/11/06 06:01

Nermal

Yndislegt og angurvært.

1/11/06 06:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Óskaplega á hann Nermal gott sem á þig að . Knús til ykkar

1/11/06 06:02

Næturdrottningin

Takk takk fyrir þetta. Já, hann er Nermal er líka innblásturinn minn.

1/11/06 06:02

Aulinn

[Fer í fýlu útí horni yfir að eiga engan kærasta/kærustu og ákveður að stinga undan Nermali]

Sæl sæta.

[Blikkar næturdrottninguna]

1/11/06 06:02

Vladimir Fuckov

[Veltir fyrir sjer hvort Enter komi ekki fljótlega]

1/11/06 06:02

Nermal

ISSSSS þú átt ekki séns í mig Aulatetur.

1/11/06 06:02

Næturdrottningin

híhíhí.. hvað ´þá í mig.. (Glottir eins og fífl)

1/11/06 06:02

Upprifinn

sætt, jafnvel dúllubossalegt. já og svei mér þá bara alla daga Krúttlegt.

1/11/06 06:02

Grágrímur

Það er ekki nema ein leið til að settla þetta eins og siðað fólk. Leðjuslagur milli Aulans og Næturdrottningarinnar!

1/11/06 07:00

Leiri

Æii. Þetta er allt of vemmulegt. Væri þó skárra ef síðasta línan merkti alvöru þeysireið. En fjandinn fjarri mér að trúa því.

1/11/06 07:02

Tæknileg mistök

Í fyrsta lagi þá þurfið þið að fá ykkur herbergi og sinna ástinni þar. Ekkert að því að vera ástfangin en það er (fyrirgefið ég segi það) drepleiðinlegt til lengdar að sjá þetta. Og þar fyrir utan gæti ég trúað að þú værir efni í gott ljóðskáld ef þú lærðir bragfræði.

1/11/06 01:01

Dexxa

Fyrst þú ert svo fróður um ljóðagerð Tæknileg Mistök.. þá ættir þú að vita að braghættir eru ekki það sem gera ljóðið gott eða fallegt heldur innihaldið.. það eru til margar tegundir ljóða.. (ekki það að ég kunni að yrkja.. á mjög erfitt með að koma orðum á blað)
Mér finnst þetta mjög fallegt ljóð.. en það væri alveg hægt að fínpússa það og gera það stórkostlegt.. en til þess er einmitt gagnrýnin..

Næturdrottningin:
  • Fæðing hér: 2/5/07 22:47
  • Síðast á ferli: 6/11/10 22:32
  • Innlegg: 5515
Æviágrip:
Næturdrottningin er fædd og uppalin í Konungsríki langt langt langt í burtu. Svo langt að það er ekki einu sinni hægt að komast þangað. Hún ólst upp með álfum og huldufólki og því eins og hún er í dag. Flippuð, feimin og eilítið furðuleg.