— GESTAPÓ —
Næturdrottningin
Heiðursgestur.
Dagbók - 31/10/06
Litla systir

Þegar ég var lítil... þá dreymdi mig alltaf um að eignast lítið sistkyni, hvort sem það yrði strákur eða stelpa. í heil fjórtán ár suðaði ég í foreldrum mínum um að gefa mér sistkyni sem mér var sagt að það væri ekki hægt vegna þess að það væri ekki fræðilegur möguleiki fyrir móður mína að eignast annað barn. Eða það hafði læknir sagt við hana. En einn fallegan haustdag í octóber 1991 tilkynnti mamma mér það mér hefði orðið að ósk minni. Ég get ekki lýst hamingjunni sem braust um í mér. Hún var ólýsanleg. Við ákváðum að fá að vita kynið, það kæmi í umslagi, á jólunum. Við myndum opna það með hinum jólakortunum. Við gerðum það og á aðfangadag opnuðum við lítið sætt umslag. Inni í umslaginu var bleikt blað sem á stóð. "Það er stúlka" Gleðin streymdi um mig. Ég er að fara að eignast litla systur hugsaði ég með mér og það var ein yndislegasta tilfinning sem ég hafði fundið á ævinni.
20. maí 1992 kom svo lítil prinsessa í heiminn. Ég var stolltasta stóra systir í heimi og er enn. Ég passaði hana mikið þegar hún var lítil og hefur hún verið pínulítið eins og mitt eigið barn. Þannig tilfinningu ber ég til hennar.
Í dag er hún 15 ára og hún syngur og leikur og er frábær í því. Og núna í gær var hún að fá aðalhlutverk í sínum grunnskóla í Skrekk. Algjör snilld.

Ég veit að hún á eftir að halda svona áfram og ég á eftir að halda áfram að vera stolltasta systir í heimi.

   (13 af 17)  
31/10/06 16:02

krossgata

Heppin! Það er hrikaleg vinna að eiga systur sem er 3 árum yngri.
[Dæsir mæðulega]

31/10/06 16:02

Næturdrottningin

Við erum svo heppnar að við erum æðislega góðar vinkonur og erum rosalega nánar. Það er yndislegt. Og það eru engin sistkyni á milli okkar. Við erum bara tvær

31/10/06 16:02

Nermal

Ég þarf að dreifa mínu stolti á svo marga einstaklinga, enda á ég SJÖ systur t.d. En til hamingju með systu

31/10/06 16:02

Henríetta Koskenkorva

Ég á systur, hún er 3 árum eldri en ég. Ég fer í taugarnar á henni. Svo ég er sammála þér krossgata. Það er erftitt að eiga systur sem er 3 árum yngri.

31/10/06 16:02

Dula

En gott og gaman að ykkur skuli þykja svona vænt um hvora aðra. 'eg á eina sem er 6 árum yngri og það hafa komið móment þar sem við eum brjálaðar útí hvora aðra en annars erum við bara fínar saman.

31/10/06 16:02

blóðugt

Systir mín var 13 ára þegar ég kom í heiminn. Hún hataði mig eins og pestina. Missti mig á höfuðið á steypt gólf þegar ég var 6 mánaða og nærri drap mig úr heilahristingi, nú svo var hún bara almennt vond við mig langt fram eftir aldri, og jafnvel enn þann dag í dag.

31/10/06 16:02

Jóakim Aðalönd

Sem betur fer á ég ekki systur.

31/10/06 17:00

B. Ewing

Frábært hjá ykkur. <Öfundar pínu en fagnar einnig einkabarnsstöðunni>

31/10/06 17:00

Nornin

Gott að þér þykir vænt um systur þína (og það er víst skrifað systkini).
Ég fagna því hinsvegar endalaust að vera einkabarn, enda allt of sjálfhverf til að geta verið góð systir!

31/10/06 17:00

Álfelgur

Systir mín sem er 6 árum eldri en ég hataði mig innilega þegar ég fæddist. Hún er aðeins skárri í dag en er ennþá brjálæðislega afbrýðissöm út í mig. Ég hef aldrei skilið í því þar sem ég gerði henni ekkert nema að fæðast.

31/10/06 17:01

Sundlaugur Vatne

Þetta þótti mér væmið félagsrit!

31/10/06 17:01

Tumi Tígur

Ég á enga litla systur. Bara eina sem er 3 árum eldri en ég.
Hinsvegar á ég 2 yngri bræður og svo einn ennþá eldri í viðbót.

31/10/06 17:02

Næturdrottningin

Já, það var fínt að vera einkabarn svona lengi, en samt langaði mig alltaf í systkini. Og já ég veit. Þetta er væmið félagsrit en maður verður víst stundum að leiifa sér að vera pínu væmin/n..

31/10/06 18:00

Nornin

Sundlaugur minn... þú hefur verið svo lítið viðloðandi að þú hefur máski ekki tekið eftir að Nótta er engin næturdrottning, heldur drottning væmninar [Flissar]

31/10/06 18:01

Dexxa

Ég á 4 eldri systur.. ein tveimur árum eldri, önnur fjórum árum eldir og hinar tvær 15 og 16 árum eldri.. þessar yngri stríddu mér óspart þegar ég var lítil, enda yngst í fjölskyldunni.. en mér þykir nú samt vænt um þær..

31/10/06 22:02

ÖrvarÖnugi

Ég fæddist níu dögum á eftir systur þinni, en ég var reyndar að missa af hlutverki í Skrekki í mínum grunnskóla.

Næturdrottningin:
  • Fæðing hér: 2/5/07 22:47
  • Síðast á ferli: 6/11/10 22:32
  • Innlegg: 5515
Æviágrip:
Næturdrottningin er fædd og uppalin í Konungsríki langt langt langt í burtu. Svo langt að það er ekki einu sinni hægt að komast þangað. Hún ólst upp með álfum og huldufólki og því eins og hún er í dag. Flippuð, feimin og eilítið furðuleg.