— GESTAPÓ —
Næturdrottningin
Heiðursgestur.
Dagbók - 31/10/06
Örlagaríkur dagur

Jæja, þá er komið að því. Eftir u.þ.b. hálftíma verða spangirnar í efri góm fjarlægðar. Þetta er mikill áfangi fyrir mig. Fékk þær fyrir ca tveimur og hálfu ári síðan, fór svo í mikla kjálkaaðgerð þann 24. október á síðasta ári en það mun líka hafa verið örlagaríkur dagur. Set kannski inn félagsrit um þann dag, 24. þessa mánaðar,
Annars er mikil spenna í gangi akkúrat núna. Annars bið ég ykkur vel að lifa, Læt svo vita hvernig eþtta fór allt saman, spurning hvort að þeir taki nokkuð tönnslurnar mínar með.

Næturdrottningin kveður

   (14 af 17)  
31/10/06 08:01

B. Ewing

Hef aldrei haft spangir og þekkii ekkert inn á þennan tannréttingaheim en sögurnar eru nógu margar til að segi; Innilega til hamingju með að losna við spangirnar.

31/10/06 08:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Gangi þér alt í haginn

31/10/06 08:01

Andþór

Til hamingju!

31/10/06 08:01

Anna Panna

Jahá, ég vænti þess þá að sjá þig brosa mikið í kvöld! Til hamingju með þetta...

31/10/06 08:01

Tina St.Sebastian

Er ekki réttara að óska Nermal til hamingju? [Glottir illyrmislega]

31/10/06 08:01

Huxi

Nú ættir þú að geta farið að bíta frá þér..

31/10/06 08:01

U K Kekkonen

Gaman að því, man hvað það var gaman að lostna við spangirnar... Annars er það skrítið að finna fyrir tönnunm án þeirra í svona nokkra daga á eftir.

31/10/06 08:01

Jarmi

Má ég eiga þær þegar þú ert hætt að nota þær?

31/10/06 08:01

Nermal

Til hamingju með þetta. Hlakka til að sjá breytinguna

31/10/06 08:01

Næturdrottningin

Jæja, þá er maður bara með spangir niðri. Frekar skrítið. En já takk takk fyrir allar hamingjuóskirnar ég er alsæl. Búin að vera brosandi hringinn í allan dag. En ekki hvað.
Og já Anna, ég mun brosa hringinn í kvöld.

31/10/06 08:01

albin

Er satt að með spöngum nái maður útvarpssendingum?

En til hamingju annars.

31/10/06 08:01

Næturdrottningin

hmmm.. Veit ekki Albin.. veit ekki. Aldrei að vita.
En já.. takk takk..

31/10/06 08:01

krossgata

Dóttir mín var afar fegin þegar þessi stund rann upp hjá henni um árið, en henni fannst samt skrítin tilfinning að finna ekki fyrir þeim fyrstu dagana á eftir og hálf eitthvað tómlegt. Til hamingju.

31/10/06 08:02

Vladimir Fuckov

Varðandi spurningu albins bendum vjer á að svona útbúnað mun vera unnt að nota til að hlera þau fjarskipti óvina ríkisins er fram fara með rafsegulbylgjum á ákveðnu tíðnibili.

Óskum vjer yður þó til hamingju með þetta en verðum í ljósi ofansagðs að hafa þann fyrirvara að eigi sje um lymskulegt samsæri óvina ríkisins að ræða til að draga úr getu baggalútískra yfirvalda til nauðsynlegs og sjálfsagðs eftirlits með hugsanlegum óvinum.

31/10/06 08:02

Anna Panna

Er þá ekki nauðsynlegt, í ljósi orða forseta hér að ofan að fá tein-tenntan Gestapóa til starfa við Hlerunarstofnun?

31/10/06 09:00

Vladimir Fuckov

Það er mjög æskilegt.

31/10/06 09:01

Offari

Til hamingju en veistu samt að þrátt fyrir að þú hafir verið með þessar spangir fannst mér þú alltaf brosa fallega hér. Hér hefur eingöngu verið fallegt fólk og í mínum huga ertu alltaf falleg og þú gætir ekki falið það fyrir mér með einhverjum ljótum raunheimabúning því ég hef kynnst þér innanfrá þannig að það þýðir ekkert fyrir þíg að reyna að fela fegurð þína fyrir okkur hér enda efast ég stórlega um það að þú reynir það með því klæðast einhverjum slíkum búning því þú ert eflaust alltaf spariklædd eins og alli aðrir Gestapóar hér. Gangi þér vel og smælaðu framan í heiminn.

31/10/06 09:01

Næturdrottningin

Þakka þér fyrir þetta Offari. Bara gaman að fá eitthvað svona... maður hækkar bara um nokkra sentimetra. Takk

Næturdrottningin:
  • Fæðing hér: 2/5/07 22:47
  • Síðast á ferli: 6/11/10 22:32
  • Innlegg: 5515
Æviágrip:
Næturdrottningin er fædd og uppalin í Konungsríki langt langt langt í burtu. Svo langt að það er ekki einu sinni hægt að komast þangað. Hún ólst upp með álfum og huldufólki og því eins og hún er í dag. Flippuð, feimin og eilítið furðuleg.