— GESTAPÓ —
Arne Treholt
Fastagestur.
Pistlingur - 1/11/09
24 sykurmolar ...

Í efnafræðitíma hjá Móla í fyrsta bekk í Menntó, spurði Siggi: Hei, Kennari. Geturðu sagt mér hvaða efni þetta er? Móli var ánægður með þennan óvænta áhuga og reit samviskusamlega á töfluna eftir fyrirsögn Sigga: Co ... Og?: Ca ... Og? ... Svo er bil og svo Co og svo síðast La. Að þessu rituðu horfði kennarinn andaktugur á töfluna og sagði svo stundarhátt: Ég kannast reyndar ekkert við þetta frumefni La ... Á töflunni stóð þá stórum stöfum: CoCa CoLa og bekkurinn veltist um af hlátri.

Aumingja Móli. Ég finn til með honum, enn, að hafa þurft að líða allar þjáningar þessa langa veturs.

   (3 af 5)  
1/11/09 10:00

Golíat

Góður...

1/11/09 10:00

Grágrímur

Þessi var góður.

Jarðfræðikennarinn minn í FSu var svo gamall að hann var farinn að prumpa ryki.

1/11/09 10:00

hlewagastiR

Þekki kalluglan virkilega ekki frumefnið með sætistölu 57; Lanthanum?

1/11/09 10:01

Arne Treholt

Líklega eru engir aðrir hér sem hafa þá efnafræðiþekkingu að skilja gamansemi Hlebba.

1/11/09 10:01

Sannleikurinn

Bíddu bara þegar einhver bendir á Gestapó.........

1/11/09 10:01

Arne Treholt

Út meððað?

1/11/09 10:02

Snabbi

Er þetta þýtt og staðfært úr norsku Arne sæll?

1/11/09 10:02

Wayne Gretzky

Móli?

1/11/09 10:02

Dula

Já Gretzky , mól er mikið notað í efnafræði og því hefur efnafræðikennarinn verið kallaður Móli.

1/11/09 10:02

Henríetta Koskenkorva

Prumpa ryki?

1/11/09 11:00

Huxi

Þetta er skondin saga.

1/11/09 13:01

Snabbi

Þarna er einhver skítalykt. Í hvaða norska menntaskóla var þetta?

1/11/09 13:01

Arne Treholt

Þetta er ort á íslensku Snabbi og gerðist í íslenskum menntaskóla. Finn ég þarna innflytjendafordóma hjá blámanninum sjálfum?

1/11/09 14:02

Garbo

Góð saga.

Arne Treholt:
  • Fæðing hér: 16/4/07 16:25
  • Síðast á ferli: 27/11/10 13:07
  • Innlegg: 185