— GESTAPÓ —
woody
Fastagestur.
Dagbók - 31/10/09
Netskattur

bara pínkuponsu útblástur um " óréttlátar álagningar ".

Jæja. nú langar mig aðeins að viðra smá skoðun sem að ég efast um að falli í fjöldan almennt meðal meðalíslendings.
Umræðan um netskatt, eða auknar álögur á netnotkun á nafni stefgjalda og þvíliks hafa verið nokkuð umtalaðar á innlendum röflmiðlum, og er einhvernvegin alltaf alveg einhliða, þ.e fólk er ekkert til í að borga fyrir það sem að það hefur fram að þessu getað nálgast svo til ókeypis.
Það sem að ég hef oft hugsað svolítið út í er jú aðalega tónlist sem að fólk er að ná sér í þarna, en svo er auðvitað gríðarlegt magn af alskyns forritum sem að er þarna auðvelt að ná sér í. Til dæmis get ég miðlað af eigin reynslu með það að það er ákveðið teikniforrit sem að ég þarf að nota vegna náms og að kaupa það fullkomlega löglega kostar það yfir 4000 sambandsdollara en allflestir sem að eru með mér í þessu námi fóru beina leið á sjóræningjasíðurnar og náðu sér í það þar án umhugsunar, en þó er vitað að það er hægt að fá löglegt nemandaleyfi til þess að nota forrtið fyrir skólann, og síðan mælst til þess að menn haldi svo áfram þegar þeir eru komnir í bissness að kaupa forritið frá þeim.
Það er ósköp þægilegt viðhorf að fólk sem að býr til svona forrit sé allt ljótir subbulegir eineygðir fégráðugir glæpamenn sem að vilja ekkert meira en að komast í vasana hjá þér, en það er svo hitt að trúlega er meirihlutinn af þessu fólki heiðvirt, vinnandi fólk sem að eyðir mörgum, mörgum tímum í að skrifa þessi forrit upp fyrir þau fyrirtæki sem að það hefur fengið vinnu hjá eftir að það hefur kanski farið í margra ára háskólanám til þess að læra kúnstina.
Mér finnst allt í lagi að borga fólki fyrir sína vinnu, svo lengi sem að ég er hrifinn af vinnubrögðunum og vörunni sem að það hefur fram að færa.
Svo er það líka eins með tónlistafólk, oft á tíðum fólk sem að hefur lagt þónokkra vinnu í að búa til þá tónlist sem að það langar að deila með öðrum, oft búið að borga fyrir tugi, hundruði tíma í upptökum og slíku, gefur út einn eintak af disknum ef það þá og þá eru allir farnir að njóta vinnu þeirra, án þess að borga þeim krónu fyrir.
Sama gildir um kvikmyndir, sem og ljósmyndir, og önnur listform.
Mér finnst þetta vera eins og að vera bóndi sem að á bú og heldur úti kannski 40 beljum, hýsir, gefur og leggur margra tíma vinnu hvern einasta dag, en svo er verið að koma reglulega og taka mjólkina úr kúnum án þess að hann fái nokkuð fyrir það.

Sjálfur er ég því hlynntur að það borga fyrir það sem að ég nota og nýt, á yfir 130 DVD og VHS titla original, hundruði CD diska og þar fram eftir götunum. Þó á ég nokkuð af efni sem að hefur verið "frjálslega" eignast, mig langar að eiga upprunalegt, en finn hvergi.

Jæja nóg komið af útblæstri í bili, þakka þeim sem nenntu að lesa.
Góðar stundir.

   (1 af 5)  
31/10/09 20:02

Goggurinn

Vissulega bjóða margir hugbúnaðarframleiðiendur upp á stúdentaútgáfur af forritum sínum og er það frábært og persónulega nýti ég mér þær útgáfur frekar heldur en nokkrar sjóræningjaútgáfur. Einnig er það þeim algerlega til bóta að gera slíkt því að áður en slík forrit eru notuð þurfa notendurnir að læra á þau, það gefur náttúrulega auga leið. En öll fyrirtæki á þessu sviði gera þetta hinsvegar ekki og er það ástæða þess að ég neyðist til að nota sjóræningjaútgáfur nokkurra forrita án þess að ég skammist mín nokkuð fyrir það.

Persónulega þekki ég eingöngu til slíkra dæma í Háskóla Íslands. Hann kaupir leyfi fyrir ýmsum forritum sem notuð eru til kennslu og eru sú forrit sett upp á tölvur innan skólans. Í sumum tilfellum býður hann nemendum sínum að setja þau forrit upp á einkatölvum en þó oftar en ekki með ýmsum kvöðum. Til dæmis þeirri kvöð að til að nota forritið þarftu að vera tengdur Háskólanetinu. Ekki bara internetinu, heldur internettengingu innan Háskólans. Sem er virkilega, virkilega, virkilega pirrandi.

Fyrir slík tilfelli næ ég hiklaust í sjóræningjaútgáfur til að losa mig undan þeirri kvöl án nokkurs samviskubits. En notkun mín á þessum forritum er algerlega til þess að læra á þau, þannig að ég mun geta notað þau betur til atvinnu. Fyrir mér er slík notkun algerlega réttlætanleg.

Þessi netskattur verður einmitt til þess að þú og þínir líkir, sem borga samviskulega fyrir sitt höfundavarða efni, þurfa að greiða meiri pening vegna þess eins að þú ert með internettengingu. Jafn fáránleg hugmynd og að leggja innbrotsskatt á sölu á kúbeinum að mínu mati.

31/10/09 21:01

Sannleikurinn

ef hann vill greiða sinn netskatt getur hann gert það án þess að þröngva einhverju upp á fólk með lögum.

31/10/09 21:01

Nermal

Ég geri nú ekki mikið af því að niðurhala myndefni. Það má t.d fá helling af ágætis DVD á þúsara í Hagkaup og Bónus. Það þyrfti bara að vera með sanngjarnara verð á tölvuforritum svo fólk freistist síður til að nappa þeim. Photoshop kostar t.d yfir 600$.

31/10/09 22:00

Kífinn

Þessir skattspunameistarar eru nú alveg að fara á kostum. Ef þeir væru jafn hugmyndaríkir þegar kæmi að því virkja fólkið í landinu, efla dáð og þar fram eftir götum. Já, þá væri ég bara ánægður með þessa slúberta í raunheimum.
hush hush. (áður en maður fær skammir í hattinn)

31/10/09 22:01

Sannleikurinn

Ég er hlynntur frjálsu niðurhali á myndefni og öllu öðru sem virðir höfundarrétt sjálfs framleiðanda myndefnisins.
Þeir sem prédikera fyrir lögum um höfundarrétt eru sjálfir að hvetja til þess að höfundarrétturinn sé brotinn með þessum lögum , t.d. STEF með þvaðri um skatt á því að fólk sé að hlusta á eða niðurhala tónlist á netinu.
Ég vel t.d. að hlusta helst aldrei á íslenska tónlist á svæðum eins og youtube.com þar sem að ég tel að með því sé ég að draga úr líkunum á því að ég geti notið tónlistarefnisins jafn vel með því að t.d. hlusta á það á geisladiski. Ég vel að taka þessa ákvörðun sjálfur , og þarf ekki að ganga í eitthvert STEF til þess.
Svo lengi sem tekið er fram hver er raunverulegur höfundur að tilteknu myndbandi eða tónlistarefni , t.d. Lafði Gaga , þá er allt í lagi. Tökum t.d. Hitler paródíurnar sem ég hef verið að gera mikið grín að hér og hef haft ansi gaman af. Þar viðurkenna menn að Constantin flms eiga réttinn á sölu , framleiðslu og dreifingu Downfall.

31/10/09 22:01

Sannleikurinn

´Þeir sem prédikera fyrir lögum um höfundarrétt eru sjálfir að mínu mati að hvetja til þess að höfundarrétturinn´......afsakið prentvilluna.

31/10/09 22:01

krossgata

Einmitt svo frábært að fá svona skatt. Ég er búin að borga glöð fyrir tónlistardiskana sem ég hef áhuga á að hlusta á. Svo ljómandi fínt að ég er líka búin að borga smá skatt af diskunum í tölvunni og get því með góðri samvisku afritað tónlistina þangað og hlustað þar líka. Búin að borga smá skatt af mp3-spilaranum og get náttúrulega hlustað á alla mína tónlist þar með góðri samvisku. Og nú sé ég fram á að geta hlustað með góðri samvisku á tónlistina mína á netinu líka eftir að hafa borgað einu sinni enn fyrir að hlustunina. Ég bíð í ofvæni eftir skattinum á heilann í okkur svo ég geti með góðri samvisku fengið bestu lögin á heilann.

31/10/09 22:01

Miniar

Ég verzla tölfuleiki að mestu í gegnum Steam.
Þegar ég geri það, borga ég höfundarrétt.
Þegar ég svo brenni minnkaða útgáfu á disk svo ég þurfi ekki að hala leiknum niður aftur þegar mig langar að spila hann aftur þó að ég eyði honum af harða disknum til að búa til pláss fyrir næsta leik, borga ég aftu einhvern auka pening í gegnum sérstaka álagninguna á disknum.
Og nú á að bæta á niðurhalsskatti sem fer til fólks sem hefur ekkert að gera með "indý" leikina sem ég er að hala niður eftir að hafa löglega keypt þá.

Það er eitthvað alvarlega að þessu.

31/10/09 22:01

Sannleikurinn

Ekki ef þú bætir enska hugtakinu ´reptilian´inn í. Þá sérðu hvaðan þetta kemur. Frá frumstæðasta hluta heilans , eðluhlutanum.
Svona hugsa þeir sem hafa hálfann heila en ekki einn.

31/10/09 22:01

Sannleikurinn

Þeir vilja skattleggja allt og alla!! Þeir myndu skattleggja steina ef þeir gætu.

31/10/09 22:01

Dexxa

Ég er alveg sammála woody, þjófnaður er þjófnaður.. ég borga fyrir það sem ég vil eignast!
Eins og woody þá á ég á annað hundrað kvikmynda á DVD orginal, og þó nokkra geisladiska og þáttaraðir líka.
Þessi netskattur er að mínu mati ekki rétta leiðin til að sporna við ólöglegu niðurhali því þá væri ég, og margt annað heiðarlegt fólk að borga auka skatt af ekki neinu.. því við náum okkur ekki í neitt svona lagað á netinu..

31/10/09 22:01

Sannleikurinn

Þá ertu í raun að styðja þjófnað á almannaeigum finnst mér!!
Eins og þú sagðir , þjófnaður er þjófnaður , og höfundarréttur er að mínu mati ÞJÓFNAÐUR!!

1/11/09 04:01

Miniar

Ég verð að vera þér ósammála Sannleikurinn.
Ég teikna og skrifa og mála. Ég hef selt nokkur verk hingað til.
Ég er "höfundur" þess sem ég skapa. Það er minn hugur og mín vinna sem verða til þess að þessar myndir verða til. Þar af leiðandi tel ég það minn rétt, sem höfundur, að áhveða hvort ég selji eða gefi verkið mitt, mína vinnu og mína hugsun.
Ég vill líka fá að ráða því hvort einhver annar geti hagnast á minni vinnu og mínum huga án þess að greiða mér hluta hagnaðarins.

Ef ekki væri fyrir höfundarrétt þá mætti hver sem er prenta út afrit af mínum málverkum og selja þau án þess að endurgjalda mér. Það finnst mér þjófnaður á minni vinnu og minni sköpun. Það er jafn mikill þjófnaður og að neita að borga almennum starfsmanni laun.

1/11/09 04:02

Sannleikurinn

Höfundarréttur kemur í veg fyrir að fólk geti afritað verk hvors annars og þar með tryggt getu verkanna til þess að lifa af í minningum komandi kynslóða.
Einstaklingsréttur tryggir hins vegar höfundinum sem einstaklingi rétt til þess að framleiða áfram listaverk án tillits til höfundarréttar.
Ef ég vel að birta verk eftir mig geri ég það þar sem að réttur minn sem einstaklingur og þar með talið höfundur verksins er virtur.
Höfundarrétturinn skilgreinir einfaldlega verkið sem ´mynd´eða ´ímynd´enda heitir hann ´copyright infringement laws´, á ensku. Höfundar eins og Neil Gaiman og Leo Tolstoy hafa verið á móti því að ríkið styðji höfundarrétt og ég er þeim hjartanlega sammála í þeim efnum. Ef ég gef út bók vita allir hver gaf út bókina og hver á svo að afrita hana og tryggja þar með að hún haldi áfram að vera til í einhverri mynd eftir að ég er farinn?
Nákvæmlega. Þess vegna styð ég ekki höfundarrétt. Ég lýt á hann sem gabb sem er gert til þess að ginna rithöfunda til þess að selja verk sín á kostnað eigin réttar til þess að ákvarða eðli eða innihald eða umfang verkanna.

1/11/09 15:01

Sannleikurinn

Einstaklingsréttur myndi þannig heita ´author´s rights´samkvæmt þeirri skilgreiningu held ég...........

woody:
  • Fæðing hér: 29/3/07 12:35
  • Síðast á ferli: 4/5/11 20:16
  • Innlegg: 547