— GESTAPÓ —
Smali
Óbreyttur gestur.
Pistlingur - 1/11/03
Arafat allur að hressast!

[i]Þessi fyrirsögn gæti fryst Morgunblaðsgeispann hjá manni.[/i]

Ekki man ég þvílíkar lopateygjingar og orðavaðal um dauðastríð eins manns og verið hefur í fjölmiðlum undanfarið.
Og þetta er eiginlega ekki hans stríð. Hann er eftir því sem virðist löngu dauður - svona fyrir sitt leyti.
Hvað eru frönsku skottulæknarnir að baksa þegar þeir eru búnir að lýsa yfir að nánast öll líffæri hans séu óstarfhæf?
Er hann dauður eða ekki?
Er þetta kannski bara svipað ástand og margir Baggalýtingar kannast við hjá sjálfum sér á sunnudagsmorgni?

Hvað um það. Fari hann í friði.

Á morgun eða hinn lesum við um að Ariel, Davíð, Blair og hann þarna í ameríkunni hafi sent Palestínsku þjóðinni innilegar samúðarkveðjur og verður mér satt að segja hálf flökurt við tilhugsunina.

   (5 af 8)  
1/11/03 10:02

Tannsi

Ælan skreið upp í kokið á mér þegar ég las þetta um samúðarkveðjur frá George Walker Bush.

1/11/03 10:02

Mjási

Ætli fransmennirnir séu ekki bara að stoppa kallin upp.

1/11/03 10:02

Kífinn

Arafat og Formalín
oft er gott að blanda
vantaði hann vítamín
von hann myndi stranda

1/11/03 11:00

Tinni

Arafat og Kastro eru að ég held einu þjóðarleiðtogarnir sem hafi fylgt manni í gegnum erlendar fréttir allar götur síðan maður byrjaði að muna eftir sér.
Ég held reyndar að Ringo Starr sé launsonur Arafats, en við förum ekkert nánar út í þá sálma...

1/11/03 11:00

Vamban

Yassir Starkey? Það væri það. Ringo er sjálfsagt niðurbrotinn maður núna.

1/11/03 12:00

Hildisþorsti

Þeir hefðu nú átt að planta Ringo þarna í staðinn og láta sem ekkert hefði í skorist. Hann hefði örugglega verið til í það.

Smali:
  • Fæðing hér: 17/9/03 15:21
  • Síðast á ferli: 31/3/09 14:58
  • Innlegg: 25
Eðli:
Sannur vinur vina sinna sem öngvir eru. Börnum og konum stendur stuggur af þessum mæta manni.
Fræðasvið:
Göngur & réttir. Söngur & fréttir.
Æviágrip:
Bíður útgáfu. Handrit fyrirliggjandi.