— GESTAPÓ —
Rósa Luxemburg
Fastagestur með  ritstíflu.
Dagbók - 9/12/07
Öruggur samastaður í tilverunni??

Það er vandlifað í netheimum og flökkusálir með afbirgðilegar hneigðir eins og ég eiga hvergi höfði sínu að halla.

Barnalandskonurnar eru grimmir hrægammar og hentu mér úr (ókei, gott og vel, ég ögraði þeim með að uppdikta krakka sem báru fáránleg nöfn og laug því svo til að mannanafnanefnd hefði samþykkt þau, þá fóru þær í fýlu)

Mæspeis er svo ljótt að ég verð nærsýn af því að skoða það, auk þess sem litadýrðin og hreyfimyndirnar eru slíkar og þvílíkar að ég er viss um að ég fái flogaveikiskast ef ég skoða of mikið af mæspeis síðum.

Feisbúkk....tjah, ég veit ekki alveg til hvers feisbúkk er, annað en að fá 5-10 applications á dag sem bjóða mér að finna minn eina sanna draumaprins (svona rétt eins og ég hafi áhuga á því) með einum músarsmelli. Ég veit að ég er ekkert sérstaklega klár, en svooooona vitlaus er ég þó ekki.

Moggabloggið er staður fyrir ofsatrúarfólk og besservissera sem eru að búa til sinn prívat féttaskýringaþátt með því að tengja í sífellu á fréttir. Með fullri virðingu fyrir þeim góðu bloggurum sem leynast þar á milli, þá dregur meðalmennskan og tilgerðin moggabloggið niður í svaðið. Rúntur um random moggablogg minnir mig alltaf á subbulega útihátíð í einhverju krummaskuði úti á landi. Vont veður, lélegt band sem heldur ekki lagi og drulla og for útum allt.

Vonandi get ég tyllt netsjálfinu mínu hér um stund.

kv.
Rósa

   (1 af 1)  
9/12/07 08:02

Einn gamall en nettur

Hér er gott að vera.

9/12/07 08:02

Kargur

Ertu að meina að það sé meira á internetinu en klám og Baggalútur?

9/12/07 08:02

Garbo

Vel að orði komist. Vertu velkomin Rósa Luxemburg.

9/12/07 08:02

Skabbi skrumari

Hér er fínt veður... þegar veðurvélin er í lagi og tíminn líður mátulega hratt... þegar tímavélin er í lagi...
Góður staður...

9/12/07 08:02

Jarmi

Æji þetta er allt sama helvítis draslið. Fólk er fífl, allstaðar. En sem betur fer er Ritstjórnin frábær og því líft að vera hérna.

9/12/07 08:02

Skabbi skrumari

...og þetta er eini staðurinn þar sem Jarma hefur ekki verið meinaður aðgangur... [hleypur skríkjandi út]

9/12/07 08:02

Jarmi

Já, það er reyndar alveg rétt. [Dæsir og huxar hvernig standi á þessu]

9/12/07 08:02

Þarfagreinir

Allt ofantalið er drasl, nema helst Fésbókin. Hana nota ég þó aðallega til að spila póker og aðra misgáfulega leiki.

9/12/07 08:02

hlewagastiR

Passaðu þig samt á Finngálkninu, Aðalöndinni og mér. Þá ættirðu að vera nokkurnvegin hólpin.

9/12/07 08:02

krossgata

Einhvers staðar verða vondir að vera, er það ekki á hinum stöðunum?
[Glottir eins og fífl]

9/12/07 08:02

albin

Þú ert á réttum stað.

9/12/07 08:02

Huxi

Velkomin Rósa beib. Á svo ekki að mæta á árshátíð?

9/12/07 09:00

Upprifinn

Finngálknið, Aðalöndinn og hlewagastir eru leikskólakennarar sem dunda sér við að prófa umbunarkerfi hér á gestapó. eða með öðrum orðum: þeir eru ljúflingar.

9/12/07 09:00

Vladimir Fuckov

Auk þess eru þeir allir Glúmur eins og nær allir hjer.

9/12/07 09:00

Jóakim Aðalönd

Vertu velkomin ævinlega Rósa!

[Undirbýr umbunarkerfi fyrir Rósu]

9/12/07 09:01

Kiddi Finni

Gott að fá nytt blóð í sláturtíðina.

9/12/07 09:01

Rósa Luxemburg

Takk öllsömul. Varnaðarorð verða tekin til greina.

2/12/18 01:01

Regína

Hvað er þetta mæspeis?

Rósa Luxemburg:
  • Fæðing hér: 1/2/07 13:34
  • Síðast á ferli: 26/7/09 16:54
  • Innlegg: 169
Eðli:
Eftirlýstur anarkisti
Fræðasvið:
óeðlisfræðingur