— GESTAPÓ —
Urmull_Ergis
Nýgræðingur.
Saga - 3/11/02
Örsaga

-Milli vöku og draums.

Þarna var hún. Nakin, hulin að hálfu, í snjóskafli,
hélað, hvíthært venusbergið fór vel við jólastemninguna,
og nábláir fótleggirnir féllu fullkomlega að heiðskírum himninum.
-Aðeins frekjuleg skipandi röddin var þögnuð.

Ég hrökk upp af svefninum, starandi á vetrarmynd af Norskum dal, í dalbotninum glitti í snæviþaktar trjákrónur.
-Afskaplega er hún sakleysisleg svona sofandi við hliðina á mér.

Það snjóar úti.

   (14 af 23)  
Urmull_Ergis:
  • Fæðing hér: 13/9/03 10:15
  • Síðast á ferli: 5/2/12 21:25
  • Innlegg: 2
Eðli:
-Af fágætri tegund gabbapa, sem eiga uppruna sinn á Súmötru. Skottlausir, en vel vaxnir niður, grænleitir, skapstyggir, matfrekir og málóðir.
-Listelskir og sístarfandi. Öpum þessum hættir til nymphomaniu og ofdrykkju.
Fræðasvið:
-Umhverfisalfræði. -Fjöldi skrifaðra vísindagreina um gulrætur, auk tímamótaritraðarinnar Rollur sem gæludýr.
Æviágrip:
-Minnisleysi einkennir gabbapa, því lifa þeir við þann misskilning að þeir séu nýfæddir á hverjum degi. Því eru æviágrip óþekkt meðal þeirra.