— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Grágrímur
Heiðursgestur.
Dagbók - 5/12/10
Heimsendir.

Í dag er heimsendir væntanlegur, (klukkan 3) og þar sem það væri alger vitleysa að taka manninn sem spáir heimsenda í dag ekki trúanlegan, ég meina hverjar eru líkurnar á því að hann hafi rangt fyrir sér tvisvar? þá er ég búinn að gera mig kláran. Verandi trúlaus býst ég ekki við að fara til himna en hlakka hins vegar til að lifa í póstarmageddonísku samfélag.þar sem maður verður að berjast fyrir hverjum brauðmola og það að vera étinn af uppvakningum er mjög raunveruleg ógn. Get ekki beðið.

En ég óska ykkur Gestapóum góðrar lukku og það var óskaplega gaman að kynnast ykkur.

Lifið heil... nei afsakið þetta var ílla sagt.

   (5 af 31)  
5/12/10 21:01

Regína

Ég hef alltaf haldið að þessi dómur væri um hvort fólk hefði lifað guði þóknanlega eða ekki, og satt að segja þá efast ég um að frómt trúleysi sé dæmt verra en oflátungshátturinn hjá sumu trúuðu fólki. En hvað veit ég ...

5/12/10 21:01

Bullustrokkur

Ég óska öllum gleðilegs og góðs og farsæls
heimsendis.

5/12/10 21:01

Billi bilaði

<Íhugar að stofna heimsendisþjónustu>

5/12/10 21:02

Offari

Ég fékk heimsendingu í dag.

5/12/10 21:02

Billi bilaði

Frá eldgosinu?

5/12/10 22:00

Huxi

Iss piss. Það átti að koma heill heimsendir kl:18.00 en svo kom bara eitt ómerkilegt gos. Svo ætlast Guð til að maður trúi að hann sé almáttugur. Það var kannski ekki við öðru að búast úr þeirri áttinni. Sjáið bara hversu óhönduglega honum tókst að velja sér uppáhalds þjóð. Valdi Ísrael þegar hann hefði getað valið Svíþjóð...

5/12/10 22:01

Billi bilaði

Guð hefur ekki sagt mér frá neinum heimsendi, né að hann hafi ekki valið Svíþjóð, þannig að ég er ekki alveg að kaupa þetta hjá þér, Huxi.

5/12/10 22:01

Regína

Mér sýnist guð vera að sýna gæsku sína með því að láta bara koma gos svo við getum klárað leikinn fyrst.

5/12/10 22:01

Billi bilaði

Nákvæmlega. <Fer að telja atkvæði>

5/12/10 22:02

krumpa

Átti þetta að vera klukkan þrjú? Var þetta ekki klukkan sex alveg óháð því hvar menn væru staddir? Þ.e. klukkan sex hvar sem er í heiminum? En raunar hef ég engar sannanir fyrir því að heimsendir sé ekki kominn og farinn.

6/12/10 01:01

Huxi

Enn eitt dæmið um getuleysi Guðs til að framkvæma eitthvað. Núna er þessi máttleysislega tilraun hans til að valda hörmungum, (Grímsvatnagosið), búinn. Ég held að Hann ætti bara að snúa sér að fímerkjasöfnun eða englaklámsframleiðslu og afhenda Mammoni völdin formlega. Hann ræður hvort eð er öllu...

6/12/10 01:01

Kiddi Finni

Guð er víst til. Finnar urðu heimsmeistarar í íshokki.

6/12/10 02:01

Grágrímur

Til hamingju Kiddi!

6/12/10 05:02

Villimey Kalebsdóttir

Leiðinlegt að segja frá því að ég missti af heimsendinum. En einhverstaðar sá ég að honum hefði verið frestað til 21 október.

6/12/10 06:01

Hvæsi

Hvenar sem þessi heimsendir kemur, þá er ég búinn að panta íbúð í Nangiala. Hvæsi Ljónshjarta verður hetja.

Grágrímur:
  • Fæðing hér: 25/12/06 04:26
  • Síðast á ferli: 20/4/24 00:31
  • Innlegg: 12721
Eðli:
Skrýtinn gaur með alltof mikinn frítíma, Þjáist af heiftarlegri ritstíflu.
Fræðasvið:
Rannsóknir á áður óþekktum hámörkum í leti, áhrif of mikils svefns á menn og hvernig hægt er að komast af með því að gera sem minnst og ermeð lágskólapróf í málvillu
Æviágrip:
Fæddist fyrir um 30 árum og er enn að átta sig á aðstæðum. Ef Þú tekur saman allt sem ég hef áorkað í þessu lífi og þjappar því niður á einn dag, myndi það bara kallast þó nokkuð gott