— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Grágrímur
Heiðursgestur.
Dagbók - 7/12/09
Bíóferð

-Stolið og staðfært vegna svefnleysis af völdum hita...

Nú í vikunni fór ég í kvikmyndahús á stefnumót með ansi fínni dömu. Á meðan auglýsingarnar og brot úr væntanlegum gullmolum kvikmyndasögunar yfirtóku tjaldið tókst mér að láta poppkorn hrökkva öfugt ofan í mig. Ég hóstaði. Fólk í kringum mig leit áhyggjufullt á mig. Rétt áður en myndin byrjaði kitlaði mig skyndilega í nefið og ég hnerraði. Unga parið sem sat í sætunum vinstra megin við okkur stóð upp og færði sig um nokkur sæti. Gamla konan fyrir framan mig hreinlega klifraði yfir eiginmann sinn til að setjast í sætið hægra megin við hann til að komast fjær frá mér.
Ég var í fyrstu hálf undrandi, þó mér sé ómögulegt að skilja hvernig maður getur verið hálf undrandi, annaðhvort er maður undrandi eða ekki undrandi, yfir þessum viðbrögðum. En svo uppgötvaði ég að ég var í raun komin með stórkostlegt vald í hendurnar. Ég stóð upp og færði mig tvö sæti til hliðar við mig og sat nú aftur fyrir aftan gömlu konuna og nær unga parinu og hóstaði aftur kröftulega. Þau horfðu á mig undrandi,stóðu upp og færðu sig á ný. Ég færði mig til í sætaröðinni eins og riddari í skák, þrjú sæti til hliðar eina sætaröð niður, glotti til þeiira og saug upp í nefið, kröftuglega. Þau voru þrumulostinn. Hvernig gat þetta verið að gerast? Hvernig hafði þetta kvöld sem átti að vera svo notalegt, umbreyst í ódýra útfærslu á kvikmyndinni Outbreak, þar sem þau voru núna Morgan Freeman og ég api með Ebólaveiruna? Gamla konan setti hendurnar fyrir framan munn og nef og sagði skelfingu lostinn, afhverju ertu að gera okkur þetta? Afhverju? Spurði ég , Af hverju? Því dauðinn, mín kæra, er óumflýjanlegur, ekkert okkar getur falið sig fyrir honum, Ekki einu sinni í Kringlubíói!
Þögn sló á salinn, hræðileg þrúgandi þögn, enginn hreyfði sig, enginn þorði svo mikið að draga andann.
En svo byrjaði loksins myndin og við nutum þess öll að hlægja að asnastrikunum í Adam Sandler.

Og ég vona að ég fari aftur út á stefnumót með fínu dömunni. Þó hún hafi ekki en svarað símtölum eða smsunum mínum.

-Chuck Lorre ritaði þetta upphaflega á Engilsaxnesku.

   (7 af 31)  
7/12/09 10:00

Clark Kent

Haha þetta er sniðugt.
En hver er Chuck Lorry ?

7/12/09 13:02

Fergesji

Afar skondið, viðurkennum vér fúslega.

7/12/09 16:02

Garbo

Það er gaman að fara í bíó. Ja nema þegar einhver rugludallur mætir til að smita mann af einhverri skítapest.

7/12/09 22:01

Rattati

Góður.

8/12/09 14:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Svona getur tilveran verið mögnuð.

1/11/09 03:01

Sannleikurinn

Ebola veira þessi sem um ræðir heitir víst Robert. Seinni nafn; Mugabe.

1/11/09 20:01

Sannleikurinn

nei innihald smásögu minnar er ekki morðhótun...........

Grágrímur:
  • Fæðing hér: 25/12/06 04:26
  • Síðast á ferli: 23/4/24 23:00
  • Innlegg: 12722
Eðli:
Skrýtinn gaur með alltof mikinn frítíma, Þjáist af heiftarlegri ritstíflu.
Fræðasvið:
Rannsóknir á áður óþekktum hámörkum í leti, áhrif of mikils svefns á menn og hvernig hægt er að komast af með því að gera sem minnst og ermeð lágskólapróf í málvillu
Æviágrip:
Fæddist fyrir um 30 árum og er enn að átta sig á aðstæðum. Ef Þú tekur saman allt sem ég hef áorkað í þessu lífi og þjappar því niður á einn dag, myndi það bara kallast þó nokkuð gott