— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Grágrímur
Heiðursgestur.
Saga - 2/12/09
Flugleysi.

Þýðing á Skets eftir þá félaga Mitchell og Webb. Mér leiddist. og langaði að sjá hvort mér tækist að þýða kaldhæðnina í þeim félögum yfir á hið ástkæra ylhýra. <br />

Palli: Nei sjáðu Gulli, þarna við sjóndeildarhriginn. Er þetta ekki skip?
Gulli: Jú það sýnist mér. Skúta líklegast.
Palli: Nei þetta getur ekki verið skúta, þetta er skonorta ef eitthvað er.
Gulli: Já líklegast. Er það rétt að hún virðist vera á leið hingað?
Palli: Já ábyggilega, þéir hafa komið auga á þessa eyju og ætla að byrgja sig up af mat.
Gulli: .Palli...
Palli: já Gulli.
Gulli: Það eru líklegast ekki góðar fréttir fyrir okkur, stóra, hægfara og ófleyga fugla, er það?
Palli: ó... ég skil hvað þú meinar... nei það er það sennilega ekki. Við erum alveg ábyggilega ófleygir er það ekki?
Gulli, Ég er nokkuð viss um að við erum algerlega ófleygir. já. Sjáðu...
[Gulli blakar vængjum ótt og títt]
Palli: Jú þú hélst þér algerlega hérna niðri á jörðinni.
Gulli: Já ég gerði það, og ég blakaði sem mest ég mátti.
Palli: Æ, æ. Bíddu, hver var það sem átti hugmyndina að því að við, fuglar ættum að vera ófleygir?
Gulli: Ja, samkvæmt þjóðsögunni, var það hugmynd hans Gamla Vitra-Kalla . Dag einn tók Vitri Gamli Kalli eftir því að við áttum enga náttúrulega óvini, öll okkar fæða var niðri á jörðinni, og að þegar allt kemur til alls er flug í raun bara heimskuleg tískubóla. Svo Gamli Vitri Kalli fyrirskipaði að við skyldum kasta af okkur hlekkjum flugsins og leyfa vængjum okkar að visna og hrörna.
Palli: Hrörna?
Gulli: Já það var nákvæmlega orðið sem hann notaði. Og það er sagan af því hvernig við urðum ófleygir og Kalli fékk nafni Gamli Vitri Kalli.
Palli: Ég skil. En með fullri virðingu fyrir Kalla. Þá verð ég, svona eftir á að hyggja að velta fyrir mér hvort sú ákvörðun lýsi ekki full mikilli sjálfsánægju.
Gulli: Þú meinar með tilliti til þess að þessi skúta...
Palli: Skonorta.
Gulli: Eða skonorta, nálgast óðfluga og við, á okkar ófleyga hátt, strandaði á þessari litlu eyju, og meðalhraði okkar á landi um 5 kílómetrar á klukkustund.
Palli: Já, og með gular ljómandi skrautfjaðrir... sem glóa í myrkri.
Gulli: Já, og eru gerðar úr gómsætu mjólkursúkkulaði.
Palli: Ég vissi að það ætti eftir að koma okkur í koll.
Gulli: Jæja... en ég geri ráð fyrir að við ættum að vara hina við.
Palli já ætli það ekki. Þú ferð og varar viskíbjórana við, og ég tóbaksapana.

   (10 af 31)  
2/12/09 07:00

Rattati

Heh heh heh, þetta er alveg ágætt.

2/12/09 07:00

Lopi

Skemmtilegt. Takk.

2/12/09 07:01

Bleiki ostaskerinn

<Hlær>

2/12/09 01:00

Hvæsi

Ha ? <Klórar sér á bakinu>

2/12/09 13:01

Kveifarás

Vel að verki staðið.

Grágrímur:
  • Fæðing hér: 25/12/06 04:26
  • Síðast á ferli: 25/4/24 14:34
  • Innlegg: 12722
Eðli:
Skrýtinn gaur með alltof mikinn frítíma, Þjáist af heiftarlegri ritstíflu.
Fræðasvið:
Rannsóknir á áður óþekktum hámörkum í leti, áhrif of mikils svefns á menn og hvernig hægt er að komast af með því að gera sem minnst og ermeð lágskólapróf í málvillu
Æviágrip:
Fæddist fyrir um 30 árum og er enn að átta sig á aðstæðum. Ef Þú tekur saman allt sem ég hef áorkað í þessu lífi og þjappar því niður á einn dag, myndi það bara kallast þó nokkuð gott