— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Grágrímur
Heiðursgestur.
Dagbók - 1/11/08
Ráð í kreppunni

ókeypis.

Ef maður hefur ekki ráð á að ná endum saman og hefur fyrir börnum að sjá. Þá er upplagt að senda börnin einfaldlega til Afríku og þá getur maður borgað 1500 kall á mánuði fyrir uppihaldið á þeim .
Miklu ódýrara og maður fær góða samvisku því maður getur montað sig af að gefa til góðgerðamála.
Auk þess er óskaplega þroskandi fyrir börn að kynnast öðrum mannningarheimum.

   (13 af 31)  
1/11/08 16:02

Billi bilaði

<Bókar flug fyrir hópinn>

1/11/08 16:02

Offari

Þessi tilaga var kolfeld á mínu heimili. Þar voru 8 á móti og einn með. Lýðræðið hefur greinilega ekki alltaf rétt fyrir sér.

1/11/08 16:02

Bleiki ostaskerinn

Svo verða þau svo sólbrún og sæt.

1/11/08 16:02

Einn gamall en nettur

Það er líka bara hægt að henda börnunum.
Það eru svona gámar á bensínstöðvum.

1/11/08 16:02

Garbo

Gastu nú ekki gubbað þessu út úr þér aðeins fyrr? <Blótar herfilega> En hvað ætli kosti annars að senda 3-4 unglinga til Afríku þessa dagana?

1/11/08 17:00

Jóakim Aðalönd

Til Afríku?! HVAR í Afríku? Það er eins og fólk haldi að 30 milljón ferkílómetra heimsálfa sé bara eins og eitt lítið land í Evrópu.

Ég mæli með að senda börnin til Lýðveldisins Kongó. Þá þarf alla vega ekki að hafa áhyggjur af því að þau snúi aftur...

1/11/08 17:00

Bismark XI

Ég mæli með Sómalíu. Þar er spennandi nýr heimur sem bíður þeirra og engin stjórnvöld sem halda aftur af þroska þeirra og sköpunar gleði.
Auk þess þá eru alskonar fólk sem kemur þarna og næga vinnu að hafa í sjávarútvegi og menntun sem ekki er hægt að fá annarstaðar.

1/11/08 17:00

Jarmi

Svo má taka De-Luxe útgáfuna á þetta og senda þau til Indlands... en það er auðvitað aðeins dýrara á mánuði... maður fær jú verkfræðing til baka.

1/11/08 18:00

Þarfagreinir

Væri nú ekki bara líka ráð að taka við krökkum hingað gegn vægu gjaldi? Gengi er allavega mjög hagstætt útlendingum þessa dagana.

1/11/08 18:00

Jóakim Aðalönd

Nei, vööö! Börn eru svo óþolandi og vitlaus...

1/11/08 18:02

Isak Dinesen

Hugmyndin er góð og hugmynd Þarfagreinis er hreinlega ágæt. Menntum svo þessa gríslinga í praktískum fræðum og lifum á vöxtunum.

1/11/08 19:00

Bismark XI

Er ekki praktíst að börnin læri meðferð vopna og lítila báta, annað tungumál og hvað anarkíst frelsi felur í sér.

1/11/08 19:00

Kondensatorinn

Afbragðsgott ráð í kreppunni. Svona mætti spara marga milljarða í skólarekstri.

1/11/08 19:01

Vladimir Fuckov

Áhugaverð hugmynd. Oss líst best á það sem Bismark hefur bent á, í Sómalíu geta börnin t.d. farið í alvöru sjóræningjaleik án afskipta yfirvalda.

1/11/08 19:01

Tina St.Sebastian

Ég mæli með Kibera í Kenya. Krakkar hafa voða gaman af því að byggja kofa úr pappakössum.

1/11/08 19:01

Jóakim Aðalönd

Ég aðalendurtek spurningu mína til höfundar um nákvæmlega HVAR í Afríku senda ætti börnin...

1/11/08 19:01

Grágrímur

[finnst eins og aðalöndin sé að taka þessari kjánalegu hugmynd full alvarlega.]
Þarna suðvestan við suð...

Annars hafði ég ekki mikið huxað út í það, þetta var skrifað svona á byrjunarstigi hugmyndarinnar og í smá óðagoti (óðagot? er það ekki þegar læða gýtur 8 kettlingum á kortéri?). Ég veit vel að Afríka er heimsálfa, merkilegt nokk. En sem sagt, hugmyndin er að senda börnin í Barnaþorp Rauða Krossins sem starfrækt eru í Afríku (og víðar, til dæmis Indlandi), borga síðan "áskriftina" sem maður getur styrkt RK með og spara þannig uppihald barnanna.
Þannig að spurningin um Hvar? Ætti að vera hvar sem RK er með þessi svokölluðu barnaþorp.

Það er enginn að tala um að sleppa þeim lausum einhversstaðar í svörtustu frumskógum, eða miðri Sahara eyðimörkinni... það væri bara fáránlegt.
[Glottir eins og asni]

1/11/08 19:01

Jóakim Aðalönd

[Ríður asnanum]

Jæja, svo þetta er hugmyndin hjá þér Grágrímur..

[Slær asnann betur og prísar sig sælann fyrir að vera ekki einn af ösnunum]

1/11/08 19:01

Grágrímur

Jamm Kimi minn, vonandi hefur þú ekki verið að búast við einhverri lausn á lífsgátum úr þessari átt...

1/11/08 20:00

Jóakim Aðalönd

Nei, en það er samt gaman að spá og spekúlera...

2/11/08 02:02

núrgis

Aldeilis skemmtilegur þráður. Ég verð samt að benda á ókosti þess að senda blessuð börnin úr landi þegar hægt er að nota þau í húsverk og þiggja skaðabætur frá ríkinu fyrir.

Grágrímur:
  • Fæðing hér: 25/12/06 04:26
  • Síðast á ferli: 19/4/24 02:39
  • Innlegg: 12721
Eðli:
Skrýtinn gaur með alltof mikinn frítíma, Þjáist af heiftarlegri ritstíflu.
Fræðasvið:
Rannsóknir á áður óþekktum hámörkum í leti, áhrif of mikils svefns á menn og hvernig hægt er að komast af með því að gera sem minnst og ermeð lágskólapróf í málvillu
Æviágrip:
Fæddist fyrir um 30 árum og er enn að átta sig á aðstæðum. Ef Þú tekur saman allt sem ég hef áorkað í þessu lífi og þjappar því niður á einn dag, myndi það bara kallast þó nokkuð gott