— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Grágrímur
Heiðursgestur.
Pistlingur - 2/11/06
Samsæri?

Stundum er eins og allir séu á móti manni...

Ég hef tekið eftir svolitlu undarlegu síðustu árin, svo virðist vera að ef mér finnist einhver vara, eða skemmtiefni, eða bara hvað sem er vera gott eða skemmtilegt þá er hætt að selja eða framleiða það. Ég veit ekki hvort framleiðendurnir fylgist sérstaklega með mér og ákveði ef mér líki við hlutinn þá sé hann ósöluhæfur en það er eitthvað í gangi.
Ég get nefnt mörg fjölmörg dæmi um allskyns vörur, sumt meira segja sem ég man ekki einu sinni nöfnin á. En hér er sumt það undarlegasta.

Til dæmis þá man ég eftir Pretzels, Saltkringlum, ég man þegar flest bakarí bökuðu svoleiðis góðgæti, meira að segja bakaríni í Hagkaup (þegar þau voru "alvöru" bakarí), ég var í skóla og hljóp stundum útí bakarí og fékk mér saltkringlu og þetta varð fljótlega uppáhaldið mitt og mjög stuttu seinna var bara hætt að baka það...allsstaðar! Nú er eina bakaríð sem eg veit að selur Pretzels Cafe Roma og þeir baka 3 stykki á dag... þannig að ef maður vill fá sér, verður maður að mæta snemma.

Svo eru það Fruitopia drykknurinn sem var seldur um miðbik síðasta áratugar, ein bragðtegundin hét Banilla og var mjög góð, stuttu eftir að ég uppgötvaði það þá hvarf Fruitopia af markaðnum og hefur ekki sést meir... reyndar var reynt að selja eitthvað piss sem heitir Snapple en það var bara viðbjóður.

Man einhver eftir Canada Dry, besta bland í vodka sem til er og einnig ágætis þynnkulyf daginn eftir... mér fannst það gott... einn daginn var hætt að flytja það inn og eitthvað helvítis sull frá Schweppes var komið í staðinn. Svartur dagur fyrir drykkjusiði mína.

Í kringum 1997 byrjaði ég að horfa á þættina Seinfeld, hafði aldrei horft á þá áður og fannst þeir bara miklu betri en ég hafði haldið... um mánuði síðar og ég byrjaði að horfa las ég frétt í blaði um að núverandi sería yrði sú síðasta... Aðrir þættir sem svipað hefur farið fyrir voru Duckman , Arrested Development og Spaced.

Árið 2003 lánaði vinkona mín mér disk með Johnny Cash, ég hafði aldrei nennt mikið að hlusta á hann, enda country ekki alveg minn tebolli, en Johnny Cash var bara helvíti góður, ég varð mér úti um nokkra aðra diska, (eftir bæði löglegum og ólöglegum leiðum) og var virkilega farinn að líka tónlistin hans, en eftir um 2 mánuði... þá deyr hann, blessaður kallinn. Hvort ég sé ábyrgur fyrir því veit ég nú ekki en maður spyr sig.

Pissustopp (því ég veit að ég þarf að taka það fram): ég veit að þessir hlutir sem ég ég tel upp skipta engu máli, lífið he´ldur áfram þó maður fái ekki Saltkringlu eða Fruitopia, og fólk myndi ánægt vilja hafa svo smávægilegar áhyggjur, en þetta er skrifað í svokölluðu "gamni" því ég hef ekkert betra að gera.

   (25 af 31)  
2/11/06 01:00

Billi bilaði

Jamm, einu sinni var til koffínlaust kók. Mér fór að finnast það gott - þá var hætt að framleiða það.

2/11/06 01:01

Útvarpsstjóri

Einu stígvélin sem ég vildi nota voru Nokia. [brestur í óstöðvandi grát]

2/11/06 01:01

Huxi

[Talar í jakkaborðunginn] Hann er búinn að uppgötva áætlun "Grámann". Við verðum að fara hefja aðgerð "Hreinsun" strax. Kallið á leyniskyttuna...

2/11/06 01:01

Grágrímur

[fer í felur]

2/11/06 01:01

Sloppur

[Hrökklast aftur á bak og hrasar við] Hvað ertu að gera hjérna undir rúminu mínu Grámann?

2/11/06 01:01

Anna Panna

Ég lendi mjög oft í þessu sama með snyrtivörur og krem. Ég tel það kraftaverki næst að Body Shop sé ekki farið á hausinn því ég er búin að kaupa síðustu fjórar púðurdósir þar!

2/11/06 01:01

Dula

Til að sporna við þessu er best að vera mjög nægjusamur og vera með mjög fjölbrettan smekk. Það eina sem mig vantar sem var til hér á landi eru stóru rauðu hlaup kappakstursbílarnir sem eru úr mjög seigu hlaupi og fást í svíþjóð. Þannig að ef einhver er að fara í Malmö þá má hann fara í næstu sjoppu og kaupa handa mér fullan poka af þessu guðdómlega góðgæti.

2/11/06 01:01

krossgata

Mér finnst endilega ég hafi séð eitthvað sem hét fruitopia um daginn, man bara ekki hvar.
[Klórar sér í höbbðinu]

2/11/06 01:01

Kargur

Aðhyllist þú framsóknarflokkinn? Þetta gæti útskýrt hvurs vegna hann er svo til horfinn.

2/11/06 01:01

Upprifinn

Ef þetta er ekki tilfellið sem Kargur er að tala um. ertu þá til í að gerast framsóknarmaður.

2/11/06 01:01

Jarmi

Varðandi Fruitopia, þá skilst mér að málið með það var að þeir fluttu það allt inn tilbúið. Ástæðan var til að komast að því hvaða bragðtegundir yrðu vinsælastar og svo var stefnan að framleiða þær tegundir sem vinsælastar yrðu. Jæja, allar bragðtegundirnar urðu jafn vinsælar/óvinsælar og því ákváðu þeir að draga þetta til baka.
En ég sel það ekki dýrar en ég heyrði það frá strákgemling á kók-bíl.

En ég tek undir að þetta voru frábærir drykkir. Stelpunum fannst voða gaman að fá allskonar kokteila hjá mér þegar ég hélt partý. Það sem þær vissu ekki var að ísskápurinn var bara fullur af Fruitopia og svo laumaðist ég alltaf í eldhúsið til að blanda handa þeim.

[Glottir eins og hann sé að gefa til kynna að hann hafi skorað út á þetta trick sitt... en allir vita að það er auðvitað helber lygi]

2/11/06 01:01

Vestfirðingur

Já, við viljum fá aftur tékknesku gúmískóna og ferðamannaminjagripi á borð við málaða steina með ullarlafi. Strax!

2/11/06 01:01

Nermal

Ég man eftir snakki sem hét Cheez Puffs. Stórir pokar af appelsínugulu ostasnakki. En svo hvarf þetta ljúfmeti allt í einu.

2/11/06 02:01

Tina St.Sebastian

Helvítis melurinn þinn! Nú langar mig í Fruitopia.

Og bláan ópal.

2/11/06 02:01

Hexia de Trix

Varstu ekki að tala um það um daginn að þér finnist kakóið mitt svo gott? Ég er nefnilega að hugsa um að hætta að malla það. [Glottir]

2/11/06 02:01

Grágrímur

[Dæsir mæðulega og byrjar að hamstra kakó]

2/11/06 02:01

Hakuchi

Er hætt að framleiða Nokia stigvél?

2/11/06 02:01

Kargur

Tékkneskir gúmmískór fást enn.

2/11/06 02:01

Kiddi Finni

Nokia stigvél heita i dag vist Nokian. ss. með "en" í endanum. Hvort þetta sé flutt til Íslands, veit ekki svo gjörla. Annars er önnur stigvélamerki frá Finnlandi, Sievi, sem er mjög gott. (auglýsingunni lokið) En hvað hefur orðið um uppáhald-súkkulaðið mitt, Marabou mörk, dökkt Marabou, sem fæst hvergi nú til dags...

2/11/06 08:00

Jóakim Aðalönd

Eru gúmmískórnir ekki frá Slóvakíu?

Annars verzlaði ég eitt sinn við Sambandið og það hætti snarlega að selja flestar vörur...

Grágrímur:
  • Fæðing hér: 25/12/06 04:26
  • Síðast á ferli: 23/4/24 23:00
  • Innlegg: 12722
Eðli:
Skrýtinn gaur með alltof mikinn frítíma, Þjáist af heiftarlegri ritstíflu.
Fræðasvið:
Rannsóknir á áður óþekktum hámörkum í leti, áhrif of mikils svefns á menn og hvernig hægt er að komast af með því að gera sem minnst og ermeð lágskólapróf í málvillu
Æviágrip:
Fæddist fyrir um 30 árum og er enn að átta sig á aðstæðum. Ef Þú tekur saman allt sem ég hef áorkað í þessu lífi og þjappar því niður á einn dag, myndi það bara kallast þó nokkuð gott