— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Grágrímur
Heiðursgestur.
Dagbók - 3/12/10
Þjófar

Ósvífnin á sér engin takmörk...

Í fyrradag kom ég heim úr vinnunni sæll og glaður eftir góðan dag, ég fór úr úlpunni, hellti upp á kaffi og´settist við tölvuborðið mitt og ætlaði að kveikja á tölvunni... en hún var horfin!
Ég bý einn og er sá eini sem hef lykla af litla herberginu sem ég leigi svo í fyrstu hélt ég að þetta væri eitthver missýn, en nei, talvan var horfin!
Merkilegt nokk þá var búið að brjótast inn og taka tölvunna en þjófurinn eða þjófarnir gengu greinilega mjög snyrtilega til verks því ég hafði ekki tekið eftir því. þegar ég kom inn. Talvan og utanáliggjandi harði diskurinn var það eina sem var stolið... þeir skildu meira að segja eftir skjáinn og hátalara kerfið... og kann ég þeim bestu þakkir fyrir það.
Lögreglan kom, tók skýrslu, voru mjög almennilegir en óskaplega þreytulegir að sjá. Með hálfgerðan uppgjafa svip á andlitinu. Þeir tóku einnig skýrslu af húsverðinum sem sagðist gruna að fyrst ekkert hafði verið brotið þá hlyti einhver að hafa opnað með lykli (skarpur) og sagðist gruna fyrrverandi leigjanda sem var víst einhver ógæfu maður.
Daginn eftir hafði ég samband við tryggingarfélagið, á að vera tryggður en treysti þeim álika mikið til að reyna að snúa sig út úr því (það var þjóðhátiðardagur vestur indíu svo við megum ekki bæta tjón) en samt langar mig miklu meira að talvan finnist aftur, allt tónlistar safnið mitt auk allra kvikmyndanna og sjónvarps þáttana sm ég hef safnað síðustu 3 ár og svo ég tali ekki um ljósmyndirnar og allt hitt draslið sem var í henni. ég sakna þess.

Helvítis helvíti.

   (26 af 31)  
1/11/06 09:01

Andþór

Samhryggist þér innilega.

1/11/06 09:01

Dula

ÆÆÆJJ Mikið er nú hræðilegt að missa ALLT úr tölvunni sinni, kannast við þetta og ég samhryggist innilega, en áttu eitthvað bakkupp af þessu nokkuð.

1/11/06 09:01

Grágrímur

Einhverju já á diskum en ég notaði aðallega flakkarann sem bakkup og þeir tóku hann...

1/11/06 09:01

Vladimir Fuckov

Óskemmtileg uppákoma. Svona er alltaf mikið vesen, jafnvel þó til sje öryggisafrit af öllu. Flakkara á hinsvegar aldrei að geyma á sama stað og tölvuna.

1/11/06 09:01

Tigra

Æi ömurlegt!
Þú þarft klárlega knús! [Knúsar Grágrím innilega]
Vonandi finnst draslið þitt.

1/11/06 09:01

Billi bilaði

[Hjálpar Tigru með knúsið]

1/11/06 09:01

B. Ewing

Skelfilegt að heyra. Það er aldrei nógu varlega farið að því er virðist.

1/11/06 09:01

Nermal

Vona að tölvan finnist og óbermið verði hengt upp á eyrunum. Minnir mig á að ég .arf að fá mér flakkara til að kópera myndirnar mínar. Samhryggist þér vegna missisins.

1/11/06 09:01

Lopi

Samhryggist innilega.

1/11/06 09:01

krossgata

Ferlegt! Það þykir samt fallegra/réttara að segja tölva en talva. Engu að síður algerlega óþolandi uppákoma.

1/11/06 09:01

Útvarpsstjóri

Þetta er náttúrulega alveg glatað, en hefði vissulega getað verið verra.

1/11/06 09:02

Huxi

Mjög sorglegt félagsrit og illt til þess að vita að einhverjir merfósturskrypplingar séu að skemmta sér við að hlusta á tónlistarsafnið þitt. Það er þó bót í máli að öll Tom Waits lögin fóru á vit þjófanna og þú þarft því ekki að hlusta á dundrímurnar í honum á meðan.
Pissustopp: Það er réttast að benda á að tækið sem stolið var kallast tölva en ekki talva.

1/11/06 09:02

albin

Ótíndir glæpamenn. Svei.

1/11/06 09:02

Garbo

Það er ömurlegt að lenda í svona löguðu og því miður litlar líkur á að þú endurheimtir tölvuna þína.
Dóttir mín lenti í því um daginn að veskinu hennar var stolið. Hún veit hver gerði það en viðkomandi neitar öllu og þar við situr. Lögreglan getur ekki gert neitt meira í málinu.

1/11/06 09:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Sorglegt

1/11/06 09:02

Upprifinn

fokkings vesen og ótrúlegt að einhver þori að stela af Blámanni er Blámannaklíkan engin ógn lengur. heimur versnandi fer. [Sótbölvar þjófum og ræningjum.]

1/11/06 10:00

Vímus

Þetta var óskemmtilegur andskoti og í svona tilfellum þarf að bregðast skjótt við. Lögreglan hefur engan tíma til að leita að tölvunni en ef þeir hafa nafnið á þessum leigjanda þá er smá glæta. Ég hef fundið tvær stolnar tölvur daginn eftir að þeim var stolið. Ég sendi þér frekar einkapóst.

1/11/06 10:02

Leiri

Ég myndi leita til Víkingasveitarinnar. Hún leysir málin fljótt og vel.

1/11/06 11:00

Jóakim Aðalönd

Leiðinlegt...

Kennir þér að vera ekki að stela bíómyndum, þáttum og tónlist...

1/11/06 12:02

Þarfagreinir

Fussumsvei Jóakim - þetta var örugglega allt löglegt.

1/11/06 20:02

the trollminator

hmm, þetta er ógeðfelt glæpahyski á íslandi!!!!

bara svo þú vitir það þá eru tölvur svaka ódýrar der hvor jeg bor i jylland ;)

Grágrímur:
  • Fæðing hér: 25/12/06 04:26
  • Síðast á ferli: 19/4/24 02:39
  • Innlegg: 12721
Eðli:
Skrýtinn gaur með alltof mikinn frítíma, Þjáist af heiftarlegri ritstíflu.
Fræðasvið:
Rannsóknir á áður óþekktum hámörkum í leti, áhrif of mikils svefns á menn og hvernig hægt er að komast af með því að gera sem minnst og ermeð lágskólapróf í málvillu
Æviágrip:
Fæddist fyrir um 30 árum og er enn að átta sig á aðstæðum. Ef Þú tekur saman allt sem ég hef áorkað í þessu lífi og þjappar því niður á einn dag, myndi það bara kallast þó nokkuð gott