— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Grágrímur
Heiðursgestur.
Dagbók - 5/12/06
Að kála strætó

Er eitthvert vit í að reka almenningssamgöngur eins og gróðafyrirtæki.

En einusinn eiga þessar örfáu hræður sem enn nota strætó að fá að finna fyrir bylmingshöggi gróðravonar nýrrar borgarstjórnar, einusinni en á að fara að breyta leiðarkerfinu og að sjálfsögðu á að fækka leiðum og lengja tíma sem fólk þarf að bíða í von og óvon eftir að vagnarnir láti sjá sig.

Ég notaði strætó talsvert mikið á meðan ég var í vinnu í öðru póstnúmeri en ég bý í, og þótt undarlegt sé þá fannst mér það fínt fyrir utan að fargjaldið var orðið allt of hátt. Tala ekki um veturinn 2005 þegar þeir tóku upp á því að hafa ferðirnar á 10 mínútna fresti, manni fannst maður jafnvel Reykjavík vera að fara að taka á sig mynd almennilegrar borgar, svo kom vorið og ný borgarstjórn tók við, hætt var að bjóða upp á ferðir á 10 mínútna fresti, leiðakerfinu var breytt, maður heyrði sögur af að vagnstjórarnir væru útþrælkaðir með nýju vaktakerfi sem varð til þess að þeir fengu ekki einusinni að pissa á milli ferða og fargjaldið hækkaði... vegna taprexturs og fækkunar farþega... var útskýringin.
Nú er ég að spá í því hvort ég sé bara svona vitlaus en ef vara selst ekki í venjulegu fyrirtæki er þá ekki yfirleitt verðið á henni lækkað til að hún seljist betur? Ég er nokkurnvegin 99.999% viss um að ástæða þess að fólk hættir að nota strætó er sú að í staðin fyrir að geta sett klink í dolluna þegar maður kemur inn í vagninn þarf maður núna helst að fara í hraðbanka og taka út 1000 kall og fá honum skipt (ekki alltaf auðvelt). Ég sá fram á það að það myndi margborga sig að fá sér hjól og skellti mér á eitt og er alveg drullusáttur við það.

En er ég að spá í ef þjónustan minnkar ætti þá fargjaldið ekki líka að lækka?
Það er ekki hægt að reka almenningssamgöngur sem gróðafyrirtæki, verst að núverandi borgarstjórn myndi aldrei skilja það. og þess vegna eyxt bílaeign, svifryksmengun, umferðarþungi og allt fer til helvíti.
Ég held að besta lausnin á þessu vanda væri ef stjórnendur Strætó og meðlimir í borgarstjórn væru skikkaðir til að nota fyrirbærið... þá myndi eiginhaxmunavél Sjálfstæðisflokksins fara í gang og Reykjavík yrði borg með viðunandi almenningssamgöngum.

   (30 af 31)  
5/12/06 02:01

krossgata

Mér finnst það snilldarhugmynd að þeir sem halda um stjórnartaumana hverju sinni verði skilyrðislaust að nota þjónustuna sem þeir ákvarða. Líklega færi samt enginn í framboð.

5/12/06 02:01

Dula

Mig langar í RAV 4 alveg komin með uppí kok af strætó síðan þeir breyttu leiðakerfinu aftur og aftur.

5/12/06 02:01

Þarfagreinir

Já, það er eilífðarvandamál, þessir strætisvagnar. Persónulega finnst mér að þetta eigi einfaldlega að vera ókeypis, eða þá að minnsta kosti verulega niðurgreitt, og þá fjármagnað með skattpeningum. Það er margt vitlausara til að nota skattpeninga í - og ég persónulega hef ekkert á móti því að borga háa skatta ef þeir fara í eitthvað af viti. Það eru þó fáir aðrir sem vilja háa skatta, en margir þeirra vilja hins vegar engu að síður að hið opinbera haldi uppi háu þjónustustigi á hinu og þessu.

Já, það er margt skrýtið í kýrhausnum.

5/12/06 02:01

Regína

Þarfi, ég held þú eigir við útsvarið.

5/12/06 02:01

Þarfagreinir

Tja já, í tilfelli borgarinnar og bæjanna er það víst útsvar ... en svo má auðvitað ríkisreka batteríið bara, ef út í það er farið. Sjóðir sveitarfélaganna virðast alltaf vera meira og minna tómir hvort eð er.

5/12/06 02:01

Grágrítið

Setjum alla íslendinga á vespur og losum okkur við strætó, kæmum út í feitum plús fyrir vikið.

5/12/06 02:01

Offari

Ég fæ alltaf frítt í strætó.

5/12/06 02:02

Schrödinger Kisinn

Ég kannast við þetta! Ég er í skóla í einu póstnúmeri, bý í öðru og vinn í því þriðja. Samt kýs ég frekar að labba heldur en að taka strætó (allavegana svona á vorin) því að þó ég tapi 15 mín. þá fæ ég í staðin holla hreyfingu og spara fullt af peningum.

5/12/06 02:02

Hakuchi

Ég vil fá svífandi Zeppelin strætóa undir eins.

5/12/06 03:00

Vímus

Ég veit ekki hvað þessir hálfvitar sem hanna leiðakerfið eru með í heilastað. Eftir því sem þjónustan versnar þá fækkar farþegum og þar með innkomu í kassann hjá Strætó. Í hvert sinn sem það skeður hefst ,,sparnaður" sem felst í að fækka vögnum og ferðum og þar með fækkar aftur farþegum og innkomu. Þá er gripið til þess ráðs að fækka ferðum og vögn......... Ég held að þetta sé bara komið hjá mér.

5/12/06 03:01

Jarmi

Vagnarnir ættu bara að vera 16 manna smárútur á upphækkunum. Í hverri rútu ætti að bjóða uppá göt til að stinga heyrnartólum í og svo væri hægt að velja um hina ýmsu tónlist. Fréttablaðið (eða hvað þetta heitir) ætti að liggja við höndina og það ætti að vera boðið uppá að fá til baka. Mánaðakort þyrftu að lækka sem og afsláttarmiðar, en almenn fargjöld ættu að hækka. Þá ættu allir bílstjórar að geta selt bæði mánaðarkort sem og afsláttarmiða.

Þetta myndi strax laga ástandið. Tröst mí hönní.

5/12/06 05:01

Morðhaus

ég nota strætó ennþá og er hjartanlega sammála, það er fokdýrt að ferðast um á þessum helvítum, því miður er hljólið ónýtt þannig að ég neyðist til þess að eyða 200 krónum í ferð sem er lengur en þegar ég hjóla.

5/12/06 05:02

Blástakkur

Ég er einn af þeim sem hjóla. Samt á ég reyndar bíl. Bensínið er bara of dýrt að mínu mati og þar að auki hefur mér aldrei liðið betur.

Grágrímur:
  • Fæðing hér: 25/12/06 04:26
  • Síðast á ferli: 14/12/19 01:42
  • Innlegg: 12565
Eðli:
Skrýtinn gaur með alltof mikinn frítíma, Þjáist af heiftarlegri ritstíflu.
Fræðasvið:
Rannsóknir á áður óþekktum hámörkum í leti, áhrif of mikils svefns á menn og hvernig hægt er að komast af með því að gera sem minnst og ermeð lágskólapróf í málvillu
Æviágrip:
Fæddist fyrir um 30 árum og er enn að átta sig á aðstæðum. Ef Þú tekur saman allt sem ég hef áorkað í þessu lífi og þjappar því niður á einn dag, myndi það bara kallast þó nokkuð gott