— GESTAPÓ —
Mikki mús
Heiðursgestur.
Dagbók - 31/10/07
Endurtekin orð - ófrumleg en/og ítrekuð.

Það er langt um liðið og já allt of langt um liðið síðan ég hef séð ykkur, spjallað við ykkur og leikið við ykkur. <br /> <br /> Sælt veri fólkið.<br /> Mikið er gaman að sjá ykkur öllu aftur. Horfa á ásýndir ykkar, lesa spekingsorð, kveðskap og fyndni.<br />

Halló þið!

Mikið og margt hefur breytst frá því ég sá ykkur síðast. Spjallsvæðið er orðið appelsínugult, sem minnir mig á veggfóðrið yfir orgelinu í stofu ömmu gömlu . Þaðan eru góðar minningar sem lykta af nýbökuðum kleinum og klakamjólk.
Í minningu minni eru líka heklaðir/prjónaðir blúndudúkar sem alltaf var verið að "stífa" og við krakkaskarinn máttum ekki snerta eða koma nálægt.
Þessi hvíta stóra búbl-tafla með blúndudúkunum var og er mér enn mjög dularfull .

Einmitt og. Allt er breytt, nýliðar hafa mætt á svæðið og nýir þræðir hafa verið stofnaðir. Ótrúlega virkir þessir illmælaþræðir.
Er kreppan komin í ykkur?

   (3 af 8)  
31/10/07 09:00

Hóras

Kreppa?

31/10/07 09:00

Jarmi

Illmælaþræðirnir eru ansi ljótir. Enda nota ég þá bara til að fá útrás fyrir þörf mína til að sýna hvað ég er misheppnaður... með því að ráðast á aðra.

Velkominn til baka.

31/10/07 09:00

Andþór

Blessaður.

31/10/07 09:00

Lopi

Halló, velkominn aftur.

31/10/07 09:00

krossgata

Illmælaþræðir? Velkominn aftur krúsímús.

31/10/07 09:01

Anna Panna

Nei nei nei nei, engin kreppa. Bara smá vetrardumbungur, þetta lagast þegar fer að líða að jólum... Velkominn aftur!

31/10/07 09:01

Offari

Allar innistæður Baggalútíska ríkisbankans eru tryggðar.

31/10/07 09:02

Huxi

Hæ Mikki. Velkominn aftur. Það er alltaf gaman að sjá þegar gamlir Póar rata aftur heim í gamla heiðardalinn...

31/10/07 10:00

Mikki mús

Takk. Hóras, Jarmi, Andþór, Lopi, krossgata, Anna Panna, Offari og Huxi.
Það er gott að vera kominn aftur. Ykkur að segja þá gleymdi ég ykkur um stund en rankaði síðan við mér og mundi eftir samfélagi sem var gaman og gott að vera og lifa í.

31/10/07 10:00

Dula

Velkominn, þú kemur væntanlega á árshátíðina líka.

31/10/07 12:01

Lokka Lokbrá

Ég man líka eftir stífuðum og strekktum dúkum á hvítri korkplötu. Það var notað stífelsi sem dúkurinn var látinn liggja í smá stund eftir þvott. Dúkurinn var síðan strengdur upp á plötuna með títiprjónum. Það var yfirleitt mjög vandað til verks þannig að öll lauf dúksins lægju rétt.
Það var metnaður hér áður fyrr á heimili betri borgara að hafa vel stífaða dúka. Jafnt puntudúka sem borðdúka.

Mikki mús:
  • Fæðing hér: 26/11/06 03:09
  • Síðast á ferli: 30/10/09 14:33
  • Innlegg: 1214