— GESTAPÓ —
Mikki mús
Heiðursgestur.
Dagbók - 9/12/06
Stutt sumar

Það er langt um liðið og já allt of langt um liðið síðan ég hef séð ykkur, spjallað við ykkur og leikið við ykkur.

Sælt veri fólkið.

Mikið er gaman að sjá ykkur öllu aftur. Horfa á ásýndir ykkar, lesa spekingsorð, kveðskap og fyndni.
Mér óar við öllum þeim innleggjum sem ég á eftir ólesin.

Af mér er samt helst að frétta að sumarið var stutt.
Ég var á sjónum, kynntist konu og kyssti hana. Loksins náðum við svo landi og fluttum í íbúð í Breiðholti.

   (4 af 8)  
9/12/06 15:00

Upprifinn

....
.
.
.
.
.

kominn veri karlinn úr
kyssti frú í golu
henni færir björg í búr
í breiðholts músarholu

9/12/06 15:00

Grágrímur

Gott að sjá þig líka, gaman að heyra að vel gengur.

9/12/06 15:01

Dula

Til hamingju, þú ert nú ekki lengi að því sem lítið er.

9/12/06 15:01

Billi bilaði

Velkominn aftur. [Ljómar upp]

9/12/06 15:01

B. Ewing

Gott að heyra, sjálfur flutti ég úr breiðholtinu... skítapleis. [Glottir eins og fífl]

9/12/06 15:02

krossgata

Velkominn aftur. Breiðholtið er ágætt alveg.

9/12/06 16:00

Mikki mús

Já Breiðholtið er örugglega ágætt. Er það öruggt?
Keypti ég kannski af þér B.Ewing?
Takk annars öll þið. Hafið þið laumupúkast á kvæðaþráði nýlega?

9/12/06 16:00

Mikki mús

Bestasta Dula dularfulla

Hamingjan oft hvikul er
er heilladísir lokka
Tíminn líður fljótt og fer
forgörðum, í landi hér.

Mín yndislega, ég var í miklum vandræðum að koma orðum mínum í smá stöku til þín og vildi óska að ég hefði getað betur. Mér vafðist tunga um tönn og varð orðlaus.
Hvað get ég gert? Hvað get ég sagt?
Nei, ég var kannski ekki lengi að því sem lítið er. Stundum er það bara þannig.

9/12/06 16:00

Mikki mús

Músarholan hæfir mér
Heldur vatni betur
Nýlegt er í gluggum gler
og gólfin duga í vetur

9/12/06 16:02

Dula

Já MIkki minn, þú hefur það einsog þér hentar.

9/12/06 17:01

Þarfagreinir

Til hamingju með sambúðina, Mikki. Sjálfur ólst ég upp nánast alfarið í Breiðholtinu og tel það hið sæmilegasta hverfi, sérstaklega fyrir krakka.

9/12/06 17:01

Skabbi skrumari

Það er fátítt að konur séu til sjós... konan þín hlýtur því að vera hörkunagli... [skálar]

9/12/06 17:02

Jóakim Aðalönd

Gaman að fjá þig aftur Ægir Brimarsson. Hvar eru 5 grabbarnir sem þú skuldar mér?!

31/10/06 02:01

Mikki mús

Skabbi. Þær skreppa í einn og einn túr, en ekki meir. Þær geta svo sannarlega unnið öll verk um borð en oftast fer það þannig að fjölskylduböndin, svokölluðu tosa þær í land aftur.
'oký dóký Jóakim hvar á ég að sturta gröbbunum fyrir þig?

Mikki mús:
  • Fæðing hér: 26/11/06 03:09
  • Síðast á ferli: 30/10/09 14:33
  • Innlegg: 1214