— GESTAPÓ —
Mikki mús
Heiðursgestur.
Pistlingur - 5/12/06
Að hleypa heimdraganum.

Þá er komið að því að ég hleypi heimdraganum þó ekki í þeirri eiginlegri merkingu, því ég flutti að heiman ungur og yfir á heimili konu minnar. Uppfrá því bjuggum við til okkar heimili, sem í mínum huga var fyrir löngu síðan og fyrir allt of löngu síðan. Tíminn staðnaði og ég með honum. Lífið hélt rútínerað áfram án afskipta og án hlýju og tilhlökkunnar.
Svo kom að því, einn daginn að ég kom of snemma heim (sjómannslífið hefur ekki ábyggileg tímamörk) og þá var öllu lokið fyrir mér, þó fyrr hefði verið.

Þó rættist úr með játningum og loforðum um hreinskilni, heiðarleika og betrum bót. Gott og vel. En neistinn slöknaði og ástin og öryggið hvarf. Rútínan varð þvíngandi.
Ég mæti ekki lengur heim í landlegum.
Ég sagði bless í dag og hleypti heimdraganum í annað sinn.
Aldrei aldrei aftur nenni ég að standa í svona vitleysu.

   (5 af 8)  
5/12/06 04:02

Carrie

Minn kæri, það er leitt að heyra. Samhryggist.
En ef núna er ekki tíminn til að kaupa sér rauðan sportbíl og hanga kvöld eftir kvöld með vinum sínum og hlæja og auðvitað gráta smá líka, þá er tíminn aldrei. Góðar stundir.

5/12/06 04:02

Mikki mús

Yndis Carrie,fær ryk í augun að hætti Gestapóa. Kíki á rauðu sportbílanna á morgun, eða ekki. Rauðir sportbílar eru ekki minn stíll. Frekar fer ég í strætó en að rúnta um í þaklausum bíl. Ég læt mér nægja minn gamla góða Toyota

5/12/06 04:02

Kondensatorinn

Það eru til sportbílar með þaki.

5/12/06 04:02

Mikki mús

Jamm þeir eru til.
En nú segi ég bless í annað sinn í dag og drulla mér um borð á ballarhafið bölvaða.

5/12/06 04:02

Dula

Nú nú jæja . Það er einsog ég segi alltaf, eitt sinn trúnaðarbrestur ávallt trúnaðarbrestur. Til hamingju með ákvörðunina þó síðar verði og gangi þér vel að vinna úr þessu öllu saman.

5/12/06 04:02

krossgata

Óttalegt ólán þessar lélegu tímasetningar. Spurning um að fara á námskeið í tímastjórnun.

Er að velta fyrir mér hvort ég eigi að vorkenna þér, en mér finnst þér eitthvað svo sama í þessu riti að ég mæli bara aftur með skemmtilegu námskeiði. Vona samt að þú finnir aftur heiðarleika og öryggi í lífinu.

5/12/06 04:02

Þarfagreinir

Já, svona getur lífið verið. Framtíðin er síðan auðvitað óskrifað blað ...

5/12/06 05:01

Halldór

Stóð hún í með framsóknarmanni?

5/12/06 05:01

Hakuchi

C'est la guerre.

5/12/06 05:02

Nermal

Svona eru þessar téllíngar. Stórhættulegar

5/12/06 06:01

feministi

Óstundvísi er þekkt fyrirbæri sem hefur komið mörgum góðum dreng og ærlegri stúlku í uppnám. Við þínu meini á ég engin ráð nema tíma og það mikið af honum.

5/12/06 07:01

Jóakim Aðalönd

Já sjómennskan er ekkert grín.

5/12/06 07:01

Glúmur

Já, ég reiðist alltaf þegar ég heyri um sviklyndi fólks. Fólk á að koma hreint fram, standa við orð sín og ef hlutirnir eru komnir í óefni þá á að enda hlutina á heiðarlegan hátt en ekki eitra þá frekar.

5/12/06 08:00

Hakuchi

Erum við að tala um eins og eina nornabrennu Glúmur minn?

5/12/06 09:00

Mikki mús

Takk kæra Dula. Þessi ákvörðun var ekki eins erfið og ég bjóst við. Ég er eiginlega orðinn dofinn og innantómur og þess vegna næstum sama um allt krossgata.
Framtíðin getur ekki annað en verið björt þegar sálarstríðið er unnið.
Téllingum er venjulega treystandi og það eru frekar þær sem eru óstundvísar... æ barasta. dettum í það. Skál! og skálkaskjól.
Ég veit að sjómennskan er ekki "fjölskylduvæn" en gefur þó af sér og það næganlega til að safna spreki í einn og einn bálköst. Á þeim kesti mætti brenna óheiðarleikann og sviklindið. og það er ég viss um að logi glatt.

5/12/06 09:01

Dula

Gvuð minn hvað þú ert ljóðrænn alltaf. "Ég veit að sjómennskan er ekki "fjölskylduvæn" en gefur þó af sér og það næganlega til að safna spreki í einn og einn bálköst. Á þeim kesti mætti brenna óheiðarleikann og sviklindið. og það er ég viss um að logi glatt." Hvað þýðir þessi klausa. [verður tótallý lost]

5/12/06 10:00

Mikki mús

Besta Dula, ég er ekki alltaf skýr og skilmerkilegur. En með þessum orðum mínum var ég að svara þeim þremur heiðursmönnum sem eru fyrir ofan mig. Ég túlkaði orð þeirra og svaraði eins og mér var best lagið.
Jóakim. sjómennskan er ekkert grín og ég svaraði með því að segja að sjómennskan væri ekki fjölskylduvæn þó hún gæfi mikið í aðra höndina. Síðan tengdi ég saman orð Glúms og Hakuchi um að eiga fyrir kvistum á tilvonandi brennu. En ég vill alls ekki brenna nornir, heldur væri ég tíl í að brenna óheiðarleikann og sviklindið sem Glúmur nefnir....... Er það einhver kækur hjá mér að vera svona langorður í útskýringum....? Stopp stopp.

Besta Dula. Eru ekki allir hressir?

5/12/06 10:01

Dula

Jú takk , allir eru hressir hér. En þú

5/12/06 17:01

Mikki mús

Jamm jamm Ég er þokkalega hress og langar til að hafa fast land undir fótum. Vinna normal vinnu á landi sem er ekki allt á iði.
Hvernig er Danmörk? Einhver skynsemi í því að búa þar með famelíu og vinna?
Er ekki fullt af hjólum í Danmörk? Eru ekki múltí verksmiðjur sem vantar færa vélstjóra?

6/12/06 02:00

krossgata

Til hamingju með rafmælið. Skál!

6/12/06 06:00

Mikki mús

Takk kærlega kæra krossgata. Skál!

Mikki mús:
  • Fæðing hér: 26/11/06 03:09
  • Síðast á ferli: 30/10/09 14:33
  • Innlegg: 1214