— GESTAPÓ —
krossgata
Heiðursgestur.
Pistlingur - 3/12/06
Kynferðismál á alþingi.

Hef verið að hugsa um afgreiðslu kynferðismála á alþingi nú síðustu daga.<br /> Ath. þegar talað er um börn í pistlingnum er átt við börn á aldrinum 15-18 ára.<br /> - allir vita auðvitað að hinn víðfrægi þriðji aðili er óforskammaður glæpamaður eða -samtök af verstu sort.

Ég hef verið að velta fyrir mér slælegum vinnubrögðum alþingis síðustu dagana fyrir aumingjalegt rúmlega 6 mánaða frí. Meira hvað þetta grey fólk á bágt að þurfa að vinna stundum jafnvel rúmlega hálft ár. Nóg um það nú á dögunum luku þeir snyrtilega fjölda mála á færibandi, allt orðið svo tæknilegt. Þar á meðal breytingar á lögum um vændi, en það hefur fangað athygli mína í dag. Nú er sem sagt löglegt að stunda vændi og hafa viðurværi sitt af því.

Eftir sem áður er ekki ólöglegt að kaupa vændi og einnig er ólöglegt að þriðji aðili hafi tekjur af vændi. Nú samræðisaldurinn var hækkaður í 15 ár einn daginn, sem er fyndið. Við teljum börnin börn til 18 ára aldurs, nema þegar kynferðisleg not má hafa af þeim. Það má hafa samræði við börn á aldrinum 15-18, ákaflega merkilegt. Mig minnir líka að ég hafi heyrt um daginn að nú teljist samræði við barn undir 14 ára aldri alltaf nauðgun. Er ekki eitthvað ósamræmi þarna?

Þá velti ég fyrir mér: Geta þá börn niður að 15 ára aldri haft atvinnu af vændi? Þá þurfa foreldrarnir að telja tekjurnar fram til skatts, sem er ólöglegt því þriðji aðili má ekki hafa tekjur af vændi. Svo tæknilega er hægt að segja að börn geti ekki haft viðurværi af vændi. En á syndum spilltu skerinu Íslandi, gósenlandi barnaníðinga, verður auðvitað fólk til að tæla börn til fylgilags við sig og gauka svo einhverju smálegu að þeim fyrir viðvikið og hafa þar með ekki gert neitt ólöglegt, það er jú leyfilegt að kaupa þjónustuna.
Barnið fær ekki foreldrana til að telja fram þetta smálega því það er ólöglegt, en það er líka ólöglegt og foreldrarnir verða uppvísir að skattsvikum. Þetta er allt hið flóknasta mál.

Svo er komið að fólki yfir 18 ára aldri, sem nú getur tekið upp þessa umdeildu starfsgrein og talið fram og allt í lukkunnar velstandi. Eða hvað? Ef ríkinu er greiddur skattur er það þá ekki farið að hagnast á vændi annars aðila? Er þá ríkið ekki þriðji aðili í dæminu? Auðvitað mun þá vændisfólk ekki telja fram til að gera ríkið ekki ósiðlegri fjárplógsstarfsemi. Nú þá verður vændisfólkið uppvíst að skattsvikum. Það er alveg sama hvernig dæmið er sett upp, það þarf alltaf að borga dráttarvexti.
‹Glottir›

En síðasta vangaveltan er sú að nú þegar vændi er orðið löglegt og talið verður fram til skatts og ríkið hefur hagnað af vændisfólki, er þá ekki eins víst að ríkið muni hvetja til vændis, leynt eða ljóst. Sami tvískinnungurinn og varðandi áfengi verði uppi?

   (14 af 26)  
3/12/06 21:01

Gaz

Eitt sem mér finnst asnalegt er það að sumstaðar (lesist "í bandar´íkjunum") byrjar lögríðialdurinn við átjánda afmælisdaginn og allt kynferðislegt fyrir það telst þá "nauðgun". Málið er bara að ég þekki fólk yngri en átjan sem eru meiri rándýr en flestir drengir á þrítugsaldrinum sem ég hef hitt.
Mér finnst þetta að setja hærri aldurstakmök á þetta er svolítið skrítið. Mér findist það betra að menta krakkana betur um efnið og vinna fyrir því að fá fólk til að vera duglegra að segja frá.
Svolítið erfitt að raða hugsusnunum akkúrat núna en ég vona að þið vitið hvað ég meina.

3/12/06 21:01

Grágrítið

Sammála Gaz

3/12/06 21:01

Nermal

Ég ætti kanski að hætta í vinnunni minni og gerast vændiskall...............

3/12/06 21:01

Vladimir Fuckov

Þetta er sannkallað Catch-22. Það er skylda að borga skatta af tekjum af vændi en ríkið má ekki taka við þeim sköttum því það má sem þriðji aðili ekki hagnast á vændi.

3/12/06 21:01

Gaz

Ok.. hugsanirnar aðeins betur raðaðar.

Það sem ég meina er: Aldurstakmark á kynlífi gefur það í skyn að fólk getur ekki "valið" áður en að því takmarki er komið, að það sé ekki hægt að treysta þeim fyrir egin líkama. Það sem er bannað er oft meira spennandi á þessum aldri og þar með skapast áhveðin vítahringur sem kemur ekki til með að hækka þann aldur sem fólk byrjar stunda kynlíf.
Betri menntun í þessum málum og það að fólki sé kennt að segja frá og ekki skammast sín ef það verður fyrir nauðgunum kemur til með aðvera áhrifaríkra samtímis sem að það gerir það að verkum að bæði kynin eru betur í hag búin að taka þá áhvörðun að stunda kynlíf þegar þau "vilja".

3/12/06 21:01

krossgata

Varðandi samræðisaldur held ég að hann sé hafður svona lágur (að hluta til alla vega) til þess að ekki sé hægt að lögsækja börn (eða forráðamenn barna) sem eitthvað eru að fikta við dodo með jafnöldrum. Ég sé það nú ekki sem neina lausn að hafa hann lágan bara af því börn eigi að geta valið eitthvað sem þau hafa ekki vit eða þroska til að velja. Því það fer verr á því að eldra fólk notfæri sé börn í skjóli lágs samræðisaldurs en að þau gætu orðið fyrir lögsókn af hálfu forráðamanna barna sem trúa ekki að börnin þeirra fái einhverjar dodokenndir.

En um skatta-þriðja-aðila-málið. Kannski að lausnin sé að skilgreina vændisfólk sem ríkisstarfsmenn og skattarnir renni þá til vændisdeildar ríkisins og þá er vændisfólkið sjálft að taka við peningunum. Sniðugt!

3/12/06 21:01

krumpa

Vil bara benda á að nauðgun er aldrei nauðgun nema ofbeldi sé beitt. Þó að óheimilt sé að hafa kynferðismök við barn undir ákveðnum aldri er því sjaldnast um nauðgun að ræða þar sem ofbeldi er aðeins beitt í sárafáum tilvikum. Amk ofbeldi eins og lögin skilgreina það.

3/12/06 21:01

krumpa

Þá er bara um kynferðislega misneytingu á börnum að ræða - sem er sumsé ekki nauðgun.

3/12/06 21:02

Vímus

Þessi lög voru samþykkt í skjóli myrkurs og það er vel við hæfi. Að leyfa vændi til viðurværis þýðir bara viðurkenningu á því sem atvinnugrein og þá verða þessir myrkrahöfðingjar að standa klárir á því sem það kemur til með kosta. Konur og menn sem stunda vændi verða að borga opinber gjöld eins og aðrir. Stéttarfélag vændiskvenna hlýtur að líta dagsins ljós og hvað með tryggingafélögin? Eru þau tilbúin að tryggja kynlífssalana gegn ofbeldi?
Varðandi það sem Krumpa segir þá var í þessum nýju lögum tekið fram að kynmök við börn undir 14 ára aldri yrði ætíð litið á og farið með sem nauðgun.

3/12/06 21:02

Jóakim Aðalönd

Það á að hafa samræðisaldurinn a.m.k. 65 ár og þá á helzt að takmarka kynmök við tvisvar á ári. Helzt ætti bara að banna kynmök hvers kyns og hvar sem er; hvort sem er gegn gjaldi eður ei.

3/12/06 22:00

Snabbi

Krumpa segir:

"Vil bara benda á að nauðgun er aldrei nauðgun nema ofbeldi sé beitt. Þó að óheimilt sé að hafa kynferðismök við barn undir ákveðnum aldri er því sjaldnast um nauðgun að ræða þar sem ofbeldi er aðeins beitt í sárafáum tilvikum. Amk ofbeldi eins og lögin skilgreina það."

Krumpa góð.

Gleymirðu ekki nokkru sem kallast andlegt ofbeldi? Það liggur nánast í hlutarins eðli að því er ávallt beitt þegar fullorðinn einstaklingur hefur mök við barn, burtséð frá því hvort líkamlegu ofbeldi er beitt.

Raunar tel ég að athöfnin sem slík sé einnig líkamlegt ofbeldi í öllum tilvikum.

Í mínum huga er því ávallt um nauðgun að ræða þegar fullorðinn einstaklingur hefur mök við barn.

En kannski er ég bara svona þröngsýnn og gamaldags.

3/12/06 22:00

Snabbi

Um kynmök andfugla gilda örugglega önnur lögmál sem ég hef ekki kynnt mér. Andastofninn hyrfi tiltölulega skjótt ef samræðisaldurinn miðaðist við 65 ára aldur. Farið hefur fiðurfé betra.

3/12/06 22:00

krossgata

Málið er að ég er alveg viss um að ég heyrði um daginn að nú/hér eftir væri samræði við barn undir 14 ára aldri alltaf skilgreint sem nauðgun, alveg óháð aðstæðum eða eins og Vímus segir hér að ofan. Það er alveg óháð hvað okkur finnst. Hins vegar finnst mér ósamræmi í að svokallaður samræðisaldur sé 15 ár en farið sé með þessi mál sem nauðgun ef barnið er undir 14, fyrir utan ósamræmið að börn eru talin að öðru leyti börn til 18 ára aldurs. Það er margt skrítið í kýrhausnum og lögunum, hvað þá þeim sem samþykkt eru á færibandi í skjóli nætur.

3/12/06 22:01

Gvendur Skrítni

Mín skoðun er sú að þetta eigi allt að vera ólöglegt, bara mis mikið. það ættu að vera sektir fyrir vændi (kannski 10.000) og aðeins hærri sektir fyrir að kaupa vændi (30-40.000) og svo eiga að vera fangelsisdómar fyrir þá sem skipuleggja vændi og reka vændishús. Með því að hafa þessar sektir þá helst þetta ólöglegt enda flestir sammála því að þetta sé óæskilegt, varla viljum við að vænditæknar gangi um göturnar og bjóði vegfarendum blíðu sína. Það er samt enginn hagur í því að hafa sektirnar of háar.

3/12/06 22:02

Jóakim Aðalönd

Allt kynlíf ólöglegt að viðlagðri dauðarefsingu. Það væri einfaldast og bezt.

3/12/06 22:02

Snabbi

Sammála Jóakim. Í staðinn ætti að leyfa óheft kinlýf.

4/12/06 00:00

Upprifinn

Þannig að samfarir tveggja unglinga undir fjórtán ára aldri eru þá tvöföld nauðgun?

4/12/06 00:00

krossgata

Það virðist augljóst.

4/12/06 00:01

krumpa

Kæri Snabbi. Ég er ekki að gera lítið úr hlutunum - ég er bara að lýsa því hvernig löggjafinn hefur litið á þetta. Hingað til hefur þurft líkamlegt ofbeldi til að athöfn teljist nauðgun. Andlegt dugir ekki til - þá er um misneytingu að ræða. Er ekki að lýsa eigin skoðunum, heldur lögum og réttarástandi.

4/12/06 00:01

krumpa

Þetta kom held ég alveg fram í punktunum mínum hér að ofan - að ég væri að tala um þetta eins og lögin skilgreina það - kannski spurning um að lesa betur?

krossgata:
  • Fæðing hér: 20/11/06 10:54
  • Síðast á ferli: 1/2/22 11:03
  • Innlegg: 8534
Eðli:
Stend á krossgötum ráðandi krossgátur.
Fræðasvið:
Orðhengilsháttur og útúrsnúningar.
Æviágrip:
Mætti í heiminn fyrir þó nokkru með töluverðum flumbrugangi, það er töluverðu fyrir tímann og hef síðan velt því fyrir mér hvert halda skuli. Fór að tala fyrir tímann líka og varð læs fyrir tímann. Þetta fyrirtímabrölt hefur allt leitt mig að þeirri niðurstöðu að ég er greinilega á undan minni samtíð.Safnaði um tíma ambögum, en hef látið það vera um nokkurt skeið.

Örlögin höguðu því svo til að krossgata er vel kunnug staðháttum við Faxaflóa, þó undanskilið sé stór-Reykjavíkursvæðið. Hefur það aukið víðsýni hennar töluvert.