— GESTAPÓ —
Yoka
Óbreyttur gestur með  ritstíflu.
Dagbók - 3/12/09
Sonur minn yndislegur

Þar sem ég tel mig vera unga í anda og einnig í árum varð mér aðeins um þegar sonur minn kom til mín í janúar og sagði<br /> Móðir mín kær (alveg orðrétt) gæti ég fengið að ræða aðeins við þig.<br /> Framhaldið kom mér aðeins í opna skjöldu<br />

Við eigum von á barni og það gerir þig að verðandi ömmu.

Það tók drenginn nokkur skipti að koma þessu inní hausinn á mér þar sem mér fannst hann vera að gera grín í mér.

Margar af mínum vinkonum eru á fullu í barneignum og hrikalega margar skólasystur mínar eru líka í þessum barnapakka. Ég hins vegar hætti fyrir 8.árum síðan, þegar ég var 28.ára gömul. Það segir ykkur að ég er að verða 36.ára gömul og mér finnst ég bara ekki vera nógu gömul til að verða amma.
Ekki það að ég er búin að láta mig hlakka til í nokkur ár að fá lítið ömmu skott að dekra við, EN það er samt aðeins öðruvísi en ég átti von á.
Mér finnst börn vera blessun og ég er hreinlega mjög heppin að eiga 3 syni, og á örugglega eftir að svífa á bleiku skýi þegar ömmu-beibí kemur í heiminn.
En það er þannig samt að eftir því sem maður eldist, þeim mun reyndari verður maður í lífinu og þekkir því ansi margar hætturnar sem eru þarna úti, og fer því svolítið í ofverndunar pakkann.
Á þessum tæpu tveim mánuðum sem ég er búin að vita af ömmu sendingunni, er ég búin að setja allt á fullt að redda hinu og þessu sem vantar fyrir ungann. Aldrei of snemmt að plana, búin að fara í áhyggju gírinn líka f.h verðandi ungu foreldrana þar sem þau eru nú of ung til að vita hvað lífið er.
Hringja og ath með fæðingarorlof fyrir þau, er að koma syninum í seinni hlutann á ökuskírteininu og búin að spá í það hvort ég verði nú ekki að fá mér Volvo, þar sem þeir voru nú auglýstir sem öruggastir fyrir einhverjum árum. Ekki get ég nú farið að hafa son minn, tengdadóttur og barnabarn í einhverjum Ford Escape bíl þegar það eru til öruggari bílar.
En það sem sonur minn sagði við mig fyrir stuttu þegar ég var að reyna að segja honum hvað það væri nú mikil ábyrgð framundan hjá þeim tveim kom mér í hláturskrampa kast.
Mamma veistu að þú verður ekki lengur MILF heldur verðuru GILF

   (1 af 1)  
3/12/09 03:02

Útvarpsstjóri

HAHAHA

3/12/09 03:02

Vladimir Fuckov

[Brestur í óstöðvandi hlátur í lok fjelagsritsins]

3/12/09 03:02

Don De Vito

AaaaahHAHAHA, Snilld!

3/12/09 04:01

Grýta

<Skilur ekki lokalínuna> Hvað þýðir milf og gilf?

3/12/09 04:01

Yoka

Milf er skammstöfun á Mother i´d like to fuck og þá er Gilf skammstöfun á Grandmother I'd Like to Fuck
Að mínu mati er seinni línan frekar sjabbí því eins og allir vita eru ömmur (sérstaklega okkar) ekki kynverur

3/12/09 05:02

Kargur

Frábært.

3/12/09 07:02

Grýta

já ok! Fatta samt ekki alveg brandarann.

En til hamingu samt Yoka að verða amma!

3/12/09 08:01

krossgata

Til hamingju með að verða amma. Tengdamóðir mín var 35 ára amma og komst nokkuð heil frá því. Er ekki hægt að fá Volvo-öryggistæki á spottprís núna?

PS: Ég fatta þessar skammstafanir, en finnst þær ekki... hmmm, brandari. Svo ég er bara með Grýtu í því. Mér finnst til dæmis miklu fyndnara hvað þú ert dugleg að skipuleggja og redda af því blessuð börnin vita ekki hvað lífið er.

3/12/09 13:01

Leiri

Íslensku takk. RM eða RA (Ríðileg móðir eða amma). Finnst þetta hvorutveggja reyndar ósmekklegt og ófyndið með öllu. En til hamingju annars með það að vera á leiðinni að verða amma!

4/12/09 05:01

Fergesji

Vér þekkjum einnig konu, er varð amma örlítið yngri; 32 ára.

5/12/09 08:00

Yoka

Ég er stundum með súran húmor, það getur líka verið ágætt stundum. Þakka hamingju óskirnar

Yoka:
  • Fæðing hér: 18/11/06 23:46
  • Síðast á ferli: 4/5/11 23:06
  • Innlegg: 23