— GESTAPÓ —
Ziyi Zhang
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 1/11/07
Draumfarir II

Mjög einkennilegur draumur sem ég fékk

Ég mætti til vinnu í matvörubúðinni sem ég vinn í um helgar og dreymdi að það væri komið eitthvað módel af eyju sem stóð í hetri tjörn og við tjörnina voru sólbekkir og eitthvað dót. Allavega ég átti að gera eyjuna flottari þannig ég mælti með því að akrar væru settir á hana ásamt búfénaði, vegum og einhverskonar verksmiðju. Jafnvel væri flott að setja lest til að fara um eyjuna. Allavega var þetta komið á fullt þá minnkaði ég allt í einu og var komin á eyjunna.

Þar var húsið mitt og allt í einu kom bíll að sækja mig með nokkrum vinum mínum í. Við fórum á bílnum í eitthvert svona samkomu hús þar sem fullt af öðrum krökkum á okkar aldri voru. Allavega þar var einn gaur sem var fastur inn í svona tyggjósöluvél nema það var bara hann í henni en ekkert tyggjó. Allavega síðan fór ég í svona rennibraut og lenti í svona boltum eins og í gamla IKEA. Þar var einhver stelpa sem muldi svona dökk hrísgjórn yfir mig og ég sofnaði næstum því útaf þeim. Þá kom vinkona hennar með einhver lyf og eitthvað og þær vory bara byrla mér eitthvað rugl.

Mér var nóg boðið svo ég stökk upp og fór inn á eitthvað klósett. Þar var verið að ná gaurnum útúr tyggjóvélini en ég sýndi því engan áhuga heldur ætlaði að fá mér eitthvað sem líktist appelsíni úr svona djús kæli vél en það var svo vont að ég spýtti því í vaskinn og fékk mér vatn. Því næst fór ég fram og fékk mér snus og var skammaður fyrir það af einhverjum kvenmanni.

Síðan rumskaði ég útaf svönu minni.

   (1 af 29)  
1/11/07 21:01

Huxi

Fólk fær ekki drauma... Það dreymir drauma.

1/11/07 21:01

Regína

Það er samt talað um draumfarir, er það ekki?

1/11/07 21:02

Ziyi Zhang

haha Það er ekkert ég sagði "barinn upp" í dag.

Ziyi Zhang:
  • Fæðing hér: 13/11/06 17:34
  • Síðast á ferli: 1/12/08 08:26
  • Innlegg: 75
Eðli:
Æðisleg í alla staði.
Æviágrip:
Fæddist árið 1979 í Peking, Pabbi minn er hagfræðingur og mamma mín var leikskóla kennari. Ég hef leikið í fjöld kvikmynda á borð við þvottabjarnar prinsessan, Vegurinn heim og Hetja.