— GESTAPÓ —
Ziyi Zhang
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 4/12/07
Endurkoma Astekanna

Astekarnir voru veldi í mið Ameríku sem spáði yfirgnævandi heimsendi. Hljómar það kunnulega? Daglega ælir sjónvarpið yfir þig að jörðin sé að breytast í samlokugrill og bráðum muni síldin ganga á Esjuna. Viðfangsefnið er auðvitað dómsdagskenningin um manngerða hnattræna hlýnun.Hnattræn hlýnun á eftir að kaffæra þér, drepa ísbirnina, magna veðurguðina og heimsenda þér hitabeltissjúkdóma. Og það er allt þér að kenna! Ertu smeyk/ur? Slepptu því.

Jörðin er að hlýna. Það er ekki hægt að neita því og afhverju er hún að því er stóra spurningin. Í dag samrýmist það álíka mikið pólitískum rétttrúnaði að hafna hnattrænni hlýnun af völdum manna og að segja að Mein kampf hafi haft nokkra góða punkta. Málið er það að hún hefur ekkert með bensín, olíu, bílinn þinn og almenningssamgöngur að gera.

Hnattræn hlýnun og kólnum hefur allt meðskýjamyndun af völdum geimgeislunnar og samspil þeirra með sólarvindum að gera. Það hefur verið sýnt fram á þetta með áhrifamiklum gröfum. Þrátt fyrir það eru þeir sem halda því framm brennimerktir sem villitrúarmenn og eyrnamerktir sem tin dósa niðursetningar vísindanna. Rökvillan sem fylgir að koltvíoxíðmagns og hitabreytinga er erfiðista rökvilla sem fyrir finst til viðureignar: Öfugt orsakasamhengi. Þannig er mál með vexti að koltvíoxíðmagn og hitastig jarðar hefur oft fylgst að. Og það mikilvæga til að taka til athugnar er að koltvíoxíðmagnið fylgir hitastiginu en ekki öfugt. Það er vegna þess að hafið tekur og gefur frá sér koltvíoxíð eftir þvi sem hitastig þess breytist. Koltvíoxíðkúrvan er 200 árum á eftir hitastigskúrvunni vegna þess að þetta ferli tekur tíma. Orsökin getur ekki komið eftir á því er botninn dottin úr kenningunni.

Ísbirnir eru risavaxin grimmileg dýr og til þess að fæða þá myndi hinn íslenski sauðfjárstofn endast þeim í 60 máltíðir. Vegna þess að þeir eru svo risavaxnir þá gefur auga leið að það hlýtur að vera færra af þeim, enda myndun 600,000 kindahræ endast í hundruði kynslóða maðka og flugna ef þau rotnuðu ekki af völdum þúsunda kynslóða af bakteríum. Þess vegna af náttúrunar hendi verða þeir alltaf fámennir. Til ómældrar ánægju Grænlendinga sem eru eftirlæti þeirra með kaffinu. Á þessi hnattræna hlýnun eftir að drepa þá? Þar sem það verður minni ís verður minna af stöðum fyrir þá til að veiða sel. Þá deyja þeir út. Máski en það mætti skoða söguna til að gá hvort slíkt hefði getað gerst áður. Á bronsöld var 3,000 ára tímabil þar sem jörðin var töluvert heitari en nú og þar sem ísbirnir komu ekki með geimskipunum sem færðu okkur pýramídanna árið 2,000 fyrir krist þá getum við gert ráð fyrir því að þeir hafi staðið þetta af sér.

Veðurofsi hefur verið útskýrður undarfarið með hnattrænni hlýnun. En þá ber að skoða orsakir veðurofsa. Sem er mismunur á hitastigi þegar kalt og heitt loft mætast. Málið er að hnattræn hlýnun er einmitt hnattræn þannig kalda loftið og heita loftið hitna jafnmikið. Þetta er eins og jafna sem fær plús báðum megin. X ið er ennþá það sama.

Heimsendir hitabeltissjúkdómar er eitt af dómsdags véfréttunum sem okkur eru færðar. Það verður svo heitt að allir sjúkdómarnir í svörtustu Afríku koma í bæinn þinn og munu murka lífið úr þér, börnunum þínum og páfagauknum þínum. Skaðvaldurin alræmdi er nefnilega malaría. Málið er bara að malaría er ekki hitabeltissjúkdómur. Það er bara búið að eyða honum með DHT á vesturlöndum. Skæðasti malaríufaraldur sögunnar drap milljónir manna í hitabeltisparadísinni Samband Sóvéskra Sósíalískra Lýðvelda á þriðja áratugnum. Og við höfum öll farið í sólarferðir til hitapotta eins og úralhéraða og síberíu þar sem mjólk er seld frosin.

Afhverju ætti einvher að ljúga þessu að þér? Það er til þess að dulbúa neó-marxískan áróður undir yfirskininu ,,umhverfisvernd“. Ég er búin að skopast mikið og núna færi ég þér ekki kúluskít á borð. Já neó-marxísk hugmyndafræði hefur fundið sér bandamann. Eftir að múrinn féll gerðust allir kommatittarnir græningjar sem borða nýrnabaunir og hata Bandaríkin – Eins og MH-ingar og Steingrímur J. Sigfússon. Græningjarnir voru tilvaldir þar sem þeir eru á móti stórfyrirtækjum, einstaklingsframtaki og það besta af öllu þeir hafa óbeit á Bandarríkjunum. Rétt eins og Astekarnir vilja þeir stjórna þér með trú sinni og fórna þér eða öllu heldur öllum nútímafríðindunum þínum – Sólarguðin nærðist á blóði en Gróðurhúsaáhrifaguðinn er sólgin í ískápa, bíla, oilíuhreinsunarstöðvar og kolefnisjafnaðar hreinar meyjar. Ég mæli með að Astekinn Al Gore rói að skerinu og kolefnisjafni rassgatið á sér. Við höfum alveg næga bjargvætta í íslesnsku grasi.

   (9 af 29)  
4/12/07 09:00

Hóras

Fínt, fínt - en mér sýnist þér vera það heitt í hamsi að útkoman verður ekki eins vönduð og þú hefur líklega ætlað
Kannski vert að benda á nokkra punkta sem þú getur haft í huga - ef þú skyldir ætla að birta þetta í einhverjum falsmiðli eins og Morgunblaðinu

"Sýnt fram á þetta með áhrifamiklum gröfum" - já, en viltu þá ekki vísa á einhver gröf (eða öllu heldur rannsóknunum sem liggja að baki þeim) máli þínu til stuðnings?

"...koltvíoxíðmagn og hitastig jarðar hefur oft fylgst að." - Hér er ekki gott að nota orðið "oft" - annað hvort er fylgni þarna á milli eða ekki. Þú verður líka að útskýra betur hvernig fylgni þú átt við

"...koltvíoxíðmagnið fylgir hitastiginu en ekki öfugt." - Þarna er nauðsynlegt að vísa í rannsókn sem staðfestir þessa fullyrðingu. Því ef mig minnir rétt þá hafa báðar breyturna áhrif á hverja aðra - breyting í annarri hefur áhrif á hina

Mér finnst orðið "Gróðurhúsaáhrif" hafa fengið undarlega meðferð - annað hvort trúir fólk ekki á hugtakið eða það gerir það en er ekki alveg með á hreinu út hvað þetta gengur.
Gróðurhúsaáhrif er hugtak sem er notað yfir vísindalega staðreynd. Þá staðreynd að lofttegundir í lofthjúp jarðar hafa áhrif á hitastig lofts og yfirborðs plánetunnar.
Þetta er heldur ekki einhver nýr sannleikur sem á að hrella fólk - þetta var uppgötvað snemma á 19. öld.
Áhrifin byggjast á mismunandi gleypni lofttegundanna á IR geislun sólarinnar. Vatnsgufa á mestan þátt í þessu og svo koldíoxíð.
Aukning á koldíoxíði hefur áhrif hitastig samkvæmt skilgrieiningunni sem eru byggð á vísindalegum staðreyndum.

"Málið er það að hún[hnattræn hlýnun] hefur ekkert með bensín, olíu, bílinn þinn og almenningssamgöngur að gera."
Þarna þarftu aftur að vanda þig. Aukið koldíoxíð í lofthjúpnum hefur áhrif á hitastigið. Brennsla á bensíni og olíu, noktun bíla og almenningssamgangna auka magn koldíoxíðs í andrúmsloftinu.
Ergo - þú getur ekki halið því fram að þetta hafi ekki áhrif.

Þegar komið var að ísbjörnunum þá skimaði ég bara í fljótheitum yfir - las síðustu málsgreinina almennilega

Ætli það sé ekki best að taka fram að ég fór ekki í MH, mér finnst Steingrímur vera undarlegur maður en líka nauðsynlegur. Einstaklingsframtakið er nauðsynlegt fyrir þróun. Ég vil helst eingöngu borða kjöt, kartöflur og helling af sósu. Ég er kapítalisti.

Svona allt í allt þá þarf að endurvinna þetta ef þú ætlar með þetta eitthvað lengra en bara í dagbókina

4/12/07 09:01

Grágrímur

Fyrir utanað þetta hljómar eins og ílla unnin þýðing á enskum texta... ættir kannski að geta heimilda.

4/12/07 09:01

Garbo

Nei ert þetta þú Hannes! |sendir Hannesi nokkrar róandi|

4/12/07 10:00

Ziyi Zhang

Takk takk hóras, þið hinir getið hámað í ykkur kjúklingabaunir.

4/12/07 10:00

Rattati

Ég hef lesið sumt af þessu í erlendum fræðiritum. Ég get auðveldlega samþykkt að hnattræn hlýnun á sér ekki neina eina sértæka skýringu (sbr Al Gore - sem að eiginlega segir allt sem segja þarf um þá skýringu) vegna þess að það er eiginlega sama hvað mannkynið tekur sér fyrir hendur þá er það ekki einusinni punktur eða komma í sögu jarðar. Ef mannkynið hyrfi í dag, eftir 15.000 ár væri lítið eftir. Eftir 100.000 ár, ennþá minna. Milljón? Ekki arða.
Jarðlög og issýni gefa til kynna að loftslagsbreytingar hafa orðið oft og orðið snöggt. Hvað hefur orðið um landverurnar sem voru til þá?
<Dæsir>
Hvað um það. komment við félagsrit einhvers sem að helsta þekking er copy/paste (afsakið, en ég held að Grágrímur hafi hitt naglann á höfuðið hér fyrir ofan) er ekki besta nýting á tíma sem ég þekki.
Skabbi Skumari, ertu ekki sammála?
<Skellihlær>

Hinsvegar verð ég að hrósa fyrir - á vissan hátt - frumlegt félagsrit.<blikkar Skabba Skumara>

4/12/07 10:00

Kiddi Finni

Astekar höfðu annars rétt fyrir sér. Heimsendirinn kom, hann hét Cortes. Heiminum þeirra var tortímt í einum hvelli.

4/12/07 10:01

Huxi

Og enn er ruglað...

Ziyi Zhang:
  • Fæðing hér: 13/11/06 17:34
  • Síðast á ferli: 1/12/08 08:26
  • Innlegg: 75
Eðli:
Æðisleg í alla staði.
Æviágrip:
Fæddist árið 1979 í Peking, Pabbi minn er hagfræðingur og mamma mín var leikskóla kennari. Ég hef leikið í fjöld kvikmynda á borð við þvottabjarnar prinsessan, Vegurinn heim og Hetja.