— GESTAPÓ —
Ziyi Zhang
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 1/11/06
Iðnaðarsamfélagið og framtíð þess III

Sjálfstæði

42. Sjálfstæði er ekki nauðsynlegur þáttur valdferils hvers einstaklings. En fólk flest þarfnast þess að einhverju marki hvort sem það er mikið eður ei. Eftirleitni þeirra verður að vera af þeirra frumkvæði og eftir þeirra leiðsögn og stjórn. Samt sem áður þarfnast fólk ekki þess að láta kveða að frumkvæði sínu leiðsögn eða stjórn ein á báti. Það er jafnan nóg að láta að sér kveða sem hluta smás hóps. Þannig ef tylft manna hópar sig saman og nær þeim markmiðum sem það hefur sett sér í sameiningu, þá er þörf þeirra fyrir valdsferillinn fullnægt. En ef fólk hlýðir einungis vélrænum skipunum af ofan, þá er þörf þeirra fyrir valdsferillinn ekki fullnægt. Það sama gildir ef hópurinn sem einhver tilheyrir er of stór til að sá hin sami hafi einhver áhrif sem teljast ekki léttvægileg.

43. Satt er það að sumir hafa litla þörf fyrir sjálfstæði. Annað hvort er valdsþörf þeirra ekki sterk eða þeir samsvara sér við sterkan hóp sem þeir tilheyra. Svo eru það þeir sem virðist einungis fullnægt með hreinni valdnautn. (Til að mynda hermaðurinn, sem sækir valdsnautn sína með því að þjálfa bardagahæfni sem hann er reiðubúin að beita í blindi eftir óskum yfirmanna sinna.)

44. En fyrir fólk flest þá sækir það sjálfstraust sitt af sjálfdáðum í valdsferilinn. Þegar ekki eru næg tækifæri til þess að fylgja valdsferlinum þá (Breytilegt eftir einstaklingum og hvernig valdsferillinn er rofin.) eru afleiðingarnar leiðgirni, eldmóðsleysi, lítið sjálfstraust, minnimáttarkenndir, uppgjafarhyggja, þunglyndi, ergilegheit, sektarkennd, árásargirni, ofbeldi gegn konum eða börnum, ófullnægjandi hedonismi, afbrigðilegt kynlíf, svefntruflanir, átraskanir, og svo framvegis.

   (17 af 29)  
1/11/06 07:02

Grágrímur

Hvaða vesalings kona er þetta sem allt þetta ofbeldi bitnar á?

1/11/06 07:02

Texi Everto

Frábært! Nú vitum við hvers vegna þeir sem hafa ekki eirð í sér til að lesa þetta fyllast leiðgirni, eldmóðsleysi, lítlu sjálfstrausti, minnimáttarkenndum, uppgjafarhyggju, þunglyndi, ergilegheitum, sektarkennd, árásargirni, ofbeldi gegn konu eða börnum, ófullnægjandi hedonisma, afbrigðilegu kynlífi, svefntruflunum, átröskunum, og svo framvegis.

1/11/06 01:00

Herbjörn Hafralóns

Á 16.-18. öld voru ýmis samfélög á stigi foriðnvæðingar (e. proto-industrialization) sem einkenndist af fólksfjölgun og aukinni handverksgerð í sveitum. Þar sem markaðsviðskipti bænda fóru vaxandi án þess að tekjur þeirra ykjust á sama tíma er einnig stundum rætt um iðjusemisbyltingu (e. industrious revolution). Þessi þróun átti sér stað víða í Vestur-Evrópu en einnig í Austur-Asíu í ýmsum héruðum Kína og Japan.
Umdeilt er hvort þessi þensla hafi beinlínis orsakað iðnbyltinguna sem hófst í lok 18. aldar. Á sínum tíma höfðu hagfræðingar, svo sem Adam Smith (1723-1790) og Thomas Malthus (1766-1834), áhyggjur af fólksfjölgun sem þeir töldu að leiddi til minnkandi tekna. Einnig töldu sumir, til dæmis David Ricardo (1772-1823), að náttúruauðlindir stæðu ekki undir aukinni fólksfjölgun. Þessar hugmyndir voru hreint ekki svo fráleitar. Á sumum stöðum, til að mynda í Kína, Japan og hluta Evrópu, fylgdi ekki iðnbylting þessari þróun heldur fremur efnahags- og vistkreppa. Eldsneyti varð stöðugt dýrara, skógum fækkaði og framleiðni í landbúnaði stóð ekki undir örri fólksfjölgun. Annars staðar bjargaði iðnbyltingin samfélögum úr yfirvofandi vistkreppu, ekki síst á Englandi.
Helsta einkenni iðnbyltingarinnar var vélvæðing sem gerði mönnum kleift að stækka framleiðslueiningar og stunda verksmiðjurekstur. Verksmiðjureksturinn bauð svo upp á þéttbýlismyndun sem skapaði bæði ný tækifæri og ný vandamál fyrir næstu kynslóðir. Sum vélvæðing, til dæmis járnbrautakerfið, varð þó ekki fyrr en iðnbyltingin var vel á veg komin.
Sú uppfinning sem nýttist einna best á fyrstu stigum iðnvæðingar var gufuvélin. Gufuvélar höfðu verið alllangan tíma í þróun en tóku stakkaskiptum eftir að Skotinn James Watt (1736-1819) fann upp gufuþéttinn. Með honum var unnt að smíða hagkvæmari og öflugri gufuvélar og var fyrsta verksmiðjan sem framleiddi þær stofnuð 1774. Lesa má um James Watt og uppfinningu hans í svarinu Hvað getið þið sagt mér um James Watt? eftir Rebekku Lynch og Unnar Árnason.
Ástæðan fyrir því að iðnbyltingin varð í Englandi, en ekki í Frakklandi eða Niðurlöndum, Japan eða Kína, var að hluta til sú að náttúrulegar aðstæður voru hagstæðar. Til voru miklar birgðir af kolum sem hægt var að nota til að knýja hinar nýju gufuvélar. Án aðgangs að kolanámum hefði sú uppfinning ekki skilað jafn miklum og hröðum efnahagslegum ávinningi eða náð jafn hraðri útbreiðslu. Eitt af fyrstu verkunum sem gufuvélar voru notaðar til að vinna var einmitt að dæla vatni úr kolanámum og var það meðal annars mikilvægi gufuvélarinnar á því sviði sem kallaði á endurbætur á vélinni. Á sumum öðrum svæðum sem höfðu þróast í sömu átt, til dæmis Norður-Kína, voru einnig til miklar kolanámur en þær voru fjarri þeim héruðum sem voru lengst komin á sviði iðnaðar- og markaðsviðskipta.
Evrópumenn nutu einnig góðs af því að þeir réðu yfir nýlendum í Ameríku. Frá Ameríku mátti fá ódýr hráefni og landbúnaðarvörur og þar var bæði nægt framboð af landi og ódýru eða beinlínis þrælkuðu vinnuafli. Með auknum innflutningi frá Ameríku gat vinnuafl sem áður hafði sinnt frumframleiðslu ýmiss konar vara nú snúið sér að hinum nýja atvinnuvegi, verksmiðjuiðnaðinum.

Höf: Sverrir Jakobsson

1/11/06 01:00

Ziyi Zhang

Þær áttu víst að vera nokkrar.

Skemmtileg lesning Herbjörn.

1/11/06 01:00

Leiri

Sniðug leið til að skrifa BS ritgerð. Mæli samt frekar með að þú kynnir þér forrit sem heitir word.

1/11/06 01:00

Skabbi skrumari

Ef þú hefur áhuga á Iðnaðarsamfélaginu, þá mæli ég með að þú lesir þessa ræðu sem Þórunn Umhverfisráðherra flutti:

"Nú á sunnudaginn 16. september eru tuttugu ár liðin frá því að Montrealbókunin um efni sem eyða ósonlaginu var undirrituð í Montreal í Kanada. Bókunin var lokahnykkur í löngu samningaferli, en Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðana hafði þá unnið að því í ein tíu ár að fá ríki heims til að gera bindandi samning um að hætta að framleiða og nota CFC (klórflúor kolefni). Áfangasigri var náð tveimur árum áður þegar ríkin undirrituðu viljayfirlýsingu um verndun ósonlagsins, Vínarsáttmálann.

Um 1980 voru ósoneyðandi efni í geysimörgum algengum heimilisvörum. Má þar nefna loftkælingar, kæliskápa, gólfteppi, húsgögn, snyrtivörur, slökkvitæki, og lyf af ýmsu tagi. Bann við slíkri efnanotkun hafði því gríðarleg áhrif á daglegt líf fólks um allan heim. Finna þurfti ný efni í staðinn sem ekki höfðu ósoneyðandi áhrif, og fá framleiðendur og neytendur til að hætta notkun og framleiðslu þessara efna. Það flókna verkefni gekk óvenju vel, ekki síst vegna öflugrar kynningar á afleiðingum eyðingar ósonlagsins. Einnig hefur það vafalaust skipt máli að iðnaðarsamfélagið tók virkan þátt í samningaviðræðunum.

Í kjölfar undirritunar Montrealbókunarinnar létu íslensk stjórnvöld fljótt til sín taka og bönnuðu þegar árið 1989 CFC í úðabrúsum. Síðar var CFC bannað í nýjum frysti- og kælibúnaði, halónar voru bannaðir í nýjum slökkvibúnaði 1994 og alfarið teknir úr landkerfum árið 2000. Efni eins og metylbrómið komu aldrei á markað hérlendis. Hreinsi- og leysiefni voru bönnuð 1995 og svona mætti lengi telja. Ísland hefur nú minnkað notkun sína á ósoneyðandi efnum um 99% frá því hún var mest 1987. Í dag eru ósoneyðandi efni þó enn nýtt nokkuð af fiskiskipaflotanum, eitthvað er af þeim í kælikerfum í landi og í astmalyfjum.

Allt frá upphafi hafa Íslendingar verið virkir í alþjóðlegu samstarfi um þróun Montrealbókunarinnar. Á þessu ári höfum við tekið þátt í flutningi þriggja tillagna að ákvörðunum um að hætta notkun ósoneyðandi efna. Í fyrsta lagi er um að ræða tillögu Íslands, Noregs og Sviss um að flýta því að dregið verði úr notkun HCFC (vetnisklórflúorkolvetni) í þróunarlöndunum. Í öðru lagi tillaga Evrópusambandsins, Íslands og Noregs um allsherjarbann á framleiðslu og notkun n-propyl Brómiðs. Það efni efni er reyndar þegar komið á bannlista í Evrópu. Í þriðja lagi hafa sömu lönd lagt til að bannað verði að framleiða og nota ný skammlíf ósoneyðandi efni, en þau eru í vaxandi mæli notuð í staðinn fyrir HCFC í t.d. loftkælingum. Ekkert þessara nýju efna hefur komið á markað hér á landi.

Montrealbókunin er af mörgum talinn einn best heppnaði alþjóðasamningur sem gerður hefur verið – hvort tveggja vel upp byggður og eftirfylgni hans vel heppnuð og skilvirk. Af þeirri ástæðu hefur hann gjarnan verið notaður sem fyrirmynd nýrra alþjóðasamninga. Samningurinn er byggður á vísinda- og tækniþekkingu og tekur mið af nýjustu rannsóknaniðurstöðum. Hagsmunaaðilum er gefinn kostur á að taka þátt í rannsóknum og sérfræðivinnu á vegum samningsins. Aðildaríkin veita upplýsingar um framleiðslu og notkun ósoneyðandi efna á hverju ári. Ákvæði samningsins eru sveigjanleg og geta aðildarríkin að nokkru lagað hann að sínum aðstæðum við innleiðingu. Í honum er ákvæði um eftirlit með milliríkjaverslun með ósoneyðandi efni. Þá er þróunarríkjunum tryggð þátttaka í samningnum, en þau fengu 15 ára aðlögunartíma að honum. Hafa þau fengið aðstoð við innleiðinguna í gegnum svokallaðan Marghliðasjóð (The Multilaterial Fund for the Implementation of the Montreal Protocol). Samningurinn gerir ráð fyrir að það þurfi að fullgilda allar bókanir sem gerðar eru við hann. Hann inniheldur einnig ákvæði um að ef ekki næst samstaða um ákvarðanir skuli kosið um þær, og gildir þá aukinn meirihluti atkvæða, eða tveir þriðju. Slíkar atkvæðagreiðslur hafa hins vegar aldrei farið fram því samvinna hefur verið um þær ákvarðanir sem teknar hafa verið. Það er einmitt einn helsti styrkur Montrealbókunnarinnar og ástæða þess að hann telst fyrirmynd annarra samninga.

Ef staðið verður við allar skuldbindingar, ef ekki koma ný efni á markaðinn, og ef þróunarlöndin taka fullan þátt í því að draga úr notkun ósoneyðandi efna er talið að ósonlagið geti náð sama þéttleika og það hafði 1980 eftir 65-70 ár. Þetta eru auðvitað mörg EF, en í ljósi reynslunnar sl. 20 ár er talsverð ástæða til bjartsýni. Þó er ljóst að það er lykilatriði að það takist að stemma stigu við framleiðslu og notkun ósoneyðandi efna í þróunarlöndunum, einkum Indlandi, Kína og Kóreu, en þar eykst framleiðslan um þessar mundir um 20-50% á milli ára. Í því sambandi skiptir miklu hvort tekst að styrkja áðurnefndan Marghliðasjóð.

Það er stefna stjórnvalda að halda áfram á sömu braut og hætta allri notkun ósoneyðandi efna jafnhliða því að taka á þeim staðgengilsefnum sem valda gróðurhúsaáhrifum. Ljóst er að verkefnin eru ærin. Við búum að þeirri mikilvægu og góðu reynslu sem fengist hefur af Montrealsamningnum og hún mun vissulega nýtast okkur við það starf sem framundan er."

1/11/06 01:01

Texi Everto

[Leitar að kommúnistaávarpinu]

1/11/06 01:01

Vladimir Fuckov

Það tilkynnist hjer með opinberlega að vjer höfum undir höndum glænýjar upplýsingar um að kommúnismi geti verið hættuleg hugmyndafræði. Er vjer reyndum að setja kommúnistaávarpið inn í heilu lagi hjer fengum vjer nefnilega eftirfarandi villuboð:

Forbidden

Thessi villa gaeti verid vegna oryggisfiltera a midlaranum, vinsamlegast hafid samband vid internet (AT) skyrr.is ef thessi villa kemur ovaent upp.

This might be caused by security filters on the server, please contact internet (AT) skyrr.is if you think this messages should not be here. :-)

You don't have permission to access this page on this server.

1/11/06 02:00

Upprifinn

hefur þetta ekki bara eitthvað með óvini Ríkisins að gera?

Ziyi Zhang:
  • Fæðing hér: 13/11/06 17:34
  • Síðast á ferli: 1/12/08 08:26
  • Innlegg: 75
Eðli:
Æðisleg í alla staði.
Æviágrip:
Fæddist árið 1979 í Peking, Pabbi minn er hagfræðingur og mamma mín var leikskóla kennari. Ég hef leikið í fjöld kvikmynda á borð við þvottabjarnar prinsessan, Vegurinn heim og Hetja.