— GESTAPÓ —
Ziyi Zhang
Óbreyttur gestur.
Saga - 1/11/05
Philly Cheung IV

Guli skólabíllin stoppaði sem endranær á horninu og hún hoppaði inn. Hún var með veðraða leðurtösku fyrir bækurnar og nestið sitt. Hún settist niður og leit útum gluggan. Hún var ekki vön að fara í þennan skóla. Hún hafði verið í öðrum skóla og var því allveg ný. Hún var rekinn úr þeim skóla vegna þess að hún bjó ekki í hverfinu sem hann var staðsettur.

Foreldrar hennar höfðu áhyggjur afþví að hún fengi lélega menntun í skólanum í þeirra hverfi svo hún skráði lögheimili sitt hjá ömmu sinni sem bjó í hverfi með mun betri skóla. Hún reikaði því ein aðskilinn frá vinum sínum og félögum um niðurnídda gangi skólans.

Hún hafði verið í þeim skóla í tvö ár þangað til skólasvæðis Gestapó’ið bankaði upp á. Og leitaði í húsi ömmu hennar til að ganga í skugga um að hún byggi þarna í alvörunni. Eftirlitsmaðurinn hafði fagnað yfirlætislega yfir að hafa staðið gömlu konunna að verki. Því næst grátbað Philly skólastjórann um að leyfa sér að vera og hún bauðst til að flytja til ömmu sinnar. En allt kom fyrir ekki.

Einokunarastaða ríkisskólanna drekkti öllum framförum. Eitt sinn voru sumarleyfi til þess að krakkar gætu farið og reytt arfa á ökrunum. En löguðu skólarnir sig að iðnaðarsamfélaginu? Nei.

Verkalýðshreyfinginn kennir öllu öðru heldur en þeim sjálfum um slakan árangur ríkisskólana. Það vantar alltaf meiri pening, betri útbúnað og meiri þjónustu. Og það verður að bjóða körkkunum upp á bestu mögulegu menntun svo einungis fólk með kennara réttindi er ráðið – það verður að bjóða börnunum upp á það besta. Samanborið við kaþólsku skólanna með um helming fjármagnsins og kennara án sérstakra kennararéttinda eru kaþólsku skólarnir þeim samt fremri – það er börnunum boðið upp á!

Núna var hún föst í skóla þar sem meðalmennska var verðlaunuð og klósettin stífluð. Verst fannst henni þó að hún var búin með alla sögu áfangana sem voru í boði þar. Hún hafði verið svipt vali sínu og hún þurfti að sækja sögu áfanga í einkaskóla. Hún andvarpaði og sagði með sjálfri sér:

,,Það eina sem er verra en ríkis einokun er einokun verkalýðsfélaganna.”

   (26 af 29)  
1/11/05 22:00

Offari

Þetta er vel skrifað hjá þér og ég hef ekki misst af neinum kafla hingað til Takk.

1/11/05 22:01

Ziyi Zhang

Þakka þér.

1/11/05 22:01

krumpa

meira meira meira!

1/11/05 23:00

Ziyi Zhang

Meira á leiðinni, róleg kona.

1/11/05 23:01

Jóakim Aðalönd

[Verður spenntur]

1/11/05 23:01

Ziyi Zhang

[Byrjar að skrifa]

2/11/05 00:01

Heiðglyrnir

[Fylgist með]

Ziyi Zhang:
  • Fæðing hér: 13/11/06 17:34
  • Síðast á ferli: 1/12/08 08:26
  • Innlegg: 75
Eðli:
Æðisleg í alla staði.
Æviágrip:
Fæddist árið 1979 í Peking, Pabbi minn er hagfræðingur og mamma mín var leikskóla kennari. Ég hef leikið í fjöld kvikmynda á borð við þvottabjarnar prinsessan, Vegurinn heim og Hetja.