— GESTAPÓ —
Valþjófur Vídalín
Óbreyttur gestur með  ritstíflu.
Dagbók - 1/11/05
Nýr maður á Baggalúti

Ég sá engan stað til að kynna mig annars staðar, svo ég tók til bragðs að skrifa nýtt félagsrit, þó stutt og snubbótt sé.

Komið þér sæl, kæru Baggalútsmenn. Ég hef reyndar séð á hinni stuttu ferð minni á þessum fáu dögum síðan ég innritaðist, að hér eru allnokkur dýr önnur en mannskepnur. Það þykir mér þó kyndugt og all nokkuð fáheyrt, en skemmtilegt þó.

Ég er orðinn gamall og fúinn sem á grönum má sjá. Ég hef lengst af starfað við ostagerð og grúsk hvers kyns, í bókasafni Páfagarðs, en um þetta má allt lesa í æviágripi mínu. Ég hef litla sem enga reynslu af skrifum á vefsíður sem þessar, en líst þó allvel á síðuna baggalútsku, því hér sé ég skáldskaparmál og vísindaakademíu, sem mér þykir mikið til koma, en slíku er sjaldnast að dreifa á þeim síðum margvarpsins sem ég hef rýnt í hingað til.

Ég vona að ég sé velkominn og mun ég reyna í hvívetna að viðhafa þau gildi sem hér eru til siðs.

Mér sýnist að hér sé neytt viskuvatns þess sem ákavíti er kallað og vil því enda á: Skál.

   (1 af 1)  
1/11/05 02:02

Ívar Sívertsen

Vertu velkominn og habbðu það gott

1/11/05 02:02

Valþjófur Vídalín

Þakka yður fyrir, kæri herra Sívertsen. Eruð þér skyldir ljóðskáldinu Rakel Sívertsen?

1/11/05 02:02

Jóakim Aðalönd

Velkominn Valþjófur. Mér líst vel á byrjunina hjá þér og segi: Skál!

1/11/05 02:02

Húmbaba

Skál!

ps. Ég hrósa þér í hástert fyrir eitt myndarlegasta skegg Baggalúts

1/11/05 02:02

Upprifinn

Velkominn. Þú ert hinn efnilegasti nýliði.

1/11/05 02:02

Offari

Velkominn Valþjófur.

1/11/05 02:02

Herbjörn Hafralóns

Velkominn herra Vídalín.

1/11/05 02:02

Haraldur Austmann

Þú notar alltof margar, kommur, maður.

1/11/05 02:02

Valþjófur Vídalín

Jú, þökk fyrir hólið um skeggið. Því safnaði ég meðan ég var bókaormur á skjalasafni Vatíkansins.

1/11/05 02:02

Valþjófur Vídalín

Já, það er rétt að þriðja setning í annari málsgrein er helst til löng, með mörgum kommum, en það er betra en of fáar kommur.

1/11/05 02:02

Jóakim Aðalönd

Byrjar Haraldur að ibba sig. Ekki hlusta á úrtölurnar í Haraldi. Hann á við erfiðleika að stríða blessaður. Honum leiðist nefnilega hérna á Gestapó, en vill ekki fara. Hann er eins og krakki sem leggst í gólfið og orgar og lemur.

1/11/05 02:02

Haraldur Austmann

Ææææ, ég hélt að öndin vissi að það er y í ybba. Sbr. ybba gogg.

1/11/05 03:00

Jóakim Aðalönd

Hvað sem því líður, bauðstu manninn ekki einu sinni velkominn, heldur byrjaðir strax að fetta fingur út í einhver smáatriði í textanum, í stað þess að lesa aðeins innihaldið. Þú átt greinilega bágt og ert búinn að eyðileggja allt með þessari meinbægni í þér. Skamm!

1/11/05 03:00

Haraldur Austmann

Ekki þetta fjaðrafok alltaf stöðugt hreint.

1/11/05 03:00

Ugla

"meinbægni" er það orð...?

1/11/05 03:00

Valþjófur Vídalín

Svona, svona. Ekki fara að rífast vegna mín. Deilur eru fánýtar.

1/11/05 03:00

Haraldur Austmann

Ekki um keisarans fiðu...skegg, fyrirgefðu.

1/11/05 03:00

Jóakim Aðalönd

[Íslenzk orðabók segir:]

Mein-bægni KV ÓB yfirgangur, það að vilja ýta e-m til hliðar, meinsemi.

Þú kannt kannske ekki að fletta í orðabók, óupplýsta, illa lesna druslan þín?!

1/11/05 03:00

Tigra

Ég sé ekkert kyndugt eða fáheyrt við mig!
En skemmtileg er ég.
Ójá.

1/11/05 03:00

Haraldur Austmann

Hvað er e-m? Eggman?

1/11/05 03:00

Ugla

"óupplýsta, illa lesna druslan þín".....
Það er aldeilis að menn eru yfir sig spenntir!

1/11/05 03:00

Vladimir Fuckov

Vjer bjóðum nýliðann Valþjóf Vídalín hjer með formlega velkominn, byrjunin lofar góðu. Skál !

1/11/05 03:00

Haraldur Austmann

Æ já, vertu velkominn Vídalín. Fyrirgefðu dónaskapinn en ég gleymdi mér alveg á veiðum. Það er bara ekki hægt að hætta þegar fífl æsa sig og bíta á, aftur og aftur.

1/11/05 03:00

Valþjófur Vídalín

Ja hérna. Ég hélt að hér myndum við skiptast á kurteislegum kveðjum og ég yrði kynntur fyrir öðrum (sem reyndar nokkrir hafa sýnt tilhneigingu til), en í staðinn er þetta orðinn vettvangur fyrir deilur og dríldni. Ég er bara gáttaður.

Ég vil þakka fyrir mig, þeim er sýnduð rausn og risnu.

1/11/05 03:00

Tigra

Valþjófur minn. Ekki taka mark á þeim.
Það er búið að vera hamagangur hér á gestapó sem er ný búinn að lægja.. ég hugsa að fólk sé bara í einhverju spennufalli og sparar ekki stóru orðin.
Halli er reyndar alltaf önugur, en maður leiðir það bara hjá sér.

Alls ekki taka þetta persónulega, komdu frekar á Kaffi Blút og skálaðu við mig.

1/11/05 03:00

Jóakim Aðalönd

Ugla: Ég var búinn að segja þér að ég myndi aldrei svara þér framar öðru vísi en með fúkyrðum.

Haraldur: E-m þýðir ,,einhverjum". Kennt í íslenzku hundraðogeitthvað í framhaldskóla, ef þú fórst þá í skóla.

1/11/05 03:00

Haraldur Austmann

Nú? Ég hélt að E-m væri kannski brot út afstæðiskenningunni.

1/11/05 03:00

Vladimir Fuckov

Til viðbótar því er Tigra sagði má bæta við að stundum er tekið afar sjerkennilega á móti nýliðum hjer og má jafnvel stundum líkja því við e.k. eldskírn eða jafnvel undarlega busavígslu.

1/11/05 03:00

Siggi

Velkominn Vídalín og fjandinn eigi þig Haustmann

1/11/05 03:00

Haraldur Austmann

Siggi, vertu úti.

1/11/05 03:00

Valþjófur Vídalín

Busavígslu hélt ég ekki að ég ætti eftir að upplifa, síðan ég var ,,busaður" í menntaskóla í gamla daga. Þá var ég ungur og ör.

1/11/05 03:00

Anna Panna

Busun er eitthvað sem allir alvöru nýliðar á Baggalúti þurfa að ganga í gegnum. Þeir sem sleppa í gegn án hennar eru annars flokks þegnar og ekki þess verðugir að pússa stígvél ritstjórnar. [Klappar á kollinn á Vídalín og sturtar glimmeri í skeggið hans ]

1/11/05 03:00

Anna Panna

En já, annars bara velkominn, þú ert vel skrifandi og það kann ég að meta!

1/11/05 03:00

Nermal

Velkominn sért þú Valþjófur. Vonandi verða skrif þ´n mörg og góð !!

1/11/05 03:00

Vímus

.Eg býð þig að sjálfsögðu velkominn líka en ég verð að spyrja þig einsog aðra nýliða.

1. Á hvaða lyfjum ertu?
2. Með þennan feril að baki t.d. ostagerð þætti mér ekki ólíklegt að þú vissir eitt og annað um lyfjagerð.
Sendu mér allt slíkt í einkapósti

3.Nafnið Valþjófur Vídalín er ég nokkuð viss um að er til komið af þeirri einföldu ástæðu að til er óþokki að nafni Rammþjófur Rídalín.

4 Ertu skyldur honum eða er maðurinn sjálfur mættur hér?

1/11/05 03:00

albin

Velkominn Valþjófur. Ertu nokkuð frá Valþjófsstöðum?

1/11/05 03:00

Kargur

Velkominn Vídalín. Ertu skyldur Víndalín?

1/11/05 03:00

Blástakkur

Ég legg til að þú sýnir mér tilhlýðilega virðingu og þá mun ég leyfa þér að lifa.

Ef það er ekkert vandamál þá vil ég formlega bjóða þig velkominn.

Ef þig vantar djobb þá er laus staða yfirhandaafhöggvara hjá Fólskumálaráðuneytinu.

1/11/05 03:00

Gimlé

Velkominn, Þjófsi!

1/11/05 03:00

Offari

Er Anna að meina að ég sé bara annarsfloks Gestapói?

1/11/05 03:00

Golíat

Velkominn, alltaf gaman að rekast á Fljótsdælinga.
Hvað er að frétta af dalnum, heimtur góðar vænti ég?

1/11/05 03:00

Skabbi skrumari

Eins og þú kannske sérð, þá er kauði úr Víðidalnum en ekki Fljótsdalnum... Golíat minn...
Hann gæti þó verið ættaður þaðan eða úr Önundarfirði samanber nafnið...

Velkominn Valþjófur... Skál

1/11/05 03:00

feministi

Skál þjófur skál!

1/11/05 03:00

Golíat

Ah, þakka þér Skabbi, sé það núna þegar ég nennti að lesa æviágripið. En hvernig smalaðist þá þarna í Víðidalnum og er hann jafn leiðinlegur að smala hann og nafnið bendir til?
Annars hafa einmitt alltaf verið miklir val-þjófar í Fljótsdalnum. Síðasti sauðþjófurinn býr þar og kemst upp með að skjóta þær kindur og husla sem álpast inn fyrir hans ónýtu skrógræktargirðingu, sem hann á löngum köflum gerir enga tilraun til að halda við. Var dæmdur í 15.000 króna sekt í ríkisjóð fyrir að skjóta nokkrar kindur fyrir nágranna sínum og þurfti auk þess að leggja niður byssuhald í nokkra mánuði. Fáránlegt. Þá held ég að Brimarhólmsdvöl hefði verið betur við hæfi eins og fyrrum.

1/11/05 03:00

Skabbi skrumari

Húnvetningar eru náttúrulega almestu sauðaþjófarnir, en greinilegt að Fljótsdælir eru einnig iðnir við kolann...

1/11/05 03:01

Offari

Víðidalur var í Möðrudalshreppi, ég held að hann tilheyri fljótdalshéraði í dag.

1/11/05 03:01

Golíat

Hann þvælist nú ekki fyrir gangnamönnum víðirinn í Víðidal á Fjöllum.

1/11/05 03:01

Valþjófur Vídalín

Hér eru svör við nokkrum spurningum sem ég hefi fengið: Ég er því miður ekki frá Valþjófsstað, þeim fræga. Ég kannast ekki við nein skyldmenni nefnd Víndalín. Ég mun sýna yður tilhlýðilega virðingu herra Blástakkur. Ég hef óbeit á hvers kyns ofbeldi og ætla því ekki að sækja um stöðu yfirhandaafhöggvara, enda kominn á eftirlaun fyrir löngu.

Úr Víðidalnum er svosem allt gott að frétta. Heimtur voru góðar og féð vænt. Ég vil þakka góðar móttökur hjá yður öllum.

1/11/05 03:01

Mjákvikindi

.... Þeir eru slyngir Húnvetningar.... Velkominn.

1/11/05 03:01

B. Ewing

Velkominn Valþjófur. Þetta er bara til að tryggja fyrsta flokks borgararétt. [Setur jólasveinahatt á Valþjóf, hengir á hann rauða skykkju og setur upp skilti SÚPERJÓLASVEINN. Myndataka 500 böggur]

[Stillir Valþjófi upp á áberandi stað]

1/11/05 03:01

Valþjófur Vídalín

Ég hlæ við, enda hef ég oftar en ekki verið jólasveinn á skemmtunum fyrir börnin, en gert minna af því í seinni tíð, vegna aldurs. Bakið er farið að segja til sín og gigtin hefur versnað undanfarið.

1/11/05 03:01

Golíat

Hvað er að heyra Valþjófur, ertu orðinn svona lélegur. Það er etv best fyrir þig að panta pláss í Kistunni með honum Haraldi, verst hvað karlinn er orðinn önugur og hálf ruglaður upp á síðasta kastið.

1/11/05 03:01

Valþjófur Vídalín

Nei, ég hef það gott heima hjá mér. Barnabörnin eru svo dugleg að koma í heimsókn, þó amma þeirra sé dáin fyrir nokkrum árum. Ég get séð um mig sjálfur, þar til ég geyspa golunni.

1/11/05 04:01

U K Kekkonen

Velkominn Valþjófur Vídalín.

1/11/05 04:01

Hakuchi

Velkominn á þetta stafræna afdrep Valþjófur Vídalín. Þín fyrstu spor lofa góðu og vona ég að þú njótir dvalarinnar. Megi allir vegir vera þér færir.

1/11/05 05:01

Lopi

Velkominn Valþjófur. Láttu mig vita þegar þú geyspar golunni. Þá ætla ég að prjóna eitthvað fallegt úr skegginu.

Valþjófur Vídalín:
  • Fæðing hér: 31/10/06 17:24
  • Síðast á ferli: 27/10/15 22:32
  • Innlegg: 73
Eðli:
Valþjófur Vídalín er kominn af Páli Vídalín lögmanni, sem aðstoðaði Árna Magnússon við jarðabókina góðu. Þið hafið kannski heyrt af honum.
Fræðasvið:
Ostagerð, almennt grúsk og stærðfræðileg reiknirit.
Æviágrip:
Fæddist í Víðidalnum fyrir all löngu síðan. Þar átti ég að læra til prests, en fannst það ekki fýsilegur kostur. Ég fór því ungur til Grikklands að læra ostagerð, með Feta sem aðalgrein. Eftir að hafa starfað við ostagerð þar í landi um árabil, skall á styrjöld og ég var fenginn í sjúkraflutninga. Eftir að friður braust út, fór ég svo til Ítalíu að læra myndhögg, en leiddist sú iðja og leitaði á náðir Vatíkansins og fékk þar starf við að grúska í bókasafni Páfagarðs. Þar varð ég ýmsu fróðari um margt sem ekki má segja almúganum. Ég fór þaðan svo til Sviss til frekari lærdóms í ostagerð og starfaði þar til loka starfsævi minnar. Ég hef nú verið á eftirlaunum um árabil og má segja að nú upplifi ég áhyggjulaust ævikvöld.