— GESTAPÓ —
Júlíus prófeti
Óbreyttur gestur með  ritstíflu.
Dagbók - 31/10/07
746 ára angist

eða þar um bil...

Og í því samhengi, þá er þetta bersýnilega ekki að gera sig.

Þá hlýtur að vera kominn tími á að ganga Noregskonungi aftur á hönd.

   (1 af 2)  
31/10/07 07:02

Þarfagreinir

Sammála. Þetta er komið gott.

31/10/07 07:02

Villimey Kalebsdóttir

Já, æjji það væri ekkert vitlaust. [andvarpar]

31/10/07 07:02

Tigra

Já. Mig minnir að það hafi verið Günther sem var að segja mér það um daginn að flestallir íslendingar ættu meira tilkall til norsku krúnunnar en norska konungsfjölskyldan sjálf.
Getum við ekki bara tekið undir okkur Noreg?

31/10/07 07:02

Villimey Kalebsdóttir

Skildum við geta notað peningin frá Rússum til að kaupa Noreg..

31/10/07 07:02

Hexia de Trix

Flott. Ég er alveg til í að hafa hana Mette-Marit sem drottningu, hún er svo hugguleg stúlka. Og Halla sem kóng, seiseijá, það vilja örugglega margar dömur "þjóna undir" slíkum konungi...

31/10/07 07:02

Sundlaugur Vatne

Hmm, þið eruð ekki alveg að átta ykkur á þessu. Réttborinn arfakóngur okkar er Margrét Ingiríður Þórhildur Alexandría af Lukkuborgarætt. Hún er jú afkomandi Margrétar miklu sem erfði Danmörku og Noreg á 14. öld og þá fylgdi Ísland (og Baggalútía) með í pakkanum.
Síðar glutraði kóngur (þá Friðrik VI.) Noregi til Svía en hélt blessunarlega Íslandi. Tæpri öldi síðar þegar Noregur öðlaðist sjáfstæði var það undir stjórn nýrrar konungsættar, sem á ekkert tilkall hér.
Lengi lifi drottningin. Vér Vatne-menn erum konungssinnar.

31/10/07 08:00

Bismark XI

En hvað er orðið af hinu konunglega blóði sem rennur um æðar Íslendinga (í það minsta mínum æðum). Því við erum jú kominn af henni Melkorku Mýrkjartansdóttur. Það sem við þurfum er erfða stríð hér á landi á milli afkomenda hennar og þar sem þið virðist ekki vera undan henni þá bíð ég ykkur að ganga í lið mitt gegn hinum hópunum og taka síðan Noreg, Danmörku og Írland sem okkar rétt.mæddu eign.

31/10/07 08:00

krossgata

Bah!!! Norskt samsæri. Vissi það.

31/10/07 08:00

Jarmi

JARMI KÓNGUR!

31/10/07 08:00

Bismark XI

Nei Bismark Konungur Fyrsti og sá Tíundi af ætt Bismarka.

31/10/07 08:01

hlewagastiR

Óskapleg yfirvaldadýrkun er þetta. Nú er kominn tími til að afnema þjóðríkið og öll yfirvöld. Skjótum helstu valdamenn, Veðurstofustjóra og Landsbókavörð, og þá eru ég fínar forsendur fyrir heilbrigðu anarkíi sem hefur bráðvantað á Norðurlöndum síðan fasistar brenndu þann sælureit, Kristjaníu.

31/10/07 08:02

Bismark XI

Ég skal endur reisa Kristjaníu við gravarvogin.

31/10/07 08:02

Günther Zimmermann

Sundlaugur gleymir því að hin forna danska konungsætt dó út og nú ríkir norðurþýzki lágaðallinn af Glücksborg. Frekar Norðveg en þá. Enda, eins og Tígra nefndi, erum við öll komin undan Magnúsi berfætta, og eigum því stærra tilkall til norsku krúnunnar en afkomendur danska prinsins sem nú bera þá krúnu.

31/10/07 08:02

hlewagastiR

Magnúsi berfætta já. Jón ríki Loftsson, fóstri Snorra Stu (og sumir segja sjá sem reisti JL-húsið) var dóttursonur hans. Getum við ekki dubbað hann upp sem pseudo-kóng og fundið svo út með aðstoð Íslendingabók erfðalínuna til dagsins í dag. Svo er bara að dubba viðkomandi upp í kóngsdjobbið hvort sem sá er ræsisróni eða eitthvað annað.

31/10/07 09:01

Sundlaugur Vatne

Þið eigið ekki að vera með þessi andsk... útbrot, heldur fylgja aðferðum vísindanna. Einir 5 synir Magnúsar berfætta komust til valda eftir hans dag og erfðaröðin eftir þá löngu óumdeild, þó vissulega hafi mikið gengið á í þá daga.
Gunnþór timburmaður, Lukkuborgarættin er réttur og löglegur arftaki Aldinborgarættarinnar á valdastóli í hinu forna norsk-danska konungsveldi er Ísland heyrir undir. Það er ekkert nýtt undir sólinni. Ekki einu sinni að ein konungsætt taki, fyllilega löglega, við af annari. Hvað hafa margar ættir t.a.m. setið að völdum í Bretaveldi síðasta kvartárþúsundið?
Þú, Bismark XI, skalt ekki voga þér að koma upp einhveju stjórnleysingjabæli á einum friðsælasta stað á höfuðborgarsvæðinu.

31/10/07 10:01

hlewagastiR

Sundlaugur, það verður seint sagt um norska konunga á 12-15 öld að erfðaröðinn sé óbreytt. Hver loddarinn á fætur öðrum skaut upp kollinum og þóttist sonur nýdauðs kóngs. Ólafur helgi, Sverrir „Sigurðsson“ eru þeir frægustu, en í raun var hending ef konugur var konungsson í raun. Við vitum þó að Jón var dóttursonur hins berfætta og vitum líka að íslenskar ættartölur eru skárri en annað tiltækt þó að gallaðar séu. Og hana nú.

31/10/07 10:02

Sundlaugur Vatne

Jafnvíst er um meintan afa Jóns Loftssonar (sem byggði JL-húsið) og faðerni Haraldar Gilla. Þó þurfti Gilli að gangast undir járnburð til að sanna sitt og varð konungur og hálfbræður hans einnig.
Vissulega var margt óvíst á óróatímum í Noregi. Þó má segja að festa hafi verið komin á á 13.öld. Á þeirri 14. sameinuðust Norðurlönd síðan undir valdi Margrétar miklu Valdimarsdóttur og með réttu ættu réttbornir erfingar (lesist Margrét 2.) þess Valdimars að sitja á valdastóli á Norðurlöndum öllum

Júlíus prófeti:
  • Fæðing hér: 4/9/03 11:41
  • Síðast á ferli: 6/2/23 21:29
  • Innlegg: 12
Eðli:
Umdeildur.
Fræðasvið:
Spá/smádómar hverskyns, gullgerðarlist
Æviágrip:
Fæddur í Júdeu fyrir margt löngu, var á rölti þar í kring um margra ára skeið, man ekki hvort hann átti um tíma 30 silfurpeninga. Gaf þó um tíma út áhugaverðar bækur á skinni, en þær eru allar löngu orðnar að sokkaleistum eða hafa verið tuggnar. Sérlegur óvinur templara, sem átu einmitt flest bókmenntastórvirki hans.