— GESTAPÓ —
voff
Fastagestur.
Gagnrýni - 9/12/03
Gagnrýni Hundingjans á bankana

Loksins, loksins. Loksins hefur upp risið gagnrýnandi sem gnæfir yfir öðrum gagnrýnendum sem fjall yfir sléttlendi. Það er hrein og klár skylda okkar að viðurkenna hann.

Enginn vélstrokkur, ekkert tilberasmér, bara góð gagnrýni. Rökstutt, einfalt, áhrifaríkt. Þroskað myndmál og tilþrif í stíl án þess þó að farið sé út í væmni eða tilgerð. Fjórar stjörnur.

   (4 af 7)  
voff:
  • Fæðing hér: 2/9/03 12:56
  • Síðast á ferli: 24/4/09 22:55
  • Innlegg: 167
Eðli:
Hundurinn Voff er hvoru tveggja flekklaus sál og glettin. Árvökull lögregluhundur með sérþekkingu á fangelsismálum.
Fræðasvið:
Afbrotafræði, fangelsisfræði, glæpasálfræði, lögfræði og guðfræði. Sjálfmenntaður að mestu utan starfsnám í fangelsum og eina önn bréfaskóla fangelsishunda í Austin Texas.
Æviágrip:
Fæddur einhvers staðar á Santa Fe vegi 1854. Skýtur síðan upp kollinum í ríkisfangelsum í Texas, Nýju-Mexíkó og Kansas, allt eftir því hvar Dalton-bræður eru staðsettir. Óvíst um dvalarstað eftir andlát teiknarans Morris, en þó talinn hafa verið innanhúss hjá Dargaud-útgáfufélaginu. Hvernig hann komst til Íslands og varð hluti af heimavarnarliði Baggalúts er flestum hulin ráðgáta.