— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Bauninn
Fastagestur með  ritstíflu.
Dagbók - 2/11/05
Julefrokost

Um jólaleytið er oft upplagt hér í kóngsins Kaupmannahöfn að skella sér í Julefrokost eins og Daninn kallar það!

Á laugardaginn var ákvað undirritaður að skella sér í Tívolí til að smakka á þessari vinsælu hefð Dana, Julefrokost. Það er hægt að segja að jólastemmningin hafi komið yfir mann þegar maður kom inn í Tívolí og sá allt þetta jólaskraut! Maður tillti sér niður inn á stað sem heitir Balkonen. Maður var varla sestur niður þegar maður var búinn aðs skola niður Tuborg Jólamjöð og Gamel Dansk með, það er fátt danskara. Það er líka hægt að hrósa Dananum fyrir þessar kræsingar sem voru á þessu hlaðborði, allt frá spriklandi fiski til klaufdýra!
Það er hægt að segja að þessi matur fái 9 í einkun af 10. Það var eitt sem vantaði uppá fullkomna einkunn. Daninn hefur ekki sósu með steikini! Við vorum nú 6 Íslendingar við borðið og erum við vön um að geta drekja kjötinu í sósu en ég vissi ekki hvert þjóninn ætlaði þegar ég bað um sósu. Það var eins og ég væri að byðja hann um að skjóta sig. Já, blessaði þjóninn staulaðist inn í eldhús og kom með sósu handa liðinu og vitir menn, var þetta bara ekki eins og brúna sósan hennar mömmu á jólunum!

Mæli ég með fyrir alla menn sem eru að þvælast til ríki Margrétar Sígó að kíkja í Julefrokost, ekki bara fyrir bragðkyrtlana heldur líka til að fá blessaða jóla andann yfir sig!

Med vinlig hilsen
Bauninn

   (1 af 1)  
2/11/05 04:01

Finngálkn

Helvítis danir meiga brenna í helvíti!!!

2/11/05 04:02

Hakuchi

Maður lifandi hvað maðurinn skrifar oft maður, maður. Að öðru leyti góður pistill um góðan mat. Ég myndi fórna meðalstóru Afríkuríki fyrir góða purusteik.

Vertu annars velkominn bölvaður bauninn þinn.

2/11/05 04:02

Bauninn

Ég skal reyna að stilla orðinu "maður" í hóf Hakuchi minn! Þakka þér fyrir ábendinguna.

2/11/05 04:02

Hakuchi

Það var lítið Bauninn.

2/11/05 04:02

Jóakim Aðalönd

Þetta er fín gagnrýni. Þú veizt samt að það er hægt að skrifa félaxrit sem gagnrýni fremur en dagbók, ekki satt Bauninn?

Skål!

Bauninn:
  • Fæðing hér: 27/9/06 18:30
  • Síðast á ferli: 17/9/07 20:52
  • Innlegg: 227
Eðli:
Íslenskur námsmaður fastur í klóm harðstjórnar Margrétar Danadrottningar.
Fræðasvið:
Hin forna danska tunga.
Æviágrip:
Fæddur í Reykjavík. Tel mig ekki vera mikinn Reykvíking enda eldrei búið þar. Ég ku vera allinn upp vestur á Seltjarnarnesi eða svo er mér sagt. Búinn að lifa lífinu nóg og ákvað að hverfa úr skarkala smáborgarina til veldi Danans til að nema Danska tungu og önnur fræði.