— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Glundroði
Fastagestur með  ritstíflu.
Saga - 1/11/05
Eia, eia!

Í æsku gerðist ég handgenginn Þórbergi Þórðarsyni og marglas allar hans bækur svo þær voru nánast tætlur á eftir. Þar lærði ég að meta góðan stíl. <br /> <br /> Á unglingsárum heillaði Albert Camus sig með sínum orðknappa og tæra stíl sem færði honum nóbelinn en svo fórst hann í bílslysi í blóma lífsins. <br /> <br /> Síðan hef ég unnið að því að þróa stíl minn í anda Alberts í allnokkur ár og birti hér nýjustu afurð mína, örsögu, sem er tileinkuð snillingnum. Þetta er jafnframt mitt fyrsta félagsrit. <br /> <br /> Njótið þið vel kæru vinir!

Það er kunnara en frá þurfi að segja.

   (1 af 1)  
1/11/05 00:00

Þarfagreinir

Merkilegt. Ég þurfti að stilla fartölvuskjáinn af til að sjá nokkuð úr þessari mynd - fyrir mér var hún kolsvört í fyrstu.

Áhugavert fyrsta rit, svo ekki verði meira sagt.

1/11/05 00:00

Græneygðogmyndarleg

Góður, eitt það besta sem ég hef séð hingað til.

1/11/05 00:00

Offari

Já og gleðileg Jólin. Takk

1/11/05 00:00

Græneygðogmyndarleg

Já myndin er nokkuð dökk, er þetta sjálfsmynd ?

1/11/05 00:00

B. Ewing

Sagan og myndin ná að tengjast i listrænu samhengi. Ekki veit ég hvert samhengið er en góð byrjun.

Ætla ekki að hnýta í þann sem líkar við rit Þórbergs, samt hef ég enn ekki getað stautað mig í gegnum ritsmíðar hans.
Ritaði kallinn aldrei neinar bækur fyrir byrjendur í lestri á hans ritsmíðum eiginlega?

1/11/05 00:00

Glundroði

Myndin er vissulega afar dökk og er það gert af ráðnum hug. Myndin er af höfundi og tekin af einkaljósmyndara hans. Þema myndarinnar er ofangreind örsaga og á sagan og myndin að mynda eina listræna heild. Við töku myndarinnar var, að tillögu höfundar, reynt að nálgast andrúm og inntaks "Óps" Edwards Munchs sem er einn af áhrifavöldum höfundar.

1/11/05 00:00

Billi bilaði

Mjög gott. Vel notið.
Svo vísar titllinn líka til ljóðs eftir Laxness.

(Af Þórbergi má kannski segja að æfisaga Árna prófasts Þórarinssonar sé það auðlesnasta sem ég hef lesið af hans verkum.)

1/11/05 00:01

Jóakim Aðalönd

Þessi saga er eitt af því sem mér finnst ekki og ég endurtek ekki.

1/11/05 00:02

krumpa

Töff mynd! Töff rit!

1/11/05 01:01

Skabbi skrumari

Það hlýtur að vera eitthvað sem fer framhjá mér...

1/11/05 02:01

blóðugt

Únglíngurinn í skóginum.

1/11/05 04:00

Glundroði

Byrjendum í lestri bendi ég á bókina Sálminn um blómið. Bækur Þórbergs voru mér auðlesnar í barnæsku. Bendi, þeim sem unna íslenskri tungu, á bók hans Einum kennt, öðrum bent.

Glundroði:
  • Fæðing hér: 19/9/06 09:10
  • Síðast á ferli: 7/10/08 22:24
  • Innlegg: 240