— GESTAPÓ —
Regína
Heiðursgestur.
Sálmur - 5/12/12
Sumarvísur

Ef ég vil nú yrkja ljóð
og óðarketil gista
þarf í orða- að sækja -sjóð
á sumardaginn fyrsta.

Þykir gott ef vetrarvald
vatnið tekst að frysta
síðast áður sleppist hald
á sumardaginn fyrsta.

Vonir góðar gefur oss
um grænkun birkikvista
sunnanblær og sólksinsfoss
á sumradaginn fyrsta.

Nú sem oftar okkur má
eftir vori þyrsta.
Hlýðum sæl á söngvaskrá
sumardagsins fyrsta.

   (4 af 23)  
5/12/12 01:01

Billi bilaði

Það er gott að sumarvísurnar þínar slógu út jólavísurnar mínur af forsíðunni. c",

5/12/12 01:01

Regína

Það var nú eini tilgangurinn. [Ljómar upp]

5/12/12 02:00

Huxi

5/12/12 02:01

Offari

Gleðilegt sumar.

5/12/12 02:01

Mjási

Jæja!

síðast áður sleppist hald
á sumardaginn fyrsta.

Hér þarf eitthvað að laga.

Gleðilegt sumar.

5/12/12 02:01

Grýta

Flott!
Gleðilegt sumar.

5/12/12 02:01

Regína

Mjási, ég laga ekki neitt. Þetta er leirburður og þar að auki er þarna slæm innsláttarvilla sem ég sá ekki í gær.

5/12/12 03:00

Einstein

Mjög vel gert.

5/12/12 03:01

Madam Escoffier

Madaman baðar sig í sumarsólinni eftir þennan lestur.

5/12/12 04:01

Garbo

Þessar vísur ylja og kæta. Gleðilegt sumar.

5/12/12 04:01

Heimskautafroskur

Gleðilegt!

5/12/12 10:01

Vladimir Fuckov

Skál !

5/12/12 10:02

hvurslags

Afar fallega ort. Leirinn er víðs fjarri.

5/12/12 16:01

hvurslags

Var að lesa þetta aftur, bætir enn og kætir. Og vonandi misskildir þú ekki athugasemd mína hér fyrir ofan þannig að þú hefðir einhvern tímann ort leir!

5/12/12 17:01

Regína

Hehe, ég hef ort leir. En ég þakka fyrir falleg orð.

7/12/12 01:01

krossgata

Það er mikið meira sumar í kveðskapnum en þarna úti.
[Hlýjar sér í sumrinu]

1/12/13 12:02

ullarhaus

Mjög fagmannlegt; )

Regína:
  • Fæðing hér: 17/9/06 15:56
  • Síðast á ferli: 11/3/24 15:28
  • Innlegg: 25218
Eðli:
Hlédræg, hógvær, hlýleg og virðuleg. Elskuleg kona sem man tímana tvenna, eða þrenna.
Fræðasvið:
Hallarblæti, teningaþvætti, nýliðaþjálfun.
Æviágrip:
Þið getið lesið minningargreinarnar ef þið lifið lengur en ég.
Þangað til skuluð þið bara fylgjast með.