— GESTAPÓ —
Regína
Heiðursgestur.
Sálmur - 7/12/10
Sigling.

Ég var beðin um vísur fyrir áhugaleikhús í Finnlandi. Hetjan var á Íslandi þar sem hann hitti galdramann, en á leiðinni til Finnlands lendir skipið í miklum stormi. Allt í víkingastíl.

Hátt rís aldan, heggur stafn
heljar för í sjóinn,
örstund síðar aftur jafn
er hann saman gróinn.

Veltur skip og voðir slást,
votar hetjur stíga
öldur þær sem aftur sjást
oní sjóinn hníga.

Magavíl í miklum ham
mesta kappann hrjáði.
Hann þó staðfast horfði fram
hörðu augnaráði.

Ísland sekkur sæinn í,
senn má loforð efna.
Töfranesti náðist, því
nú skal austur stefna.

   (7 af 23)  
7/12/10 06:01

Offari

Nú skal austur stefna...

7/12/10 06:01

Billi bilaði

Frábært!

7/12/10 06:01

Heimskautafroskur

Glæsilegt. Skál!

7/12/10 07:00

Það er auðvelt að lifa sig inn í þetta - afbgragðsvel kveðið.

7/12/10 07:01

Vladimir Fuckov

Eigi óglæsilegt. Skál !

7/12/10 08:01

hlewagastiR

Flott.

7/12/10 09:00

Galdrameistarinn

Löng saga sögð í stuttu máli með góðum hrynjanda og gípur mann algerlega.
Aðeins eitt orð.
Frábært.

7/12/10 10:00

Grýta

Floooott!

7/12/10 15:01

Golíat

Ditto.
Skál !

7/12/10 17:01

Altmuligmanden

Hrikalega gott. Nú er ég tilbúinn til þess að deyja enítæm.

7/12/10 17:01

Regína

Þakka hrósið, ég er sjálf mjög sátt við þessar vísur.

Ég læt fylgja hérna seinni vísurnar, ég er ekki alveg eins ánægð með þær. Þetta er síðar í leikritinu, þar sem svikari (dreki) reynir að afvegaleiða þorpsbúa frá að fylgja Örjan (þessum sem ríghélt í mastrið svo enginn sá hvað hann var hrikalega sjóveikur). Stefjahrun:

Hann vappar um í vinafans
á venjulegum skóm.
Enginn veit að hóftré hans
hlífir drekaklóm.

Klónum þeim hann krækja vill
í kærleiksríka sál.
Við það fljótt hún verður ill,
því veldur drekans tál.

Hann tæla ætlar alla þá
sem Örjan svörðu eið
svo málstað hans þeir falli frá
og fylg‘ei alla leið.

7/12/10 20:02

Garbo

Geysi gott.

8/12/10 06:02

Skabbi skrumari

Þakka þér.. Salút.

8/12/10 16:01

Kiddi Finni

Glæsilegt. Kiitos fyrir hönd landa minna. Hvar er/ var leikhúsið? Var leikið á finnsku eða sænsku?

8/12/10 16:02

Regína

Á finnsku (nema þessi kvæði) í Turku.

10/12/10 00:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

Stórvel & stæðilega kveðið - skál & ´kippis´ fyrir því !

1/11/10 12:00

Bölverkur

Þetta er vel gert. Nenni ekki að kveða fastar að orði þótt rétt væri, því það er svo væmið.

Regína:
  • Fæðing hér: 17/9/06 15:56
  • Síðast á ferli: 11/3/24 15:28
  • Innlegg: 25218
Eðli:
Hlédræg, hógvær, hlýleg og virðuleg. Elskuleg kona sem man tímana tvenna, eða þrenna.
Fræðasvið:
Hallarblæti, teningaþvætti, nýliðaþjálfun.
Æviágrip:
Þið getið lesið minningargreinarnar ef þið lifið lengur en ég.
Þangað til skuluð þið bara fylgjast með.