— GESTAPÓ —
Regína
Heiðursgestur.
Pistlingur - 2/11/05
Jeppar.

Fjöldi fólks á jeppa, bæði stóra og smáa.
Ég hef alltaf haldið að fólk fengi sér jeppa til að komast upp til fjalla, komast yfir torfærur, eiga auðveldara með að keyra í snjó og ófærð, til að berast á og sýna ríkidæmi sitt, eða til að fela minnimáttarkennd. Allt eru þetta góðar og gegnar ástæður, sem ekkert er hægt að setja út á.

En fyrir nokkrum árum fékk ég að heyra eina ástæðu enn, og mig rak í rogastans. Ég er satt að segja enn dálítið hugsi yfir þessu. Það var ung kona sem sagði að þau hjónin hefðu fengið sér jeppa, því að þannig væru börnin öruggari ef þau lentu í slysi.

Ég hef ekkert á móti því að fólk tryggi öryggi barna sinna og beri hag þeirra sérstaklega fyrir brjósti. Mér finnst það sjálfsagt og eðlilegt. Það var ekki það sem fór fyrir brjóstið á mér. Það var það að það hún skyldi ekki gera ráð fyrir þeim möguleika að börn gætu verið í hinum bílnum, og hinn bíllinn gæti verið venjulegur fólksbíll.

Berum við ekki öll umhyggju fyrir öllum börnum? Skiljanlega mest fyrir okkar börnum og okkar nánustu, en hættir umhyggjan fyrir lífi og limum fólks þar?

Eftir þetta samtal fór ég að fylgjast sérstaklega með slysafréttum. Og mikið rétt, í ótalmörgum banaslysum var hinn látni í fólksbíl, og hinn bíllinn jeppi. (Á meðan ég var að semja þennan pistling bættist eitt slíkt slys við.)

Hversu oft hefur það ekki komið fyrir mig þegar ég ek á þjóðvegum landsins að allt í einu geysist radarvarið jeppaferlíki fram úr mér, og hverfur á stuttri stund í fjarskann. Ég lít á hraðamælinn minn og er kannski á mínum venjulegu 90-100, eða jafnvel að fóturinn sé helst til þungur og ég sé um eða yfir 110. Ég fæ alltaf hroll þegar þetta gerist. Eins gott að bæði ég og jeppabílstjórinn séum vakandi og á réttum stað á veginum.

Myndi banaslysum fækka ef færri væru á jeppa?

   (22 af 23)  
2/11/05 11:01

krumpa

efast um það - ef báðir væru fólksbílar í þessum árekstrum hefðu þá ekki báðir dáið?
En....það er ákveðið öryggi fyrir mann sjálfan (en kannski ekki hina) að vera á jeppa - þó að vissulega deyi jeppafólk líka...
Hins vegar mundi banaslysum fækka ef fólk hætti að haga sér eins og fávitar í umferðinni. Af hverju þarftu endilega - á einbreiðum veg, í hálku og slabbi, að taka framúr? Er ekki allt í lagi að anda bara rólega?

2/11/05 11:01

Regína

Ég vona bara að allir jeppaeigendur beri þá umhyggju fyrir öðrum að aka varlega.

2/11/05 11:01

Herbjörn Hafralóns

Ég fer alltaf varlega á mínum jeppa og nota hann mikið til fjallaferða. [Ljómar upp]

2/11/05 11:01

Regína

Krumpa: Eða báðir lifað.

2/11/05 11:01

krossgata

Ég hef blótað jeppeigendum í mörg ár fyrir frekjuna í umferðinni, stórhættulegan framúrakstur, keyra á báðum akreinunum út á þjóðvegum og þar fram eftir götunum. Þó ég sé orðin jeppaeigandi sjálf hef ég ekki hætt að blóta þeim og gerði náttúrulega heiðarlega tilraun til að verða óþolandi í umferðinni eins og sönnum jeppaeiganda sæmir, tókst illa, svo ég tók bara upp fyrri iðju aftur að fylgja umferðarlögum. En banaslys verða ekki bara þar sem það er stór og lítill bíll sem rekast saman, þau verða í alls konar samsetningum. Það sem þarf er að íslendingar agi sig í umferðinni og láti ekki eins og þeir séu einir í heiminum eða á veginum.

2/11/05 11:01

Finngálkn

Ég á nú Ram Dodda á 44 tommum og finnst fátt skemmtilegra en að keyra utan í Yarisa - já og ef ég er í jólaskapi - keyri ég yfir þá!

2/11/05 11:02

Offari

Já vina líklega er mað öruggar í sýnum jeppa, hinsvega eru jeppar ekki eins æskilegir til hraðaksturs eins og fólksbílar. Ég á jeppa sem ég keypti til að komast yfir Oddskarðið þegar mikið lægi við.(það var reynda alautt og fólksbílafæri þegar mikið lá við) Ég ek mun hægar á jeppanum því akstureiginleikarnir eru aðrir og bensíeyðsla vex mikið ef farið er að keyra of greitt. Eitt árið missti ég tvo vini mína og einn kunningi missti konu sína í umferðarslysi og þar var í öllum tilvikum fólksbíll og jeppi að rekast saman. og vanir atvinnubílstjórar á ferð. Fyrst var verið að aka framúr og það þurfti endilega að jeppi á móti, tvö dóu í fólksbílnum en allir í jeppanum sluppu lifandi. Hinsvegar hefðu allir sloppið lifandi ef þessum frámúrakstri hefði verið sleppt óháð því hvort menn væru á fólksbíl eða jeppa. Næst var góður vinur minn að fara með fjölskylduna sín í heimsókn til tengdo en ekki vildu betur til en að hann rakst á jeppa á blindhæð með þeim afleiðingum að hann dó og sonur hanns slasaðist illa. Hann væri eflaust enn sprelllifandi í dag ef helvítis jeppinn hefði haft vit á því að vera á réttum vegahelmingi. Og þriðja banaslysið gerðist í hálku þar sem kunnigi minn var á jeppa sem snérist og hann fékk fólksbíl í hliðina og konan hans dó, allir í fólksbílnum lifðu en voru samt lengi að jafna sig. Jeppar eru sterkari og oftast með öruggara búr fyrir ökumenn og farþega því vildi ég frekar vera í jeppanum en í fólksbílnum þega óhappið á sér stað. Mannleg mistök eru oftast slysavaldurinn og hvað vitum við um bílinn sem við mætum næst verður hann réttu meginn eð missum við okkur á öfugan helming? Umferðin er hættulegasta svæðið hérlendis, þvír er bara best að sitja heima og atast á Baggalút.

2/11/05 11:02

Ormlaug

Það ætti auðvitað að lækka hámarkshraðann niður í 30km/klst allt yfir því er mannskaðahraði.
Annars held ég nú að það látist ansi margir í jeppum líka, þeir eru nefnilega svo gjarnir á að velta um koll.

2/11/05 11:02

Offari

Ég vill meina að meirhluti jeppana sé á skikkanlegum hraða.

2/11/05 11:02

Gvendur Skrítni

Þar sem ég ek ekki eins og hálfviti þá er tvennt í stöðunni:
A) Einhver fólksbíls akandi fáviti klessir á mig.
B) Einhver jeppa akandi fáviti klessir á mig.
Í bæði A) og B) sé ég það sem kost að vera á jeppa og sá eini sem fer illa út úr því er fávitinn sem keyrir á mig, hvers vegna ætti ég að forðast að auka mitt eigið öryggi á kostnað fávitanna sem myndu klesssa á mig?
Líklega fjárfesti ég bara í jarðýtu, það gæti líka komið sér vel þegar ég þarf að finna stæði við Kringluna rétt fyrir jólin.

2/11/05 11:02

Galdrameistarinn

Ég ek á mínum jeppa
um þjóðveg númer eitt.
Fullt af slugsum þvælist fyrir mér.
En guð það veit,
að ég kæmist í feitt.
ef kæmist ég fingákns tröllapikkuppinn.

2/11/05 11:02

Aulinn

90-100? Kannski 110?! Það ætti að fjarlægja fólk eins og þig úr umferðinni og þá myndi banaslysum fækka!

2/11/05 11:02

Nermal

Ég ek nú bara stoltur um á mínum dvergvaxna Matiz. Honum get ég lagt nær alstaðar. Annað en hægt er að segja um reðurstækkandi innanbæjarskriðdrekana sem sumir telja algert must. En ég bíð nú ekki í blint stefnumót við þessháttar skrímsl. Þá færi vart fleyri sögum af Nermal. Og þá færi nú kvennarmur Baggalúts að gráta.

2/11/05 11:02

Regína

Aulinn: Já, sérstaklega af því að stundum er ég dálítið utan við mig. En ég reyni samt alltaf að vera undir hundraðinu.
Offari: Mig tekur sárt með allt þetta fólk.

En satt að segja vil ég heldur vera dauð í fólksbíl heldur en að hafa það á samviskunni að hafa skaðað aðra bara vegna þess að ég var í jeppa.

2/11/05 12:00

Jóakim Aðalönd

Ekki aka hraðar en á 90. Fyrir alla muni. Hvort sem þú ert á jeppa eða fólksbíl.

2/11/05 12:00

Regína

Úti á þjóðvegunum?
Ég skal hafa það í huga Jóakim, og þú vonandi líka?

2/11/05 12:00

Offari

Það er nú ekki þar með sagt að þó ég aki um á jeppa að ég og aðrir séu að hugsa um aðskaða aðra með þeim. Slysin geta verið ljót þar sem misþungir bílar lenda saman þannig að ef jeppi lendir á vörubíl er líklegra að jeppamennirnir fari verr út úr því. Hinnsvegar er það hraðinn sem drepur og fólksbílarnir eru oftast á meiri hraða en jepparnir þannig að ekki er hægt að kenna jeppanum um þó farþera fólksbíls látist yfirleitt er það hraðanum að kenna.

2/11/05 12:00

Galdrameistarinn

Númer 1, 2 og 3 er að vera með hugann við aksturinn. Augnabliks kæruleysi á 90 og þú þarft ekkert að kemba hærurnar.

2/11/05 12:00

Jóakim Aðalönd

That goes without saying.

Ég held mig venjulega milli 80 og 90. Það er bezt.

2/11/05 12:01

Finngálkn

Það má rekja lang stærstan hluta slysa í umferðinni til þess að fólk metur aðstæður vitlaust eða alls ekki. Góður bílstjóri er sá sem reynir alltaf eftir bestu getu að keyra eftir aðstæðum!

2/11/05 12:01

B. Ewing

Ég fer nú um landið mestmegnnis á rútum. Ekki tel ég að ég sé neitt öruggari þrátt fyrir að vera 2 metrum fyrir ofan flesta aðra á götunni. Fyrir það fyrsta þá hefur komið fyrir að ökumenn springa á limminu eftir 3,34 sekúndur og þeysast framúr bíl sem er lengri en fjórir fólksbílar fastir saman án þess að hafa hugmynd um hvað sé framundan.

Liðna helgi fór ég austur fyrir fjall í miklu óveðri. Snjókomu, roki, stöku blindu og hratt versnandi færð. Þar var loksins komið nógu slæmt veður til þess að menn fóru ekki framúr hvor örðum auk þess sem umferðin á Sandskeiði og í Þrengslum var yfirleitt á 20-40 km hraða á klst. Ekki veitti af því að næsta stika á veginum sást þegar komið var framhjá þeirri sem miðað var við en bara EF ekki var blint á milli þeirra.

Veðrið var varla liðið hjá þegar fólk fór aftur að keyra eins og fífl með þessum hörmulegu afleiðingum sem urðu á Vestulandsvegi.

Synd

2/11/05 12:01

Finngálkn

En svo ég vitni nú í föður minn þá er maður aldrei betri bílstjóri en lukkan leyfir manni!

2/11/05 12:01

Þarfagreinir

Já, B. Ewing ... slysum fækkar víst alltaf verulega þegar veður er slæmt. Slysin eru fleiri á sumrin en aðra tíma ársins. Svo má heldur ekki gleyma því að í kringum þann tíma sem skipt var yfir í hægri umferð á Íslandi urðu nánast engir árekstrar, þar sem fólk fór þá ofurvarlega. Af þessu mætti draga þann lærdóm að best er að aka ávallt með fullri einbeitingu og athygli, og ekki storka lukkunni, eins og faðir Finngálksins segir.

2/11/05 12:01

B. Ewing

Skipta aftur í vistri umferð. Sjá hvað gerist... [hugsar málið]

2/11/05 12:01

Regína

Það hafa ekki allir foreldrar efni á að skulda jeppa.
B.Ewing: rútubílstjórar og leiðsögumenn eru svo sannarlega ekki öfundsverðir af sæti sínu.
Annars vildi ég baraóska að allir bílstjórar keyrðu eins og Gestapóar.

2/11/05 12:01

feministi

Ég á fínan jeppa en nota hann lítið því ég labba í vinnuna. Hann fer aftur á móti vel við húsið mitt.

2/11/05 12:01

Finngálkn

En sætt!!!

2/11/05 12:01

Blástakkur

Ég veit ekki með ykkur en mér finnst best að nota einkaþotuna og hoppa bara út í fallhlíf eða með Buck Rogers eldflaugapakkann minn. Svo hef ég líka kafbátinn og þyrluna til taks.

2/11/05 12:01

Jóakim Aðalönd

Ég á eldflaug.

2/11/05 12:02

hundinginn

Þetta er sjerkennileg ástæða til að fá sjer jeppa. eins sjerkennileg og það að setja á sig bílbelti, þó svo stjórntækin sjeu beint fyrir framan viðkomandi og þau eru til að stjórna því að ekkert gerist óvart, ekki einu sinni aðvífandi bíll???... En jeg hef löngum verið talinn skrítinn líkt og mjer fyrri snillingar.

2/11/05 13:01

Lopi

Hvernig er það? Ætli að það sé slatti af fátæku fólki í umferðinni sem eru ennþá á sléttum sumardekkjum að renna yfir á hinn vegarhelminginn? Hef þó á tilfinningunni að svo sé ekki, en hver veit?

2/11/05 13:02

Barbapabbi

HAhaHA! skál fyrir kópaltdrifnum svifnökkvum!

2/11/05 14:01

Vladimir Fuckov

Plútóníum í allar götur ! [Ljómar upp í fagurbláum bjarma frá risastórum plútóníumklumpi]

2/11/05 14:01

Nermal

Ég sé það að ég verð að fá mér jeppa. *pantar sér einn Suzuki Jimny*

2/11/05 15:00

Kargur

Í sumar ók ég um Íslenska vegi (vitaskuld á fullvöxnum jeppa) í fyrsta skipti í sex ár. Þvílíkar koppagötur. Hér í sveit er varla til svo ómerkilegur vegspotti að hann beri ekki höfuð og herðar yfir kindagöturnar sem liggja um Íslenskar sveitir. Ekki nema von að svo fer sem fer.

2/11/05 16:01

Nermal

Jeppar eru ljótir og leiðinlegir. Illa lyktandi og hættulegir. BÖNNUM ÞÁ ALLA !!!!

2/11/05 16:02

Regína

Já, þeir eru skrambi dýrir.

1/12/06 23:02

Ísdrottningin

Jeppinn minn er eðaldreki og sem slíkur þarf að sjálfsögðu að taka rétt (og þétt...) á honum. Of hraður og þjösnafullur akstur fer ekki vel með alvöru jeppadekk og því á slíkt ekki saman.

Regína:
  • Fæðing hér: 17/9/06 15:56
  • Síðast á ferli: 11/3/24 15:28
  • Innlegg: 25218
Eðli:
Hlédræg, hógvær, hlýleg og virðuleg. Elskuleg kona sem man tímana tvenna, eða þrenna.
Fræðasvið:
Hallarblæti, teningaþvætti, nýliðaþjálfun.
Æviágrip:
Þið getið lesið minningargreinarnar ef þið lifið lengur en ég.
Þangað til skuluð þið bara fylgjast með.