— GESTAPÓ —
Maribo
Fastagestur.
Dagbók - 2/12/06
Kofaræksnið orðið heimili.

Nú varpa ég öndinni léttar. Kofinn sem ég keypti fyrir famelíuna er kominn í gott stand.

Mikið var.
Loksins lagði ég síðustu hönd á verkið í gærkvöldi með því að umbylta eldhúsinu og stækka það inn í búrið. Losa veggina þar á milli og setja upp nýja innréttingu.
Nú er ekkert eftir nema að fara með konunni og kaupa eldhúsborð og kolla sem eru í stíl, er mér sagt.
Húsið okkar, já ég kalla kofann hús núna, er tveggja hæða og með góðum kjalllara fyrir þvottahús og unglingaherbergi með sér inngangi og góðum glugga.
Næsta skref verður að mála að utan og taka garðinn í gegn, svona þegar vorar.

   (1 af 4)  
2/12/06 03:01

Offari

Ertu byrjaður að framleiða unglinga í húsið?

2/12/06 03:01

Regína

Varstu ekki að kaupa í nóvember? Þetta hefur gengið vel hjá þér.

2/12/06 03:01

Kondensatorinn

Til hamingju með híbýlin.

2/12/06 03:01

Heiðglyrnir

Glæsilegt...Til hamingju minn kæri....Skál fyrir höllinni.

2/12/06 03:01

Wonko the Sane

Ja, mér þykir þú öflugur að ná þessu á einni kvöldstund, til hamingjum með þetta. Ég kannast vel við svona kofabúskap

2/12/06 03:01

Maribo

Offari ég á 2 unglinga.
Það má segja að vel hafi gengið. Ég keypti í nóv. og hef sett alla krafta mín í húsið s.l. 3 mánuði. og lagði lokahönd á eldhúsið í gær. En Wonko the Sane ég byrjaði á því um miðjan janúar. Krafturinn var nú ekki meiri en það.
Bestu þakkir fyrir hamingjuóskirnar..... og Skál! fyrir ykkur.

Maribo:
  • Fæðing hér: 10/9/06 01:52
  • Síðast á ferli: 17/4/07 01:41
  • Innlegg: 177
Eðli:
Hefur aldrei handtak gert
Horfir út í bláinn
Varla hefur vinnu snert
verkamannsins náinn
Æviágrip:
Fyrrverandi bóndi sem er fluttur á mölina og böglast þar við að koma þaki yfir fjölskylduna.