— GESTAPÓ —
afbæjarmaður
Óbreyttur gestur.
Sálmur - 5/12/07
Illt

Nú ætla ég að yrkja

Ljóðin get ég aldrei ort
eða samið vísu
Aldrei hefur skrifin skort
er skreyti hana Dísu.

Nú er í mér hundur hýr
hamast sá við að gelta
Eru orðin Drottins dýr
og dæmist ég til að svelta.

Reður minn er roknadeli
rosalega stór
Erlendur í Engjaseli
Einn og tveir og þrír og fjór.

Ljúkum hnoði leirsins núna
leggjumst fyrir þá og deyjum
Minni ég á mjólkurkúna,
moðhausinn, Johnsen úr eyjum.

   (3 af 4)  
5/12/07 05:01

Álfelgur

Hahaha! Þetta finnst mér fyndið!

5/12/07 05:01

Einn gamall en nettur

Gaman er að glettnum vísum, göntumst saman
Breiðast ég nú brosi í framan.

5/12/07 05:01

Regína

Þetta er lélegt.

5/12/07 05:01

Huxi

Jamm. Ég myndi nú ekki hætta í vinnunni til að lifa af skáldskapnum, ef ég væri þú.

5/12/07 05:01

Günther Zimmermann

[Klórar sér í höfðinu]

Um hvað var 'ort'?

5/12/07 05:02

Dula

Vá ! Loksins einhver sem er næstum eins ómögulegur og ég. Samt þarf nú alveg slatta af hæfileikum í svona vitleysu.

5/12/07 05:02

Kargur

Ég hef ekkert vit á kveðskap, en veit þó að þetta er bull.

5/12/07 05:02

hlewagastiR

Til þess ber að líta að innihald kvæðisins er þetta: ég kann ekki að yrkja, kvæðið er leirhnoð. Þess vegna finnst mér formið vel við hæfi. Hárrétt kveðinn bragur, snilldarlega fram settur, hefði gert innihaldið að lygi.

Í þessu fjögurra vísna erindi er líka athyglisverð nýjung: vísa utan samhengis. Höfundur velur að að hafa hana nr. 3 í röðinni. Svipaða byggingu er oft að finna innan vísna, þ.e.a.s. ein línan er innihaldslaus og kemur restinni af vísunni ekkert við. Hún er þarna bara til að binda formið. Oftast er það önnur lína. Erlendarvísan er augljóslega skírskotun til þessa. Því hún virðist ekki koma málinu neitt við. Til að leggja áherslu á bragfræðilega óreiðu hefur höfundar hana ekki nr. 2 í röðinni heldur nr. 3. Allt gengur þetta upp þegar grannt er skoðað.

Loks má nefna skemmtilegan viðsnúning hjá höfundi sem felst í því að segja allt sem segja þarf í fyrripartinum en hafa seinnipartinn merkingarlítinn og úr samhengi, bara til að ríma við fyrri línurnar. Venjulega er þessu öfugt farið. Svona leggur hann mikið upp úr því að allt sé á haus og hefur tekist ætlunarverkið vel.

Ef við tökum saman merkinguna (sem eins og fram er komið er eingöngu að finna í fyrripörtunum) þá er hún þessi:

Ég get hvorki ort ljóð né samið vísu. Það er hundur í mér, kynvilltur hundur. Það er hann sem geltir gegnum mig þegar ég bisa við að yrkja. (Ég er með rosasega stórt typpi.) Nú ætla ég að hætta þessu leirhnoði og gefa upp öndina.

5/12/07 05:02

Kargur

Titillinn er góður. Lýsir því hvurnig mér leið við lestur ljóðanna.

5/12/07 06:00

Ívar Sívertsen

Svei mér þá! Ég hló að Erlendar botninum. Öðru botnaði ég ekki í!

5/12/07 01:01

Andþór

Ég hef alltaf gaman að svona fíflagangi. Skál!

5/12/07 02:00

Jóakim Aðalönd

Þetta er vita samhengislaust, en þó skemmtilega ort. Bragurinn er auk þess, eftir því sem ég veit nokkurn veginn réttur. Skál fyrir því!

afbæjarmaður:
  • Fæðing hér: 1/9/06 00:26
  • Síðast á ferli: 27/2/09 22:18
  • Innlegg: 26