— GESTAPÓ —
Narfi
Nýgræðingur.
Dagbók - 1/11/04
Sá yðar er syndlaus er...

Af gefnu tilefni þá sé ég mig knúinn til að senda frá mér smá pistling. Nokkrir óprúttnir aðilar hafa ekki séð sér fært að taka þátt í málefnalegum umræðum með okkur hinum og hafa því tekið til þess ráðs að setja út á smávægilegar stafsetningar/innsláttarvillur okkar hinna. Þessu verður að linna.

Ef þið sjáið svo ljótar villur að þið getið ekki orða bundist þá vinsamlegast sendið frekar mail heldur enn að argnúast út í þær hér í óþökk okkar hinna.

Taka vil ég fram að öll gagnrýni á mín störf er velkomin, svo framarlega sem hún er sanngjörn og ætluð mér til uppbyggingar ekki niðurrökkunar.

Vil ég ljúka orðum mínum á því ða vísa í hina heilögu ritningu:

Sá yðar er syndlaus er kasti fyrsta steininum

og

Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra.

Takk Fyrir

   (1 af 3)  
1/11/04 02:01

Offari

Ða er skrifað Að Bara að grínast enda er ég síbrotamaður hér í stuðlum og stafsetningu og reyni að bæta mig .

1/11/04 02:01

Don De Vito

Ef að stafsetning væri það eina sem mér finnst ekki ganga í fari þínu værir þú bara í bísna góðum málum.

1/11/04 02:01

Ugla

Þetta er rosa formlegt hjá þér.
Heilög ritning og læti bara...!

1/11/04 02:01

Narfi

Don og ef stafsetning væri það eina sem mér mislíkaði í þínu fari þá værir þú samt sem áður ekki hátt skrifaður hjá mér.

1/11/04 02:01

Sæmi Fróði

[Byrjar að grýta steinum í allar áttir]

1/11/04 02:01

Hildisþorsti

Mér líkar þessi pistill vel.

1/11/04 02:01

Hundslappadrífa í neðra

Þoli ekki þegar þessir bókstafstrúarmenn byrja að menga allt með vitnunum í þennan pésa sinn.

1/11/04 02:01

dordingull

Grjótkast er þjóðaríþrótt á þeim slóðum sem sagan varð til.
Narfi minn, frá því fyrir tveimur árum hafa komið fram margar persónur sem hafa tekið að sér ákveðin hlutverk sem eru meginþema í framkomu þess þó ekki séu þau alltaf í þeim. Ísdrottningin er t.d. öðrum fremur í hlutverki málfarslegs leiðbeinanda. Vímus, þar sem svo margir voru í hlutverkum ofdrykkjumanna, tók að sér hlutverk pilluætunar, Frelli, Hóras og fleiri og fleiri hafa mótað sér ákveðna framkomu, sem er gegnumgangandi lína í framkomu þeirra. Don De Vito talar til flestra með sama hætti og til þín. Hlutverk Smábagga (komdu þér heim skepnan þín hvarsem þú ert) sem hins endalaust fúla og skapvonda var og vonandi er frábært.
Hefðu Ísa, og Hexía í hlutverki kennslukonunnar, ekki skammað mig þegar ég kom til baka eftir alltof langt frí og lét fingurna sem ekkert rötuðu vaða um ónýtt lyklaborð og sendi án þess að lesa yfir, hefði það sennilega dregist mjög að ég færi að vanda mig, en á því hef ég lært mikið þó vitleysurnar séu margar enn.
Nú sjálfur veð ég um allt og skýt föstum skotum, stundum um of, í allar áttir en er mýkri á milli og fer stundum á flug í umræðum þar sem köngulóarapinn skrifar í mörgum tilfellum þvert á skoðun persónunnar sem er á bak við hann, einungis til þess að vera á móti því sem einhver annar var að skrifa. Lýgur, ýkir og fíflast í þeim tilgangi að skemmta sér og vonandi öðrum. SKÁL!!

1/11/04 03:01

Vamban

Slagur! Slagur! Slagur!

31/10/09 20:01

Kífinn

Nú hef ég stofnað minn fyrsta laumupúkaþráð. Geri aðrir betur!

3/12/10 04:00

Regína

[Gerir betur]

Narfi:
  • Fæðing hér: 28/8/03 16:56
  • Síðast á ferli: 29/10/05 06:30
  • Innlegg: 0
Eðli:
Óprúttinn og óskammfeilinn veigrar sér hvorki fyrir mönnum né dýrum. Engu að síður verður því seint neitað að maðurinn er alveg fjallmyndarlegur.
Fræðasvið:
Andrés önd og félagar frá árunum 1985 til 1990.
Æviágrip:
Fæddur árið 1914 í Öndverðanesi í Skeiðarárdal. hann hefur löngum unnið í seglagerinni við raflagnir og oft farið í splitt við það.
Segjum við þá þessu stutta ágripi lokið en þeir sem vilja fræðast betur um hann er bent á að senda mér skilaboð eða Lesa ævisögu hans sem fæst í Eymundson Austustræti við hliðina á Tímamótaverkum Czrytchies.