— GESTAPÓ —
Fræ
Fastagestur.
Dagbók - 31/10/08
Topp tíu listi. Nítján.

Þetta er topp tíu listi.

Topp tíu listi yfir talhólfskveðjur Gestapóa.

Tíu: Gísli, Eiríkur og Helgi: "Hæ, við bræðurnir getum ekki svarað núna, við vitum ekkert við hvern okkar þú vilt tala og þorum því ekki að svara." <Bíp>

Níu: Hexia de Trix: "Góðan dag, þetta er hjá Hexíu, ég kemst ekki í símann einsog er því ég er upptekin, sennilega við að siða Ívar til, nú eða þá að ég er að sinna galdrastörfum, nema ég sé að malla kakó, þannig að þér er hollast að hringja síðar."<Bíp>

Átta: Sundlaugur Vatne: "Þetta er talhóf hjá Sundlaugi Vatne, ég get því miður ekki svarað í símann akkúrat núna, ég er nefnilega með sundnámskeið úti í Viðvíkurhreppi og þar er ekkert símasamband, nema auðvitað landlínusamband. Takk fyrir."<Bíp>

Sjö: Texi Everto: "Ííhha, get ekki tekið símann núna, Blesi er í stuði. Bæ." <Bíp>

Sex: Litla Laufblaðið: "Hæ, þetta er Litla, ég er að skottast útum allt og dilla mér og má ekkert vara að þ´vi að svara."<Bíp>

Fimm: Dula: "Hæ elskan, þetta er Dula, ég má bara ekkert vera að því að tala í símann núna, er einmitt ný komin undir teppi með popp, er voða kósý hjá mér núna, heyri bara í þér seinna, ok, bæ elskan."<Bíp>

Fjögur: Ívar Sívertsen: "Halló............halló....... ég heyri voða illa í þér, geturðu talað aðeins hærra?...........Halló, halló.............Nei grín, þetta er talhólf, lestu bara inn skilaboð eftir píp-ið.......Píp........Ha!Ha! Nei þetta er enn þá talhólf, ég var bara að herma eftir píp-i, en nú kemur sko alvöru píp..........píp.........Ha!Ha!, nei ég er enn hérna, en nú er ég hættur.............Já núna...................................."<Bíp>

Þrjú: Finngálkn: "Bhöö, þetta er Finngálkn, lestu inn boð, eða ekki, sama er mér. Böhhöhö."<Bíp>

Tvö: Vladimir Fuckov: "Vjer heyrum eigi í síma vorum, en ef þjer lesið inn talboð er hugsanlegt að vjer höfum samband við yður er tími gefst til, nú gefist hinsvegar ekki tími til þess leggjum vjer það til þjer skilið oss tímavjelinni."<Bíp>

Eitt: Enter: "Þetta er sjálfvirkt talhólf hjá Almættinu, ég er upptekinn við að stjórna alheiminum, svo vinsamlegast hættið að ónáða mig og reynið frekar að ná í Núma, hann er meira svona í þessum almannatengslum."<Bíp>

   (3 af 21)  
31/10/08 14:00

Billi bilaði

Hvernig komstu yfir öll þessi símanúmer?

31/10/08 14:00

Jarmi

Megum við vera með síma?!? Enginn sagði mér nokkuð!

<Strunsar út í fússi>

31/10/08 14:01

Vladimir Fuckov

[Hrökklast afturábak og hrasar við]

Allir símar forsetaembættis Baggalútíu eiga að vera leynilegir svo óvinir ríkisins geti ekki hlerað þá auk þess sem þessir sömu símar eru fyrst og fremst notaðir til að hlera símtöl óvina ríkisins. Hvar komust þjer yfir símanúmer hjá forsetaembættinu ?

31/10/08 14:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Knús

31/10/08 14:01

Jóakim Aðalönd

Mér er frekar spurn: Hvernig komust þjer yfir símanúmer hjá Almættinu?!

31/10/08 15:00

Ívar Sívertsen

Hvaða númer hjá mér er með þetta?

31/10/08 15:01

krossgata

[Hringir í 1]

31/10/08 16:02

Fræ

Tvær stuttar, tvær langar og ein stutt, Ívar.

31/10/08 18:01

Litla Laufblaðið

[Skottast]

31/10/08 18:01

Dexxa

Góður listi [hlær sig máttlausa]

31/10/08 18:02

Dula

Já , ég er einmitt með poppið, hvernig veistu þetta allt [klórar sér í hárkollunni]

31/10/08 18:02

Upprifinn

Eins gott að þú náðir ekki númerinu mínu.

31/10/08 22:00

Grýta

Með tilvísun í #1 Þá er gott að fá númerið hjá honum Núma.

Fræ:
  • Fæðing hér: 26/4/06 12:17
  • Síðast á ferli: 1/3/13 20:56
  • Innlegg: 303