— GESTAPÓ —
Fræ
Fastagestur.
Dagbók - 1/11/07
Topp tíu listi. Fjórtán.

Þetta er topp tíu listi.

Topp tíu listi yfir algengustu orðin í íslenskri tungu.

Tíu. Hafa.

Níu. Sem.

Átta. Ég.

Sjö. Hann.

Sex. Það.

Fimm. Á.

Fjögur. Í.

Þrjú. Að.

Tvö. Vera.

Eitt. Og.

   (8 af 21)  
1/11/07 09:02

Fergesji

Er þá átt við orðin í þessari mynd, ellegar öllum myndum?

1/11/07 09:02

Ívar Sívertsen

Ég á að vera hann og það hafa sem í...
hvað varð um já og nei?

1/11/07 09:02

Skabbi skrumari

"Að vera ég og hafa í það sem hann á."

... er setning sem heyrist alltof sjaldan...

1/11/07 09:02

Kífinn

Nú tvístíga allir Ívar, kannski mun hækka á listanum. Hvaðan er hann annars fenginn, ekki er orðaleitunar-og-talningaforrit Gestapó komið í gang? [heldur að hann sé í sannleiksráðuneytinu og gáir hver fylgist með sér, margir grunsamlegir og spirðtjaldið birtist. REIÐI]

1/11/07 09:02

Jarmi

Þú gleymdir:

6b. Jarmi

1/11/07 09:02

hlewagastiR

Þetta er úr orðsifjabókinni sem er orðin 15 ára eða jafnvel eldri. Síðan hefur það gerst að allar setningar í íslensku byrja á HEYRÐU. Það hlýtur að kýla téð orð upp á topp-tíu listann ef mælt væri upp á nýtt.

1/11/07 10:00

hvurslags

Hann er algengari en ég, en hvar er hún?

1/11/07 10:00

Tina St.Sebastian

Heyrðu, sko, ég hérna, var sko að hérna, sjá, hérna, sko, félagsritið sko, skilurðu, og hérna, sko, ég var að pæla sko, hérna, sko...er sko ekki á listanum?

1/11/07 10:00

Skreppur seiðkarl

Ég álít, með rentu, að Björk hin frægasta kæmi orðinu sko og orðasamsetningunni 'þú veist' eða 'þúst' auðveldlega upp þennan lista, alveg sjálf jafnvel.

1/11/07 10:00

Günther Zimmermann

Kæru vinir, ogþásérílagi Hlégestur og Tína: Ætli þessi mæling eigi ekki fremur við ritmál en talað.

1/11/07 10:00

hlewagastiR

Jú, Günther, það er svo.
Leiðrétting: Í fyrri færslu minni nefndi ég Orðsifabók en átti vð Orðtíðnibók. Það hafa náttúrlega allir séð í hendi sér.

1/11/07 10:01

Regína

Hvað var þessi orðtíðnibók gefin ut í mörgum eintökum? [Finnur safnaragenið taka óþægilegan kipp]

1/11/07 10:01

Sundlaugur Vatne

Ég á að vera sem hann og hafa það í.
Möguleikarnir verða aukast ef nota má þessi orð í fleiri beyingarmyndum.

1/11/07 10:01

hlewagastiR

Regína: allt of mörgum. Hún á að vera til enn. Hefur fengist fyrir skít og kanel á árlega bókamarkaðnum. Er þó vegleg bók í hillu og prýðilegasti snobbgripur.

1/11/07 10:01

Nermal

Orðið "þússst" er örugglega á topp 10.

1/11/07 11:00

Fræ

Jú mikið rétt hjá hlewagastiR þessar upplýsingar eru fengnar úr Orðtíðnibók sem Jörgen Pind ritstýrði árið 1991.

Fræ:
  • Fæðing hér: 26/4/06 12:17
  • Síðast á ferli: 1/3/13 20:56
  • Innlegg: 303