— GESTAPÓ —
Fræ
Fastagestur.
Dagbók - 31/10/07
Topp tíu listi. Tólf.

Þetta er topp tíu listi.

Topp tíu heilræði og speki sem ég hef safnað.

Tíu. Ef þú getur gert greinarmun á góðum ráðleggingum og slæmum ráðleggingum þarftu engar ráðleggingar.

Níu. Þegar þú deilir við heimskingja skaltu gæta þess að hann sé ekki að gera það sama.

Átta. Gallin við góð tækifæri er að þau virðast alltaf vera stærri þegar maður er að missa af þeim heldur en þegar maður sér þau fyrst.

Sjö. Besta getnaðarvörnin er glas af vatni, ekki eftir og ekki fyrir heldur í staðin.

Sex. Sumir gera aðra hamingjusama hvar sem þeir fara, aðrir gera það hvenar sem þeir fara.

Fimm. Margir kynnast ekki sannri hamingju fyrr en þeir giftast, og þá er það of seint.

Fjögur. Jafnvel þótt hægt væri að kaupa hamingju myndu margir prútta.

Þrjú. Jafnvel þótt hamingjan banki á dyrnar hjá manni þarf maður samt að standa upp og opna.

Tvö. Þú skalt aldrei sparka í liggjandi mann, hann gæti staðið upp aftur.

Eitt. Þegar gæfan ber að dyrum eru flestir úti á túni að leita að fjögurra blaða smárum.

   (10 af 21)  
31/10/07 16:00

Lopi

Snilld!

31/10/07 16:00

Jóakim Aðalönd

Jamm. Snilldin ein!

31/10/07 16:00

Grágrímur

Besta heilræði sem ég hef séð var undirskrift Andþórs á Kaffi Blút í Sumar. "Ekki gera grín að geðssjúkum, þeir verða alveg brjálaðir".

31/10/07 16:00

Ívar Sívertsen

Skál!

31/10/07 16:00

Dula

Halelúja, ég hefði átt að kunna þetta með vatnið miklu fyrr[glottir við öxl]

31/10/07 16:00

krossgata

[Veifar utan af túni]

31/10/07 16:00

feministi

Snilld, sérstaklega þetta númer 9

31/10/07 16:01

Andþór

Mikið rétt.

31/10/07 16:01

Kiddi Finni

Heil eru ráðin.

31/10/07 16:01

Huxi

Það er mikið til í þessu. Verst hve maður man lítið af heilræðum þegar maður þarf á þeim að halda.
Gott félaxrit.

Fræ:
  • Fæðing hér: 26/4/06 12:17
  • Síðast á ferli: 1/3/13 20:56
  • Innlegg: 303