— GESTAPÓ —
Henríetta Koskenkorva
Fastagestur.
Dagbók - 1/11/09
Fortíðarbók

Þetta félagsrit getur varla farið undir nafninu dagbók úr því að ég er helst að skrifa um fortíðar tölvupóst.

Ég kom heim úr sundi í dag og leit á gamlan tölvupóst sem ég er ennþá með uppi. Ég sá að elsti tölvupósturinn var frá árinu 2004. Sem er einmitt tímabilið þegar ég var um það bil alveg að springa úr gelgju.
Systir mín var nýfarin til Canada sem skiptinemi og ég var í blóma lífsins, ég var alveg að detta í sundur mér fannst svo óendanlega spennandi að segja henni systur minni frá öllu sem gerðist hjá mér.

Afþví að lífið mitt var náttúrulega einum of spennandi þessa dagana.

Ég endurtók í sífellu orð eins og "bra", "eikkað", "marr", "skilru", "skoh", "eilla" og "okbæ".
Í dag þegar ég var að lesa þennan tölvupóst sá ég hvernig gelgjan lak hægt og rólega úr tilvist minni eftir hvern tölvupóst sem ég las. En ég er ennþá gáttuð á því að hafa verið svo staðráðin í því að ég var "bra engin gelgja skilru".

Sjaldan hlæ ég upphátt að því sem ég les á netinu, en á þeim tíma sem ég var að lesa þetta orgaði ég bókstaflega.

14 ára Henríetta var argasti snillingur.

   (1 af 3)  
1/11/09 04:00

Regína

Skemmtilegt rit. Ekki henda gömlu póstunum.

1/11/09 04:00

Offari

Jú þú varst of ung þegar við giftumst.

1/11/09 04:01

Anna Panna

Já gelgjum finnst þær sjaldnast vera gelgjur en þær eru það alltaf.
Svo bra, þúst til hammó eða eikkað marr með að vera farin að skrifa eins og manneskja, skilru?!

1/11/09 04:01

Kiddi Finni

Aldrei er mar eins alvitur og 14 ára, skiluru.

1/11/09 04:01

Herbjörn Hafralóns

Velkomin aftur. Prýðis gott rit hjá þér.

1/11/09 06:01

Günther Zimmermann

Kanada er með ká-i.

Hér er Kanada
um Kanödu
frá Kanödu
til Kanödu.

Beygist sumsé eins og Kína og Anna.

1/11/09 07:00

Henríetta Koskenkorva

Ég hló upphátt að Kanödu. Mundi ég þá segja að systir mín hafi verið í Hvíbekk í Kanödu? Að hún tali Hvíbekversku sem slíka?

1/11/09 10:00

Arne Treholt

Gelgjuskeiðið rannstu og munt önnur skeið renna þá fram líður ævi. Góða skemmtun!

1/11/09 17:01

Sannleikurinn

Þegar jeg var táningur vissi nánast enginn að jeg væri á gelgjuskeiði.
Kennarar og aðrir voru hins vegar allir sammála um að minnsta hreyfing táninga á þessum tíma væri einkenni þess sem í dag er kallað ímynduð heilkenni á borð við ADHD o.þ.h. Í dag trúa menn því ennþá að táningsladurinn sje læknanlegur með gleðipillum og að allir klagi alla.
En hamingjunni sje lof fyrir þig að hafa komist hjá öllu svoleiðis og að menn hafi skilið mikilvægi gelgjunnar í þínu lífi. Heppin!!!!

Henríetta Koskenkorva:
  • Fæðing hér: 15/4/06 12:16
  • Síðast á ferli: 3/2/11 16:37
  • Innlegg: 175
Eðli:
Dama sem slík. Barónessa jafnvel.
Fræðasvið:
Í Menntahælinu við Hitaveitustokkinn læri ég mín mál.
Æviágrip:
Of snemmt til að vita.