— GESTAPÓ —
Nætur Marran
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 4/12/05
Páskafjör

Ég ásamt föður, systur og manni, erum á leið til köben og svíaríkis yfir páskana. Jibbí ka jei.

Á sunnudaginn kemur verður stigið upp í farartæki ætlað til flugs og hafið sig á loft til kaupmannahafnar. Þaðan verður ekið í bílaleigubíl til Gautaborgar þar sem okkar elskulega systir hefur búið sér heimili.
Þaðan er flest óráðið, allavegana hvað varðar mig og manninn minn, en hann bjó í Lundi, sem er góðum spöl sunnar en Gautaborg. Það eina sem ég veit er að við förum í tivolí, eitthvað sem ég hef aldrei gert áður. Og heimsækja gömlu vinina hans í Lundi, og þegar kemur að því, þá vildi ég óska að ég kynni sænsku almennilega, svo að manni verði bara ekki gleimt í samtölum. En jæja, ef einhver veit um eitthvað sem er möst að gera í Svíþjóð eða Köben, smellið kommenti á mig. Það eru bara 3 dagar þangað til við förum.

   (3 af 7)  
4/12/05 06:01

Offari

Bið að heilsa Bakkabræðrum.

4/12/05 06:01

Gaz

Labba um á Avenyn seint að hveldi laugardags?
Því miður er Lessuberg (Liseberg) lokað þar til 22. apríl og þar með verða engar rússíbanaferðir í Gautaborg.

4/12/05 07:00

Kondensatorinn

Ég bið að heilsa Silviu.

4/12/05 07:00

B. Ewing

Ætli ég geti ekki veifað þar sem allt stefnir í að ég verði í svakalegri röð á Kastrup þar sem SAS á að fljúga en gerir það kannski ekki. [Blótar allnokkuð og vonar að ekkert verði úr hrakspánum]

4/12/05 07:01

Nætur Marran

Tivoli í köben opnar meðan ég er úti. Maður rússíbanast þar bara.

4/12/05 07:02

Dexxa

Rússíbananana... ég hlakka svo til, ég hlakka alltaf svo til, en það er alltaf svo lang að bíða og allir dagar svo lengi að líða...

4/12/05 20:02

ZiM

[hugsar sig lengi um] Ég er nokkuð viss um að þetta sé bútur úr jólalagi

Nætur Marran:
  • Fæðing hér: 18/2/06 18:45
  • Síðast á ferli: 23/10/06 14:45
  • Innlegg: 38
Eðli:
Af hinu illa
Fræðasvið:
Svartigaldur, álög og voodoo
Æviágrip:
Ég hef verið til frá upphafi tímans og ekki mínútu lengur. Ég eyði mestum mínum tíma í Guam að spila refskák við blinda munka.