— GESTAPÓ —
Nætur Marran
Óbreyttur gestur.
Gagnrýni - 4/12/05
Fyrir bílafólkið.

Top gear er þáttur sýndur á skjá einum á sunnudagskvöldum kl 19.

Top gear er stórgóður þáttur fyrir alla sem eru fyrir bíla, eiga bíl eða hafa svo mikið sem einu sinni keyrt bíl.
Stjórnandi þáttarins, Jeremy er húmoristi dauðans og skefur engan vegin utan af skoðunum sínum. Hann veit hvað hann vill og allt um kosti og galla þeirra sjálfrennireiðar sem í boði eru á markaðnum.
Það sem mér finnst standa uppúr í þessum þætti er að umræðan snýst ekki alltaf um glænýja ofurhraðskreiða sportbíla sem enginn okkar hefði efni á þó að við seldum sálu okkar. Oftar en ekki er verið að bera saman mjög algengar bifreiðar og eru þó sanngjarnir þrátt fyrir að hafa mjög góða ástæðu fyrir því að hafa flókinn og dýran smekk. Allt er tekið mjög nákvæmlega fyrir en á skiljanlegu tungumáli, svo að maður þarf ekki að vera faglærður bifvélavirki til að skilja hvað um er rætt. Ef þú villt fá að vita hvort er hagstæðara að kaupa Wolksvagen Passat, Honda Akkord eða Citroën C5, eða ef þú vilt vita hvaða smábílar eru rásfastir, þá mæli ég eindregið með Top gear, frábær fimmstjörnu þáttur.

   (4 af 7)  
4/12/05 01:01

krumpa

Tek undir þetta - þrátt fyrir mjög takmarkaðan áhuga á bílum hef ég mjög gaman að þessum þætti. Fyrir þá alhörðustu má benda á að hann er líka á BBC prime á sunnudögum. Ég mundi svo gjarnan vilja geta keypt mér volvóinn sem var í þættinum áðan - var seldur á eitt pund!!! - og mér fannst sorglegt hvernig farið var með hann...

4/12/05 01:01

Gaz

Top Gear er sá all besti bílaþáttur sem ég hef nokkurntímann séð.

4/12/05 01:01

Nætur Marran

Pældu að kaupa þér bíl á hundraðkall.

4/12/05 01:01

Nermal

Jeremy Clarkson er nottlega alger snillingur. Þáttur sem ég vil ekki missa af. Sérstaklega er gaman af þessum mögnuðu og oft á tíðum mjög frumlegu kepnum milli mismunandi farartækja.

4/12/05 01:01

sphinxx

Sammála argandi snilld.

4/12/05 01:02

Ríkisarfinn

Sammála öllum ofantöldum.

4/12/05 02:00

U K Kekkonen

jú jú maður horfir á þetta í hverri viku. Annars he ég mast gaman af Hammond en James og Jeremy eru góðir líka.
hérna hafiði ið séð Pimp my ride önnur snild fyrir okkur sem með bensín í æðum.

4/12/05 02:01

Wonko the Sane

You see I think a Ferrari is a scaledown version of... God! And a Porsche 911 is a jumped up VW Beetle.
Jeremy að reyna að vera hlutlaus

4/12/05 02:01

Dexxa

Eg hef ekkert vit á bílum.. en ég dýrka þennan þátt, hann er alger snilld.. og, eins og Marran sagði, þá er þátturinn skiljanlegur fyrir þá sem ekkert vit hafa á bílum

4/12/05 03:01

Gaz

Það hefur því miður komið framm að "pimp my ride" er feikaður þáttur.
Hinnsvegar vill ég mæla með Monster Garage.
Sá þáttur er argandi snilld líka!

4/12/05 04:01

Ferrari

Þetta er einn albesti þátturinn í imbanum

Nætur Marran:
  • Fæðing hér: 18/2/06 18:45
  • Síðast á ferli: 23/10/06 14:45
  • Innlegg: 38
Eðli:
Af hinu illa
Fræðasvið:
Svartigaldur, álög og voodoo
Æviágrip:
Ég hef verið til frá upphafi tímans og ekki mínútu lengur. Ég eyði mestum mínum tíma í Guam að spila refskák við blinda munka.