— GESTAPÓ —
Nætur Marran
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 4/12/05
Eftirvænting

Nú er ég ein af þeim sem bíður spennt eftir söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og í kvöld verður myndbandið við lagið okkar íslendinga, Til hamingju Ísland, frumsýnt í kastljósinu og ég iða í skinninu eftir því. Þá vil ég taka það fram að ég hafði algera óbeit á Sylvíu Nótt þangað til að ég sá hana flytja lagið í fyrsta skipti í undankeppninni. Sylvía Nótt er persóna sem fólk hatar að elska og elskar að hata, og hefur þetta eitthvað sem lætur fólk taka eftir henni.

Þegar kemur að keppninni sjálfri, þá verð ég að vanda með fiðringinn í maganum fram að úrslitum til að sjá hvort við komumst áfram með Ágústu Efu í broddi fylkingar. Og þegar við komumst áfram hafði ég meira að segja hugsað mér að halda risa eurovision teiti og mála allar og alla, sem ekki koma í gerfi Sylvíu Nætur.

Svo ég sit og bið og bærist ei, eftir söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Það er bara svo langt þangað til.

   (5 af 7)  
4/12/05 00:01

Aulinn

Ég get ekki beðið heldur!

4/12/05 00:01

Aulinn

http://www.b2.is/?sida=tengill&id=155765 Getur líka bara séð það hérna.

4/12/05 00:01

B. Ewing

Skemmtilegt myndband. Er búinn að sjá það í stærri skjá en þessi frímerkjastærð býður og það er mun flottara á alvöru skjá en svona.

4/12/05 00:01

Nermal

Ég hlakka líka til að sjá frammlag Finnlands (hjómar ótrúlega) en það er metalsveitin Lordi, sem eru þekktir fyrir að koma framm í vígalegum skrímslabúningum.

4/12/05 00:01

Dexxa

Ég hlakka líka svaka til.. hehehe skrímsli..

4/12/05 00:01

U K Kekkonen

Heheh já Lordi slær líklega Silvíu út í MakeUppi.

4/12/05 00:02

Nætur Marran

Nojnojnoj, þessi líkist bara pabba mínum.

4/12/05 00:02

Dexxa

hehehehe... Skrímsli..

4/12/05 01:01

Bismark XI

Ætli þetta sé bróðir frelsishetjunar?

4/12/05 02:00

Jóakim Aðalönd

Ekki búast við of miklu af laginu okkar. Thað mun að ollum líkindum valda vonbrigðum, en koma skemmtilega á óvart, ef thið búist ekki við miklu.

Thað verður gaman að sjá finnska lagið á sviði...

4/12/05 02:00

Ferrari

Lordi á eftir að pakka þessu saman

4/12/05 02:01

Nermal

Púfffffff... ferlega átt þú ljótan pabba.

4/12/05 03:01

Nætur Marran

Láttu ekki eins og pabbi þinn sé fegurðardrotning Nermal. hehe.

Nætur Marran:
  • Fæðing hér: 18/2/06 18:45
  • Síðast á ferli: 23/10/06 14:45
  • Innlegg: 38
Eðli:
Af hinu illa
Fræðasvið:
Svartigaldur, álög og voodoo
Æviágrip:
Ég hef verið til frá upphafi tímans og ekki mínútu lengur. Ég eyði mestum mínum tíma í Guam að spila refskák við blinda munka.