— GESTAPÓ —
Útvarpsstjóri
Heiđursgestur.
Sálmur - 31/10/08
Fallinn félagi

Lítill sálmur um félaga sem nýlega féll frá, en mun ađ eilífu lifa í minningunni.

Ađ eilífu hafa nú minningar mćtar
í misjöfnum huga mér fest sínar rćtur.
Ég hugga mig viđ ţćr svo hlýjar og sćtar,
ţá helst ţegar andvaka ligg ég um nćtur.

Daglegra gangna ég sárast nú sakna
og samveru ţeirrar sem ávallt viđ nutum.
Böndin sem tengj'okkur trosna og slakna,
tímanum fyrir í haldi viđ lutum.

Áđur fyrr varstu mín stođ og mín stytta,
og stór og smá sćrindi tókst ţér ađ lina.
Aldregi fórst okkur fyrir ađ dytta
ađ falslausu sambandi ástkćrra vina.

Svo gerđist ţađ dag einn ađ grasiđ viđ kvöddum,
og groddalegt malbik varđ heimili okkar.
Ţađ tćtti ţig sundur međ grjóti og göddum,
já Guđs eru torskildir lífs-spilastokkar.

Ég skammast mín ćtíđ međ öđrum á fćti,
og aldrei á mölinni finn ég mitt sćti.
Til himna ef slyppi, ég slitnađ'af kćti,
ţér slóvösku gúmmískóm aftur ţar mćti.

   (4 af 19)  
31/10/08 15:01

Vladimir Fuckov

Frábćr og skemmtilega óvćntur endir - skál !

31/10/08 15:01

Huxi

Ţetta er skemmtilegur sálmur.
En ţó er ţarna ţágufallssmit sem ţyrfti ađ setja í sóttkví.

31/10/08 15:01

Útvarpsstjóri

Hmm, hvar er ţađ ţágufallssmit?

31/10/08 15:01

Vladimir Fuckov

Vćntanlega á Huxi viđ "Daglegum göngum ég sárast nú sakna".

31/10/08 15:01

Útvarpsstjóri

Ahh, laga ţetta eins og skot.

<skammast sín>

31/10/08 15:01

Upprifinn

ég áttađi mig á ţví strax í öđru erindi um hvađ ţú varst ađ tala.
fallegt kvćđi um góđ skćđi.

31/10/08 15:01

Heiđglyrnir

"Bratislavagúmmískór og ullarsokkar" Lítiđ er um skófatnađ sem kemst međ tćrnar ţar sem ađ ţeir hafa hćlana...Skál herra minn.

31/10/08 15:01

Garbo

Alveg stórgott. Sérstaklega finnst mér gaman ađ lesa 4. erindiđ.

31/10/08 15:01

Regína

Stórskemmtilegt.

31/10/08 15:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Takk ţú syldir fá atkćđi mitt sem besti hagyrđingurinn ef ég vćri ekki löngu búinn ađ kjósa sjálfan mig

31/10/08 15:01

Kiddi Finni

Takk, Ubbi. Fallega ort, megi hann hvila í friđi. Skál en ekki kling, ţví látnum manni skal aldrei klingja ţegar glösum er lyft.

31/10/08 15:02

Grágrímur

Frábćrt, Samúđarkveđjur.

31/10/08 15:02

Grýta

Ţrćlgott!
Já, malbikiđ fer ávalt illa međ allt.

31/10/08 16:00

Billi bilađi

Skemmtilegt.
(Spurning međ seinni höfuđstafinn í 3ja erindi.)

31/10/08 16:00

blóđugt

Glćsilegt Útvarpsstjóri.

31/10/08 16:01

Útvarpsstjóri

Rétt hjá ţér Billi, ég breytti frumlínunni á síđustu stundu án ţess ađ laga höfuđstafinn.

31/10/08 16:01

hvurslags

Ţetta var nú sérdeilis skemmtilegt ađ lesa og vel ort. Ég hef sjálfur spćnt upp eitt gúmmípar á gangstéttum og malbiki. Ţađ var sem mér ţótti verst o.s.frv.

31/10/08 17:02

Rattati

Skemmtilegt. Skál.

31/10/08 18:02

Skabbi skrumari

Ţrćlskemmtilegt... og sorglegt... Skál

31/10/08 19:01

Dexxa

Sammála síđasta rćđumanni.. mjög skemmtilegt en um leiđ sorglegt. Mjög fallegt. Skál.

1/11/08 01:01

Kífinn

En höftin ná varla yfir bomsurnar, má ekki kaupa annan félaga án teljandi hasars?

1/11/08 05:00

Ţetta hefur fariđ framhjá mér ţarna um daginn. Stórgott! Hafđu mína ţökk.

Útvarpsstjóri:
  • Fćđing hér: 14/2/06 15:15
  • Síđast á ferli: 10/7/16 20:49
  • Innlegg: 10126
Frćđasviđ:
Fornleifafrćđi, íslensk frćđi, guđfrćđi, trúfrćđi, almenn kirkjusaga, norrćn tungumál o.fl.
Ćviágrip:
Fćddur á Seyđisfirđi 1. júlí áriđ 1937, sonur hjónanna Steins Jósua Stefánssonar skólastjóra og Arnţrúđar Ingólfsdóttur húsmóđur. Giftist Dóru Erlu Ţórallsdóttur (f.1941) og átti međ henni börnin Ţórhall (f. 1961) og Arnţrúđi (f. 1971).

Útvarpsstjóri hóf starfsferil sinn sem skrifstofustjóri Rafmagnsveitna Ríkisins áriđ 1957. Vann síđan sem kennari frá sama ári til ársins 1965. Áriđ 1966 tók hann viđ Seyđisfjarđarprestakalli og gegndi ţví til ársins 1968. Hóf ţá aftur kennslu í Danmörku, viđ Lýđháskólann í Skálholti og Háskóla Íslands. Áriđ 1981 tók hann viđ starfi ţjóđgarđsvarđar og prests á Ţingvöllum og gegndi ţví til ársins 1991 er hann tók viđ starfi útvarpsstjóra.

Hlaut á ćvi sinni ýmsar viđurkenningar, m.a. finnsku Hvítu Rósina, Riddarakross sćnsku Norđstjörnunnar, Luxemborgarorđuna Ordre se Meride, hina spćnsku orđu Ísabellu hinnar kaţólsku, Officer of the British Empire orđuna, Riddarakross hinnar frönsku orđu Heiđursfylkingar og Riddarakross hinnar íslensku Fálkaorđu.