— GESTAPÓ —
Útvarpsstjóri
Heiðursgestur.
Gagnrýni - 31/10/07
Leiðrétting

Falsmiðillinn mbl.is segir frá því morgun að seðlabanki Íslands hafi lækkað stýrivexti um 3,5 prósent. Hið rétta er að vextirnir voru lækkaðir um 22,6 prósent, úr 15,5 prósentum í 12 prósent. Þægilegast er hins vegar að tala um lækkun um þrjú og hálft prósentustig.

Eina stjörnu fær mbl.is fyrir að hafa þó a.m.k. einn moggabloggara, af þeim ótalmörgu sem augljóslega vita allt um fjármálaheiminn, sem sá villuna.

   (7 af 19)  
31/10/07 15:01

hvurslags

Það er ótrúlegt hvað vinnubrögðin eru léleg hjá mbl. Þeir rugla alltaf saman milljörðum og billjónum þegar þeir þýða fréttir úr erlendum miðlum af slíkri hroðvirkni að manni sundlar.

31/10/07 15:01

krossgata

Þetta hlýtur að vera eins eðlilegt og eðlilegt verður... þetta er jú falsmiðill og hlýtur því að vera með falsaðar upplýsingar.

31/10/07 15:01

Billi bilaði

Kom þetta ekki bara beint frá Seðlabankanum svona, og sýnir hversu góðir þeir eru í prósentureikningi? <Starir þegjandi út í loftið>

31/10/07 15:01

Útvarpsstjóri

Öldungis rétt Billi, frétt á forsíðu heimasíðu Seðlabankans segir frá 3,5% lækkun stýrivaxta. <hnussar hátt>

31/10/07 15:02

Skabbi skrumari

Þetta minnir mig á eitt... maður sér stundum verðsamanburð, er það rétt eins og maður sér stundum að 100 kr sé 100% hærra en 0 kr?
Sá þetta t..d þegar verið var að bera saman verð á sundlaugarferðum, milli einhverra bæja...

Útvarpsstjóri:
  • Fæðing hér: 14/2/06 15:15
  • Síðast á ferli: 8/12/20 14:02
  • Innlegg: 10126
Fræðasvið:
Fornleifafræði, íslensk fræði, guðfræði, trúfræði, almenn kirkjusaga, norræn tungumál o.fl.
Æviágrip:
Fæddur á Seyðisfirði 1. júlí árið 1937, sonur hjónanna Steins Jósua Stefánssonar skólastjóra og Arnþrúðar Ingólfsdóttur húsmóður. Giftist Dóru Erlu Þórallsdóttur (f.1941) og átti með henni börnin Þórhall (f. 1961) og Arnþrúði (f. 1971).

Útvarpsstjóri hóf starfsferil sinn sem skrifstofustjóri Rafmagnsveitna Ríkisins árið 1957. Vann síðan sem kennari frá sama ári til ársins 1965. Árið 1966 tók hann við Seyðisfjarðarprestakalli og gegndi því til ársins 1968. Hóf þá aftur kennslu í Danmörku, við Lýðháskólann í Skálholti og Háskóla Íslands. Árið 1981 tók hann við starfi þjóðgarðsvarðar og prests á Þingvöllum og gegndi því til ársins 1991 er hann tók við starfi útvarpsstjóra.

Hlaut á ævi sinni ýmsar viðurkenningar, m.a. finnsku Hvítu Rósina, Riddarakross sænsku Norðstjörnunnar, Luxemborgarorðuna Ordre se Meride, hina spænsku orðu Ísabellu hinnar kaþólsku, Officer of the British Empire orðuna, Riddarakross hinnar frönsku orðu Heiðursfylkingar og Riddarakross hinnar íslensku Fálkaorðu.