— GESTAPÓ —
Útvarpsstjóri
Heiðursgestur.
Pistlingur - 2/12/05
Kaupfjelagstíðindi

Tíðindi af Kaupfjelagi Draugasteins og nærsveita

Þið hafið eflaust orðið vör við þá hræðilegu þróun sem orðið hefur í Kaupfjelagsmálum Íslendinga undanfarin ár. Flest Kaupfjelaganna eru horfin af sjónarsviðinu og önnur hafa breytt starfsemi sinni svo um munar. Þó eru eftir örfá Kaupfjelög, s.s. Kaupfjelag Skagfirðinga og enn rekur Kaupfjelag Borgfirðinga búrekstrardeild sína í Borgarnesi, og hefur m.a.s. reist nýtt hús undir þann rekstur.
Með Kaupfjelugunum hurfu harðir aðdáendur þeirra, sem keyptu ekkert nema það fengist þar. Þeir allra hörðustu neituðu jafnvel að fá sér falskar tennur því þeir þurftu ekkert sem ekki fékkst í þeirra kaupfjelagi.

Við Draugasteinsbúar ákváðum á síðasta ári að bæta úr þessari slæmu þróun og stofna okkar eigið Kaupfjelag, Kaupfjelag Draugasteins og nærsveita. Reksturinn er blómlegur og hefur hvert herbergi sína deild og sumar tvær. Sjálfur sé um búrekstrardeildina og kvonarefni mitt um byggingarvörudeildina. Annars eru þær deildir sem starfræktar eru í dag eftirfarandi:

Áfengis- og tóbaksverzlun
Bifreiðastöð (er einnig verkstæði og bílasala)
Brauðgerð
Búrekstrardeild
Byggingavörudeild
Efnalaug & þvottahús
Gúmmívinnsla
Hljómplötu og bókaverzlun
Húsgagnasmiðja
Íþrótta- og ungmennafjelag
Jarðabótadeild
Járnsmiðja
Kaffibrennzla
Kjötborð
Matvöruverzlun
Mjólkursamlag
Netagerð
Olíuverzlun
Raftækjadeild
Skóverzlun
Sláturhús og Kjötafurðastöð
Smíðaverkstæði
Sparisjóður K.D.
Sælgætisverzlun
Tískuverzlun
Tölvurekstrardeild
Útgerðarfélagið Kjærnested K.D.
Útivistar og íþróttavöruverzlun

Skrifstofur kaupfélagsstjóra og gjaldkera eru einnig í húsnæði fjelagsins í Draugasteini.

Útibú hafa verið opnuð í Tröllasteini (Eyþórsbúð), við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og í Bandaríkjahreppi. Í hreppi er enn fremur rekin Suðurríkjadeild og Dixie-deild.

Rekstur fjelagsins er blómlegur og fjelagar vel á fyrsta hundrað. Byggingarfjelagið Ófeigur, sem nær eingöngu er skipað kaupfjelagsmönnum, gerði upp samkomusal í hinu viðfræga Íþróttahúsi Þróttó og hyggst koma upp margvíslegri aðstöðu þar. Þar mun Lomberklúbbur fjelagsins t.a.m. hafa stofu ætlaða sinni starfsemi. Svo má ekki gleyma kaffihorninu, þar sem alltaf er heitt á könnuni og kaupfjelagar hittast til að ræða daginn og veginn.

Hafi einhver sem les þennan pistling áhuga á að opna útibú má vel semja um það, hafið bara samband við mig.

Góðar stundir.

   (19 af 19)  
2/12/05 18:00

Bölverkur

Til hvers í andskotanum að hafa samband við þig? Þú ert óbreyttur gestur með ritstíflu.

2/12/05 18:00

Jóakim Aðalönd

Thetta er storkostlegt! Eg hef ahuga a ad stofna nautgriparaektarfjelag.

2/12/05 18:00

Offari

Ég hef alltaf verið mikill kaupfélagssinni, það er löngu orðið þarft að endurvekja kaupfélögin. Fæ ég að opna útibú á Sómastað?

2/12/05 18:01

Herbjörn Hafralóns

Ég hlakka til að koma í Kaupfélagið næst þegar ég kem til Draugasteins.

2/12/05 18:01

fagri

Já það er sko ekki fullreynt með kaupfélögin.
Mig hefur alltaf langað að rogast með bleika arðmiða út í kron og afhenda þá framsóknarmadömmunni.

2/12/05 18:01

Útvarpsstjóri

Jóakim, nautgriparæktarfjelag yrði frábær viðbót, þá er bara að finna búsældarlega jörð og nokkra kynbótagripi.

Offari, hvar er Sómastaður? Það má vel athuga opnun á nýju útibúi.

2/12/05 19:00

dordingull

Er ekki nóg að stjórnendur glæpadeildar Frams...(get ekki skrifað orði allt án þess að æla) hafi stolið arðinum af þrældómi íslenskra bænda í margar kynslóðir, þó ekki sé farið að endurtaka leikinn.

3/12/05 11:02

Upprifinn

Ekkert mál að stofna kaupfélag bara á meðan þú endurreisir ekki Framsóknarflokkinn.

3/12/06 02:01

hvurslags

Helvítis Framsóknarmenn.

4/12/06 16:01

krossgata

Uss, ekki blóta svona. En framsókn er orðin íhald, þ.e. heldur í síðustu hálmstráin.

Útvarpsstjóri:
  • Fæðing hér: 14/2/06 15:15
  • Síðast á ferli: 8/12/20 14:02
  • Innlegg: 10126
Fræðasvið:
Fornleifafræði, íslensk fræði, guðfræði, trúfræði, almenn kirkjusaga, norræn tungumál o.fl.
Æviágrip:
Fæddur á Seyðisfirði 1. júlí árið 1937, sonur hjónanna Steins Jósua Stefánssonar skólastjóra og Arnþrúðar Ingólfsdóttur húsmóður. Giftist Dóru Erlu Þórallsdóttur (f.1941) og átti með henni börnin Þórhall (f. 1961) og Arnþrúði (f. 1971).

Útvarpsstjóri hóf starfsferil sinn sem skrifstofustjóri Rafmagnsveitna Ríkisins árið 1957. Vann síðan sem kennari frá sama ári til ársins 1965. Árið 1966 tók hann við Seyðisfjarðarprestakalli og gegndi því til ársins 1968. Hóf þá aftur kennslu í Danmörku, við Lýðháskólann í Skálholti og Háskóla Íslands. Árið 1981 tók hann við starfi þjóðgarðsvarðar og prests á Þingvöllum og gegndi því til ársins 1991 er hann tók við starfi útvarpsstjóra.

Hlaut á ævi sinni ýmsar viðurkenningar, m.a. finnsku Hvítu Rósina, Riddarakross sænsku Norðstjörnunnar, Luxemborgarorðuna Ordre se Meride, hina spænsku orðu Ísabellu hinnar kaþólsku, Officer of the British Empire orðuna, Riddarakross hinnar frönsku orðu Heiðursfylkingar og Riddarakross hinnar íslensku Fálkaorðu.