— GESTAPÓ —
Kiddi Finni
Heiðursgestur.
Saga - 3/12/10
Skrýtnasta verkið

Einu sinni fór ég að velta fyrir mér hvað væri fáranlegasta starf sem ég hef unnið. Og mér duttu nu margt og skrýtið í hug en svo rifjaðist upp eitt atriði. Ekki djobbið í heild heldur eitt verkefni sem var í því folgið.
Ég var ungur og verksmiðjan stór, ég var heppinn að hafa komisti í sumarvinnu. Þar var framleitt beðmi eða má vist segja líka sellulósa eins og við segjum á finnsku. Og sellulósa er unnin úr trékurli í stórum og miklum prósess, og likist svo að lokum grjónagraut.
Grauturinn var leiddur svo í rísastóru röri neðanjarðar í hús þar sem þurrkunarvél var, svona 100 metra löng apparat þarsem sellulósan rann svo eins og þykkur pappir á heitum sivalningum, renningurinn var svona 8 metra breiður og rúllaðist svo upp þar sem var kallað þurri endirinn.
Úr þessum rísarúllum var svo unnið lausblöð í 200 kilóa bagga eða minni, misstórar rúllur, allt í vélum, en í pakkningu og ymsu þurftu ennþá vinnandi hendur. Og þar var ég líka sem vikapiltur.
Stundum var gert lausblöð eða arkir í bagga, sem voru svo vigtaðir og merktir og bundnir. Og stundum var gert rúllur sem þurfti einnig pakka ínn í brúnan pappir. Það var eiginlega skemmtilegast. Og maður fékk að vita að eitthvað af þessu fer í pappirsvinnslu annarstaðar, í góðum pappir er alltaf meira sellulósa og ekki bara trémassi. Eða svo var einnig ákveðin tegund sem fór í sprengjuefnivinnslu, en stór hluti af framleiðslunni hlýtur að hafa farið beint á rassinn. Í bleyjur og dómubindi og svona.
Í blauta endanum á þurrkunarvélinni var blandarinn, þar sem eitthvað af böggum eða rúllum var hent úti og þessi grautur var blandaður í nýja sellulósuna sem kom beint úr soðningu. Það var svoltiil erfiðisvinna að vinna við blandarann og þótti karlmannlegt að vera þar, nema hvíslaðist saga um strákinn sem hafði verið einn á næturvakt við blandarann og sást aldrei framar til hans. Aðeins beinflisar og beltissyljgja fundust í síum einhverntímann seinna.
En. Nú átti að segja frá fáranlegu djobbinu. Og var þetta á þeim tíma þegar Sovétríkin voru ennþá til og heimurinn í gamla laginu, og Evrópusamband bara nokkur lönd í miðjunni. Hvorki Finnland né Grikkland voru í Sambandinu.
Nú var verksmiðjan nokkuð stór og seldi afurðir sinar til margra landa, meðal annars til Grikklands. Og þannig ku hafa verið tollurinn í Grikklandi, að hráefni mátti flytja til landsins tollfrjálst. En af iðnaðarvörum átti að borga toll.
Iðnaðarvörur á leiðinni til endurvinnslu voru einnig hráefni. Iðnaðarvörur, til dæmis sellulósarúllur, sem eru dálitið og augsýnliega skemmdar. Til dæms skrambuleraðar á yfirborðinu.
Þannig að viðskiptavininn vantar rúllur sem eru skemmdar á yfirborðinu. Við gerum það sem viðskiptavinurinn þarf að halda og borgar fyrir.
Verkfærið hét "massa-spæta", massi fyrir sellulósuna og spæta eins og fugl sem goggar í trén. Var eins og hamar í laginu nema oddhvassur. Með spætunni átti ég að skemma rúllur, berjá í þær holur eins og ég gat.
Bangata-bangata.
Bleyjur eða pappir í Grikklandi, skipið biður.
Bangata-bangata.
Skemmd vara, tollfrjáls vara. Allt eftir reglum og bókum.
Bangata-bangata.

   (8 af 43)  
3/12/10 13:01

Regína

Það hefur ýmislegt dregið á daga þína Kiddi.

3/12/10 13:01

Billi bilaði

Baggaðirðu eitthvað af Böggum þarna? Eru þær ekki verðlausar ef það er búið að tollskemma þær?

3/12/10 14:01

Huxi

Hahhahahhhahaahhhaaa.... Kerfið lætur ekki að sér hæða.

3/12/10 14:01

Grágrímur

Góð saga eins og venja er frá Finnlandi.

3/12/10 15:01

krossgata

Drepfyndið!
[Skellir upp úr]

3/12/10 15:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Kiddi for president !

3/12/10 15:02

Heimskautafroskur

Takk fyrir þessa Kiddi. Bangata-bangata!

Kiddi Finni:
  • Fæðing hér: 13/2/06 09:53
  • Síðast á ferli: 30/10/17 11:58
  • Innlegg: 1197
Eðli:
Skógarhöggsmaður og gestaverkamaður á Íslandi.
Fræðasvið:
Grúsk á ymsum svíðum. Saga, sögur og sagir.
Æviágrip:
Varð ungur strandaglópur á Íslandi. Vann lengi við skógarhögg á Hálöndum Íslands. Hefur snúið til sins heima á efri árum.