— GESTAPÓ —
Kiddi Finni
Heiðursgestur.
Saga - 2/11/08
Farsíma þáttur

Vinur minn Tommi vann lengi í stillansgenginu á skipasmiðastöðinni í kaupstaðnum sem ég á heima í. Svo gerðist hann verkstjóri og fékk einnig nýjan farsíma hjá fyrirtækinu og símanumer með. Hann var fyrst ánægður en svo fékk hann símahringingu og þar spyr einhver, afhverju hann kom ekki með bílinn sinn í viðgerð eins og hann hafði pantað.
Hann var nú svoltið hissa og sagði að hann kannaðist ekkert við þetta tilefni og maðurinn svarar bara að hann skyldi senda reikninginn fyrir einn klukkutíma. Hann spurði hvar verkstæði væri og var það í allt öðrum landshluta.Vinur minn fékk þó aldrei reikininginn, enn svona símtal fór nú að angra hann.
Svo, stutt eftir það var einhver að rukka honum áskriftargjald af bæjarblaði fyrir austan. Og svo héldu hringingarnir að koma, menn og konur voru að rukka honum ymis gjöld, eða lýsa yfir óænægju við það sem hann hafði gert eða gert ekki. Tommi gerði sér grein fyrir því að einhver annar maður hafði verið áður með símanúmerið sem hann hafði nýlega fengið. Og fyrra eigandi símannúmersins var, af öllum hringingum að dæma, óheppin athafnamaður eða alveg hreint út sagt lúmskur braskari einhverstaðar í Suðaustur- FInnlandi. En margir hringjendur vildu ekki einu sinni að trúa að Tommi vissi ekkert um þennan mann eða vanskilum hans, jusu á hann svívirðingum og hotuðu hann með öllu íllu. Og hann varð nú frekar óhress með þetta.
En svo hringir síminn aftur einn góðann veðurdag. Karlmannsrödd spyr:
- Og hvert á ég að koma með þetta?
Tomma er strax ljóst að hér er aftur eitt simtal sem átti að fara braskaranum fyrir austan. Hann spyr:
- Biddu, hvað ertu með?
- Það sem þú baðst um maður. Tiu tonn af malbiki.
-Og hvar ertu núna staddur?
- Bara heddna, á hlaðinu hjá þér.
- Blessaður vertu, sturtaðu bara niður þar.

Eftir þetta hættu símtölin að koma.

   (16 af 43)  
2/11/08 09:02

Regína

Hehehe.

2/11/08 09:02

Heimskautafroskur

Þú ert í símaskránni í farsímanum mínum! hehe

2/11/08 09:02

Jóakim Aðalönd

Pärkkele! Þetta er fyndið!

2/11/08 10:00

Ívar Sívertsen

hahaha...

2/11/08 10:01

Huxi

Hahahah... Þetta er snilld.

2/11/08 10:01

krossgata

Ha ha, skemmtilegt!

2/11/08 11:02

Bleiki ostaskerinn

Nú hló ég upphátt, vel og lengi.

Kiddi Finni:
  • Fæðing hér: 13/2/06 09:53
  • Síðast á ferli: 30/10/17 11:58
  • Innlegg: 1197
Eðli:
Skógarhöggsmaður og gestaverkamaður á Íslandi.
Fræðasvið:
Grúsk á ymsum svíðum. Saga, sögur og sagir.
Æviágrip:
Varð ungur strandaglópur á Íslandi. Vann lengi við skógarhögg á Hálöndum Íslands. Hefur snúið til sins heima á efri árum.