— GESTAPÓ —
Kiddi Finni
Heiðursgestur.
Saga - 1/11/07
Heimsstyrjöldin, þriðja sagan: Vegglýs

Hérmeð helst áfram syrpan af örsögum um striðsminningar sem ég hef heyrt. 'Eg ætla að sleppa hefðbundum hetjusögum. Frá ársbyrjun 1942 fram að sumri 1944 rikti kyrrstaða í hernaði milli Finnlands og Sovétrikjanna. Skotgrafahernaður með öðru nafni.

Strákurinn kom alla leið frá þjálfunarbúðum, hann var með ávísun á herdeild í brjóstvasanum, bakpoka og riffil. Hann var hermaður, ekki orðinn átján ára. Yrði það í haust. Nú var vor og fannir að bráðna í sólinni.
Og loksins var komið í áfangastað, maður bendi honum að fara eftir skotgröfunni og inn í byrgið.
-Og haltu helvítis hausnum niðri, nágranninn skýtur skarpt.
Nágranni. Eða félagi. Þeir kalla vist alla félaga þarna, hinum megin. Hjá óvinum. Ekki eins alvarlegt og ognandi ef maður segir nágranni.
Vatn á botninum í skotgröfinni. Ekkert gaman af þessu, vorið gerir hér lifið leitt. Í hernaði er allt svo öðruvisi en í venjulegu lífi.
Byrgi var gert úr bjálkum og grafið niður, þar var látt til lofts, kamina í miðjunni og svefnpallar úr viði báðum megin. Saggi í loftinu og tóbaksreykur. Lautinantinn bauð honum velkominn, traustvekjandi náungi. Kannski reddast þetta.
Hann lærði að standa í vörð og bíða eftir morgni, hann lærði að skammta niður þurrbrauðið, lærði að skrifa heim og biða eftir bréfi. Merkja í bréfið "hér einhverstaðar" að því að aldrei mátti að gefa upp raunverulegan stað.
'A fyrsta degi hafði hann spurt, af hverju hanga svona kassar af loftinu. Einhver hló biturt. Þetta er brauðið okkar, verðum að hengja það upp útaf helvítis rottum, skiluru.
Þær komu alltaf í myrkrinu, skriðanði og hlaupandi. Hlupu stundum yfir sofandi mönnum, einhverjum var nóg boðið og hann sat fyrir rottur með hriðskotabyssu, féll nokkrar og var að minnsta kosti búinn að reyna eitthvað.
En þegar menn sváfu þá fundu þeir fyrir bit. Ekki voru það rotturnar, það voru vegglýs. Hér hafði verið sveitabær, byrgið var úr bjálkum aðalhússins. Og þaðan komu lýsnar. Menn klóruðu sig og þegar plágan var of mikil, þá var gripið til aðgerða.
Á góðum degi var kveiktur varðeldur í skotgröfinni, menn báru allar fjalirnar út og steiktu þær á eldinum. Báðum megin, eina í einu. Og heyriðst brak þegar lýsnar grilluðust í loganum. Þá fengu menn svefnfrið í nokkrar nætur og allir voru kátir.

   (32 af 43)  
1/11/07 11:00

Wayne Gretzky

Lýs og rottur, nammi.

Góð saga.

1/11/07 11:00

Amon

Það fór nú betur um okkur sem voru í Frakklandi á þessum tíma. Já eða þar til ekki var lengur hægt að skella sér niður á strönd án þess að rekast á Kanann.

1/11/07 11:00

Rattati

Góður Kiddi. Áfram með þetta. Bíð alltaf spenntur.

1/11/07 11:01

Bleiki ostaskerinn

Þessar sögur eru meiriháttar. En ég vil góðlátlega benda þér á að lús er kvenkynsorð. Ein lús - lúsin, margar lýs - lýsnar.

1/11/07 11:01

Dexxa

Góðar sögur hjá þér.. og þér fer sífellt fram í málfræði og stafsetningu.. haltu þessu áfram!

1/11/07 11:01

krossgata

Góð saga

1/11/07 11:01

Kiddi Finni

Takk fyrir ábendinguna, Bleika.

1/11/07 11:01

Andþór

Takk fyrir þetta.

1/11/07 11:02

Kargur

Takk Kiddi. Svo eru menn að væla yfir svokallaðri kreppu hér.

1/11/07 11:02

Skabbi skrumari

Takk fyrir þetta... endilega komdu með eins margar sögur og þú getur ryfjað upp... skál...

Kiddi Finni:
  • Fæðing hér: 13/2/06 09:53
  • Síðast á ferli: 30/10/17 11:58
  • Innlegg: 1197
Eðli:
Skógarhöggsmaður og gestaverkamaður á Íslandi.
Fræðasvið:
Grúsk á ymsum svíðum. Saga, sögur og sagir.
Æviágrip:
Varð ungur strandaglópur á Íslandi. Vann lengi við skógarhögg á Hálöndum Íslands. Hefur snúið til sins heima á efri árum.