— GESTAPÓ —
Kiddi Finni
Heiðursgestur.
Dagbók - 1/11/07
Grautur, bakaður í ofni

Áður en verður haldið áfram í sögum frá heimsstyrjöldinni vil ég gefa kreppuþjáðum íslendingum hentugt mataruppskrift

Ofnbakaður grjónagrautur? Er það einhvern vitleysa? Nei og alsekki, kæru Gestapóar, heldur þjóðkunn leið matreiðslu í Finnlandi og viða.
Og til hvers ætti maður að vera að því? Að því að ofnbakaður grautur er óðýr og góður matur, einhvernveginn meiri matur en venjulegur soðinn grautur og svo þarf maður ekki standa yfir grautnum eins og venjulega. Maður þarf vissulega vera við en maður getur auðveldlega gert eitthvað annað á meðan, sinnt öðrum heimilisstörfum eða eitthvað. Helsti gallinn við ofngrautinn er að hann tekur aðeins meira rafmagn en hinsegin grautur.
Hvað þarf maður?
Djúpt, eldfast form. Helst svona með loki. Og svo:

1 litra mjólk
2-3 dl af grjónum
1 tsk salt
smér

Fyrst á að smyrja formið, að innanverðu. Settu svo grjónin í. Helltu mjólk yfir. Settu lokið á og allt inn i ofn, 200 gráður Celsius. Grauturinn á að bakast svona 1-1,5 klst. Uns er orðinn brúnt meðfram í forminu og eiginlega allur vökvi soginn inn í grjónin eða gufaður upp. Allt svona lærist svo með nokkrum tilraunum. Einnig er gott að leggja grjónin í bleyti fyrst í nokkra klst. eða yfir nótt jafnvel. Notar maður grjón sem hafa legið í bleyti, þarf maður aðeins minni vökva. Segjum svona 7 dl.
Og sem grjón má nota ymsar korntegundir. Rís er vist algengast á Íslandi, en mjög gott er að nota bygg, sem er annars ræktað í öðrum Norðurlöndum. Einnig er fínt ef maður finnur spelt, bókhveiti eða hirs. Spelt er með svolitið hnetukennt bragð, hirsgrjónin eru litil og skemmtilega gul. Bókhveiti hefur svolitið sérstakt bragð, segjum, að það er eitthvað fyrir fólk sem kann að meta slafneskan eða austurlenskan mat.
Svo borðar maður grautinn sinn. Hellir mjólk útá, rís og hirs eru fín með kanilsýkri, bókhveiti og bygg og spelt með smjörklípu. Og má prufa með berjum, sultum, berjasúpu... allt sem manni dettur í hug. Og ef maður vill þróa grautreiðsluna sina áfram, enginn bannar manni að baka grautinn sinn með fjallagrösum, rúsinum eða öðrum þurrkuðum ávöxtum, eða þess vegna eplabítum. Eftir smekk og ástand í heimilinu.

   (33 af 43)  
1/11/07 03:01

Lepja

Mmmmm girnilegt. Ég ætla að gera mér svona. Og prufa allar gerðirnar.

1/11/07 03:02

Kargur

Má setja rúsínur í grjónagrautinn? Ég hló upphátt þegar þú tókst sérstaklega fram að það ætti að smyrja formið að innanverðu.

1/11/07 03:02

Lepja

Hann veit bara hvað það eru margir sem hafa pantað pizzu í kvöldverðinn megnið af sinni fullorðnu æfi.

1/11/07 03:02

Regína

Ég hef eldað ofnbakaða rófustöppu að finnskri fyrirmynd.
Þá þarf reyndar fyrst að búa til rófustöppu, en síðan er hún krydduð og sykruð með sírópi, og bökuð í ofni í ca 40 mínútur minnir mig. Besta meðlætið með kalkún.

1/11/07 03:02

Huxi

Þetta er skondin aðferð... Ég kann líka eina sem er mjög ódýr og orkusparandi.
Sama uppskrift:
Allt sett í pott. Sett á hellu og suðan látin koma upp af krafti. Látið bullsjóða í u.þ.b. 7 mín og hrært vel í á meðan. Þá er lok sett á pottinn, hann tekinn af hellunni og honum vafið vel og vandlega inní stórt handklæði. Síðan er potturinn settur upp í rúm og pakkað vel inní sæng svo að hitinn sleppi ekki út. Þannig er hann látinn vera í klukkutíma og þá er grauturinn tilbúinn.

1/11/07 04:00

Hexia de Trix

Hvað í andskotanum ertu að gera með graut uppi í rúmi, Huxi?!?

1/11/07 04:00

Huxi

Ég spyr bara á móti: Hvurn andskotann ert þú að gera með Íbba inn í eldhúsi... [Glotttir sem fífl]

1/11/07 04:01

Kiddi Finni

Kargur: það má, amk. í svona ofnbakaðan, þó ég læt mér duga venjulegan. Nota reyndar oftast bygg, hirs eða bókhveiti. Og alltaf skal gefa itarlegar leiðbeiningar... svo að allir geta fylgst með.
Regina: flott hjá þér. Finnar borða svona á jólum, með skinku.

1/11/07 04:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

Þetta er almennilegt - skál !

Kiddi Finni:
  • Fæðing hér: 13/2/06 09:53
  • Síðast á ferli: 30/10/17 11:58
  • Innlegg: 1197
Eðli:
Skógarhöggsmaður og gestaverkamaður á Íslandi.
Fræðasvið:
Grúsk á ymsum svíðum. Saga, sögur og sagir.
Æviágrip:
Varð ungur strandaglópur á Íslandi. Vann lengi við skógarhögg á Hálöndum Íslands. Hefur snúið til sins heima á efri árum.