— GESTAPÓ —
Kiddi Finni
Heiðursgestur.
Saga - 2/12/07
Þorramatur

Hér er smá eftirminning gestaverkamanns, eða skyrsla frá því hvernig maður getur lent í menningarsjokk svokallað.

Einu sinni fyrir langa löngu var ég nýkominn til Íslands. Ungur, svangur og gr... ehm, fús til allra verka. Og var febrúar með skafrenningum og öllu tilheyrandi. Ég fór að leita að mér vinnu. Þá var einhvern tímabundinn samdráttur, við vorum nokkrir ungir útlendingar í svípaðir stöðu og það virtist ekki alveg auðvelt að fá sér eitthvað að gera.
Ég taldi minar krónur og auma ferðatékka, eldaði graut í eldhúsinu í farfuglaheimilinu, gekk á milli hugsanlegra vinnustaða, hringði út í hvippin og hvappin og leitaði enn betur. Svo datt ég í lukkupottinn, eða svo fannst mér. Ég fékk djobb!
Já. Þetta var stórt hús í smíðum í Reykjavík, og stendur það þar reyndar enn. Kjörin ekki sem verst, miðað við aðstæður. Ég fengi vinnusamfesting og hjálm lánaða, þar var unnið frá 8 á morgnana til 6 á kvöldin nema á föstudögum bara til 4. Kaupið var nú ekkert til að hrópa húrra fyrir, en þetta voru samt peningar. Og svo fengi maður kaffi í hléum og heitan mat í hádeginu. Heita máltið! Þetta þótti mér ágætis kostur og mikið hlunnindi, enda í þessu grauti og snarli var manni farið að finnast að maður fengi aldrei nóg að éta hér á Skerinu, afsakið, á Fróni.
Ég mætti svo á fyrsta morgni, var látinn að naglhreinsa og skafa mótatimbur og allt gekk venjulega. Eg var eini útlendingurinn á staðnum, straumur nýbúa var ekki eins stirður þá og heyrist að vera núna.
Og svo kom blessaða hádegið. Maturinn kom í bökkum úr harðpalsti og var alltaf lok yfir. Ég fékk minn bakka, settist niður, opnaði og...
Jahá. Og þetta er þá svona. Jú jú, ég hef heyrt um þetta. Þetta hlýtur þá að vera þessi hefðbundi íslenski maturinn sem menn eru alltaf að tala um. Hér er brauð, eitt litur út eins og svartbröð á Álandseyjum, þetta þunna afturámoti eins og rieska í Lapplandi. Hér er þurr fiskur, geri ég ráð fyrir. Og eitthvað reykt kjöt eða eitthvað... ekki sem verst. Hvað eru þessir teningar sem lykta svo ogurlega sterkt? Og margt annað hafði ég þar að skoða, og svo var þar eitt stykki, grátt og kringlótt í laginu. Stakk gaffalnum í það og fór að narta. Verkstjórinn sá hvað ég gerði, glotti við og spurði, hvort ég vissi, hvað ég væri að borða.
Nei, ég hafði enga hugmynd um áð.
Það er hrútspungi, vinur.
Ojbarasta og ullabjakk. Eitthvað fór að hringsóla í maganum, það er nú ekki mannamatur að borða kynfæri dýra. Ekki allavega þar sem ég kem frá. En ég sá alveg glottið í kallinum og kannski hjá nokkrum öðrum lika. Þetta var þá fyrsta prófið. Henti punganum upp i mig, tyggði aðeins og kyngði. Málið afgreitt. Fékk mér kaffi eftir matinn.
Aðeins um eitt ég hafði svolitlar áhyggjur: væri hér svona matur á hverjum degi eða aðeins einu sinni í víku?

   (43 af 43)  
2/12/07 20:01

Dula

Þú ert krútt. Vonandi hefurðu nú fengið gott að borða síðan.

2/12/07 20:01

krossgata

Ekki amalegur kostur að byrja á.
[Ljómar upp]

2/12/07 20:02

Skabbi skrumari

Skemmtileg innsýn í líf erlends verkamanns á þorra... salútíó...

2/12/07 20:02

Kargur

Þetta kallar maður höfðinglegar móttökur.

2/12/07 20:02

Upprifinn

Heppinn.

2/12/07 21:01

Skreppur seiðkarl

Mér þykir mjög gaman að sjá hversu góða íslensku þú skrifar. Fáir útlendingar ná tökum á að skrifa hana þó þeir tali hana reiprennandi. SKÁL!

3/12/07 02:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Frábært

Kiddi Finni:
  • Fæðing hér: 13/2/06 09:53
  • Síðast á ferli: 30/10/17 11:58
  • Innlegg: 1197
Eðli:
Skógarhöggsmaður og gestaverkamaður á Íslandi.
Fræðasvið:
Grúsk á ymsum svíðum. Saga, sögur og sagir.
Æviágrip:
Varð ungur strandaglópur á Íslandi. Vann lengi við skógarhögg á Hálöndum Íslands. Hefur snúið til sins heima á efri árum.